Þróttur – Fram

Ég er sökker fyrir bikarkeppninni. Jafnvel svo mikill sökker að ég freistast til að blogga aftur.

Framarar dógust gegn Þrótti (á útivelli) í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þótt undarlegt kunni að virðast þá hafa A-lið þessara félaga aðeins þrisvar sinnum dregist saman í bikarkeppni KSÍ frá árinu 1960. Þá undanskil ég viðureignina 1967 þegar b-lið Fram tapaði 2:3 fyrir Þrótti í fyrstu umferð. Þetta var árin 1977, 1979 og 1998.

Síðasttöldu viðureigninni var ég blessunarlega búinn að gleyma. Fram tók á móti Þrótti á Laugardalsvelli í 16-liða úrslitum og var kjöldregið 2:5. Þorbjörn Atli Sveinsson skoraði bæði mörk okkar. Ási Haralds, Tómas Ingi og Hreinn Hringsson skiptu með sér mörkunum fyrir Þrótt. (Var þetta ekki árið sem Þróttur var á rosalegu rönni fram yfir mitt mót og féll svo að lokum með metstigafjölda?)

Fyrsta viðureignin, sú árið 1977, var líka í 16-liða úrslitum. Fram vann 2:3, en markaskorararnir voru ekki af verri endanum – Páll Ólafsson og Leiur Harðarson fyrir Þrótt og Kiddi Jörunds (2) og Sumarliði Guðbjartsson fyrir Fram.

1979 mættust Fram og Þróttur í undanúrslitum bikarkeppninnar (sem er enn í dag besti árangur Þróttar í keppninn). Liðin voru á sama róli um miðja efstu deild. Leik liðanna lauk með 2:2 jafntefli (Gunnar Orrason og Marteinn Geirsson skoruðu). Þá var gripið til annars leiks og Fram sigraði 2:0 (Guðmundur Steinsson og Marteinn). Í kjölfarið urðu Framarar bikarmeistarar.