Næsta stytta?

Þrjár nýjustu líkneskjurnar í Reykjavík (þ.e. myndastytta í fullri líkamsstærð af nafngreindum einstaklingi) eru af: Gísla Halldórssyni (örugglega að verða 40 ára gömul), Albert Guðmundssyni og Tómasi Guðmundssyni.

Nú væri gaman að fá ágiskanir lesenda við spurningunum:

i) Hver verður næstur til að fá líkneskju af sér innan borgarmarkanna?

ii) Hvaða ár verður hún afhjúpuð?

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar
 6. Avatar

8 Comments

 1. Miðað við ofangreindar þrjár má álykta sem svo að líklega verði styttan af a) einhverjum sem er Guðmundsson, b) nýtur velþóknunar á hægri væng stjórnmálanna c) og tengist íþróttum með einhverjum hætti.

 2. Ætli það verði ekki einhver kvótakerling – og ekki á ég við þá tegund kvóta sem tengist sjávarútvegi eða framleiðslu.

 3. Það verður Jón Gnarr og hún verður afhjúpuð fljótlega. Hann er sá pólitíkus sem er mest uppfullur af sjálfum sér.

 4. Mér datt einmitt í hug stytta af einhverjum trúði. Davíð Oddssyni eða Jóni Gnarr. Veit ekki alveg hvenær þessar styttur verða afhjúpaðar. Held samt að fyrst verði það sú af Jóni Gnarr nema Sjálfstæðisflokkurinn nái fyrr völdum en ég vona. Ég er hins vegar alveg viss um að næsta stytta verður ekki af konu.

 5. Ég ætla að skjóta á Thor Thors á Fríkirkjuveginum. Vissulega ekki fyrir almannafé en ég er nokkuð viss um að BTB muni hafa það ofarlega á dagskrá.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Amma Böðvars og Ólínu Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *