HM til Rússlands? (b)

Á morgun er stór dagur fyrir fótboltaáhugamenn. Þá mun FIFA ákveða hvar HM 2022 (og væntanlega 2026 líka) verður haldið. Fyrir fáeinum mánuðum virtist langlíklegast að England yrði fyrir valinu. Núna sýnist mér að sífellt fleiri veðji á Rússland.

Almenna afstaðan á Luton-spjallborðinu er á þá leið menn óska þess að Rússarnir eða Spánn/Portúgal hreppi hnossið. Fyrir því eru tvær meginástæður:

i) Hluti stuðningsmannanna er ennþá foxillur út í Enska knattspyrnusambandið fyrir að beita félagið massívum refsingum og stigafrádrætti fyrir sakir sem hefði verið hægt að hanka annað hvert félag á.

ii) Flestir eru þó þeirrar skoðunar að þrátt fyrir hatur sitt á Enska knattspyrnusambandinu hefðu þeir viljað sjá HM haldið í Englandi… en sú staðreynd að Milton Keynes hafi verið valin sem ein mögulegra keppnisborga geri hugmyndina óásættanlega. Tilhugsunin um að MK Dons, hataðasta og fyrirlitnasta félag í Englandi, hagnist á HM er svo óbærileg að það verður slegið upp veislu í Luton ef Rússarnir verða fyrir valinu.

Skál fyrir því!