Skárra leikjaplan?

Það er alltaf gaman að fylgjast með HM í handbolta. Keppnisfyrirkomulagið er þó sérkennilegt – líðin sem fara alla leið í undanúrslit þurfa að spila tíu leiki – fimm í forriðli, þrjá í milliriðli og svo tvo í lokin. Það er fáránlega mikið álag – enda sést það yfirleitt í síðustu leikjunum.

Væri ekki skárra að skipta upp í sex fjögurra liða forriðla (í stað fjögurra sex liða) þar sem tvö efstu liðin færu áfram í sex liða milliriðil og tækju með sér stigin úr viðureigninni gegn hinu liðinu. Það þýdd þrjá leiki í forriðlum, fjóra í milliriðlum og svo tvo í restina – eða níu alls.

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar

2 Comments

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *