Næsta stytta?

Þrjár nýjustu líkneskjurnar í Reykjavík (þ.e. myndastytta í fullri líkamsstærð af nafngreindum einstaklingi) eru af: Gísla Halldórssyni (örugglega að verða 40 ára gömul), Albert Guðmundssyni og Tómasi Guðmundssyni. Nú væri gaman að fá ágiskanir lesenda við spurningunum: i) Hver verður næstur til að fá líkneskju af sér innan borgarmarkanna? ii) Hvaða ár verður hún afhjúpuð?

Útvarpið

Ríkisútvarpið átti áttatíu ára afmæli í gær. Það er því dálítið álkulegt að hafa klúðrað því að koma þessari afmæliskveðju inn á síðuna fyrir miðnættið, en ég lét plata mig í að skrifa pistil um Steingrím Jónsson rafmagnsstjóra og hann þurfti að hafa forgang. Útvarpið tengist fjölskyldusögu minni beint. Langafi, Kristján Bergsson (sem dó löngu …

Tilraunin

Vísindaheimspekingurinn Popper hélt því fram að vísindakenningar yrði aldrei sannaðar – heldur í besta falli afsannaðar. Hins vegar myndi sérhver tilraun sem skilaði sömu niðurstöðu verða til þess að festa í sessi viðkomandi kenningu sem myndi nálgast það í sífellu að verða að lögmáli án þess að takast það nokkru sinni. Þessi kenning Poppers kemur …

Ljót saga

Luton er komið í heimsfréttirnar og það kemur ekki til af góðu. Maðurinn sem sprengdi sig í loft upp í Stokkhólmi reyndist hafa búið í Luton, stundað nám við Bedford-háskóla og snúist til ofsatrúar meðan á því stóð. Fyrir vikið smjattar heimspressan (en þó einkum bresku blöðin) á því að Luton sé gróðrarstía hryðjuverka og …

Prófið

Á föstudaginn lagði ég skriflegt próf fyrir nemendur mína í tæknisögu. Í síðasta tíma hafði ég dreift nokkrum mögulegum prófspurningum og síðan var dregið úr þeim. Skelli prófinu hér inn, lesendum til skemmtunar og fróðleiks: SAG314G. Tækni og saga: Þróun borgmenningar á Íslandi 1909-2009 (30%). Skrifaðu um eftirfarandi verkefni: Í “More Work for Mother” nefnir …

Laugavegurinn

Ómar Ragnarsson bloggar um götuheiti og er tilefnið nafnabreytingin á götunum í Túnunum, sem er honum ekki að skapi. Reyndar er Ómar ekki í prinsipinu á móti því að breyta um nöfn á götum – hann gerir bara greinarmun á götuheitum sem vísa í staðhætti og þekkt örnefni annars vegar en heitum sem eru meira …

HM til Rússlands? (b)

Á morgun er stór dagur fyrir fótboltaáhugamenn. Þá mun FIFA ákveða hvar HM 2022 (og væntanlega 2026 líka) verður haldið. Fyrir fáeinum mánuðum virtist langlíklegast að England yrði fyrir valinu. Núna sýnist mér að sífellt fleiri veðji á Rússland. Almenna afstaðan á Luton-spjallborðinu er á þá leið menn óska þess að Rússarnir eða Spánn/Portúgal hreppi …