Ólympíuleikvangurinn & dómínókubbarnir (b)

Hvernig velja menn sér uppáhaldslið í enska boltanum – þ.e.a.s. þeir sem ekki eiga eldri bræður, frændur (og feður þegar um Leedsara er að ræða) til að segja sér fyrir verkum? Algeng og góð leið er að velja nafn sem manni finnst flott, búning í töff litum eða bara láta litlar tilviljanir ráða – s.s. …

Holdsveiki

Sit þessa daganna og les mér til um sögu íslenskra heilbrigðismála. Þetta er mikil saga og yfirþyrmandi á köflum. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum, þá er fyrirframþekking manns á viðfangsefninu ansi yfirborðskennd og hangir saman við einstaka stóráfanga – sem yfirleitt er hampað sem ótvíræðum og óumdeildum framfaraskrefum í sögunni. Þannig lærði maður …

Að hengja þröskuld fyrir smið

Ómar Ragnarsson skrifar grein um kosningakerfi. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig best er að tengja á hana. Ómar er nefnilega með Moggablogg og síðu á Eyjunni – þar sem nálega sömu færslur birtast. Og viðkomandi grein birtist líka sem aðsendur pistill á Herðubreið. En hér er amk Moggabloggsútgáfan. Hér skammast Ómar, sem á að …