Hlé

Þessi síða er nánast dauð. Ég blogga með höppum og glöppum og eiginlega bara um fótbolta.

Ástæðan er kannski sú að eftir að ég skipti um starfsvettvang, hefur nánast allur vinnutími minn farið í að lesa texta og skrifa á tölvu. Fyrir vikið hef ég enga orku eða sérstaka þörf fyrir að rífa mig mikið á þessari síðu. Mér dugir að besserwisserast á Fésbók (áhugasamir mega alveg senda mér vinabeiðnir, ég samþykki 99% þótt ég þekki viðkomandi ekki neitt).

Ég ætla að reyna að vera duglegri við að senda pistla á Smuguna – þá er pólitíkin dekkuð. Og ég ætti að þrauka án þess að skrifa hér reglulegar færslur um gengi Luton eða Fram.

Þess vegna er ég að spá í að taka mér pásu – í svona tvo mánuði. Kannski dugar það til að kveikja aftur blogglöngunina. Reiknið því ekki með neinum færslum hér þangað til 1.apríl. Þetta bloggbindindi er samt engin kvöð – detti mér í hug að skrifa eitthvað, mun ég gera það hér eftir sem áður.

Þannig er nú það.

Join the Conversation

8 Comments

  1. Til hamingju með nýja starfið. Hef ekki heyrt um það. Hvað ertu að vinna við núna?

Leave a comment

Skildu eftir svar við Markús Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *