Ómar Ragnarsson skrifar grein um kosningakerfi. Ég veit reyndar ekki alveg hvernig best er að tengja á hana. Ómar er nefnilega með Moggablogg og síðu á Eyjunni – þar sem nálega sömu færslur birtast. Og viðkomandi grein birtist líka sem aðsendur pistill á Herðubreið. En hér er amk Moggabloggsútgáfan.
Hér skammast Ómar, sem á að fara að gera tillögur á komandi stjórnlagaþingi, yfir kosningafyrirkomulaginu íslenska – sem mismuni smáflokkum. Það er rétt hjá honum að kosningakerfi Íslendinga hafa um langt árabil verið andsnúin smáflokkum og reynt að gera þeim erfitt fyrir. Þetta sárnar Ómari – enda lítur hann svo á að Íslandshreyfingin hafi verið rænd tveimur þingmönnum á sínum tíma.
Ómar hefur reyndar skrifað áður um sama mál. Og þá – líkt og nú beinir hann skömmum sínum að „5% þröskuldinum“. Líklega á gagnrýni Ómars á þennan þröskuld stærstan þátt í því hversu oft maður heyrir það endurtekið í umræðunni að þessari lúalegu reglu sé um að kenna að Ómar hafi ekki komist á þing.
Hér er þröskuldur hengdur fyrir smið. Hið rétta er að reglan um 5% þröskuldin er ein af fáum reglum sem settar hafa verið inn í íslenskt kosningakerfi til að rétta hlut smáflokka. Áður en þessi regla var sett, má segja að framboð á borð við Íslandshrefyinguna 2007 hefði verið dauðadæmt frá upphafi.
Án reglunnar um 5% þröskuldinn hefði Íslandshreyfingin þurft að ná inn kjördæmakjörnum manni til að geta fengið uppbótarmann – en þessi regla gaf henni möguleika á að komast inn án þess að fá kjördæmakjörinn fulltrúa svo lengi sem þessum þröskuldi væri náð á landsvísu. Enda gekk kosningabarátta Ómars og félaga einkum út á að reyna að sleppa inn smkv. reglunni.
Ómar á endilega að berjast fyrir rýmkuðum rétti smáflokka á stjórnlagaþinginu – en hann mætti gera það án þess að skammast út í einu regluna sem færði honum líflínu í kosninunum fyrir fjórum árum.
Sem sýnir galið kosningakerfi. Með 3,3% atkvæða (Íslandshreyfingin 2007) væri eðlilegur hlutur 2 þingmenn, þar sem 1 þingmaður af 63 er fulltrúi 1,58% kjósenda.
Kosningakerfið er meingallað og að segja að 5% reglan hjálpi er grín, hún er kannski plástur á dauðadæmt kerfi en kerfið er jafndautt fyrir því.
En rétt skal vera rétt – Ómar hefur ítrekað í ræðu og riti haldið því fram að 5% reglan sé samin til að halda úti smáflokkum – meðan hið rétta er að hún er tilraun til að hjálpa smáflokkum, sem vissulega gengur ekki nógu langt.
Það er dáldið eins og að falla á prófi í Háskólanum og kenna reglunum um endurtektarpróf um ósköpin (þá væntanlega vegna þess að þær heimili manni ekki að endurtaka prófið undir drep).
Eðlilegast væri að 5% reglunni yrði breytt í 1.58% regluna.
Landið eitt kjördæmi og enginn þröskuldur myndi náttúrlega leysa þetta vandamál fullkomlega (þótt slíkt kerfi kynni að leiða til annarra vandamála að margra mati). Á meðan við erum með kjördæmakerfi og lítum svo á að þingmenn séu í einhverjum skilningi fulltrúar þjóðarinnar allrar, síns flokks – en líka að hluta til síns kjördæmis – þá geta verið rök fyrir einhverjum þröskuldum.
Mér finnst nú athyglisverðast að þér gefst kostur á að auka umferð um Eyjuna, Herðubreið og Moggann – og velur síðasta kostinn.
Svona þröskuldar er í kosnignakerfum allra nálægra landa einmitt til að koma í veg fyrir að fjöldi smáflokka og sérvitringa nái inn á þing.
Smáflokkarnir valda glundroða og gera störf á þingi ómarkviss. Sérvitringar þeirra komast í oddaðstöðu og þá veltur líf ríkisstjórnar á þingmönnum, sem sitja í umboði sárafárra kjósenda.
Allar meginhugmyndir í þjóðfélaginu rúmast innan fjögurra til sex stjórnmálaflokka. Það er eðlilegt að kosnignakerfið sé notað til að beina sjórmálaþáttöku fólks inn í þessa flokka frekar en að stuðla að fjölda sérhagsmunaflokka, eins-máls-flokka, sem grafa undan skilvirkni fulltrúalýðræðis og bjóða heim hrossakaupum með tilheyrandi spillingu.
Gefum okkur að 25 flokkar séu í framboði og allir fái 4%. Verða þá ekki 9 auð sæti á Alþingi, þar sem ekki er hægt að úthluta jöfnunarmönnum? Vissulega er þetta ýkt dæmi en bendir þó á einn galla af mörgum.
Spurning hvort ekki sé rétt að afnema þá 5%. Það er ágætt að fulltrúar jaðarhópa fái ekki málsvara á þingi. Í flestum tilvikum þýðir jaðarinn í pólitík öfgar og snarruglað fólk. Því færri smáflokkar því betra.
Ef 25 flokkar fá 4% hver dreifast kjördæmaþingmenn nokkuð jafnt á þá, og 5% reglan kemur ekki til. Hún á bara við þegar flokkar ná ekki kjördæma kjörnum þingmönnum.
„Því færri smáflokkar því betra“
Svona eins og í USA og UK?
Það er innihaldslaus míta að smáflokkar séu slæmir. Fáir stórir flokkar leiða til einsleitni og skoðanakúgunar. Fleiri flokkar á þingi verða til þess að fleiri raddir heyrast þar og ættu því að bæta umræðuna.
Það eru fleiri leðir til að koma sjónarmiðum á framfæri en að stofna eins-manns-eins-máls-flokka og koma einum manni á þing með 1,5% fylgi. Lýðræði er meira en þingseta.
Oftast einagrast þingmenn sem kosnir eru vegna afmarkaðra sérhagsmuna. Hættan er að þeir lendi í oddaðastöðu, haldi þinginu í gíslingu og ná fram málum sem 98,5% kjósenda hafa ekki stutt.
Ég er engan veginn að segja að öfgarnar í hina áttina séu eitthvað betri. Tveggja og þriggja flokka kerfi nær engan veginn að endurspegla nægjanlega stórt hlutfall þjóðarinnar á nákvæmlega sama hátt og smáflokkar eru algjört krabbamein í stjórnmálum.
Kristbjörn, ertu viss um að það dugi að fá kjördæmakjörinn mann?
Úr kosningalögum:
“
Úthlutun jöfnunarsæta.
108. gr. Þau stjórnmálasamtök koma ein til álita við úthlutun jöfnunarsæta sem hlotið hafa a.m.k. fimm af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu.
Til þess […].
“
Þó dæmið um 25 flokka sé ýkt mætti auðveldlega ímynda sér dæmi þar sem um er að ræða fáa stóra flokka (2-3) og marga litla þar sem enginn litlu flokkanna nær 5%. Útkoman gæti orðið mjög skökk.