Óþægilegur sannleikur

Sturlaður maður í Noregi drap tugi ungmenna. Ætlaði að drepa fleiri og mildi að honum tókst ekki að sprengja enn fleiri í loft upp.

Næstu daga og vikur munu menn velta sér upp úr mögulegum ástæðum fyrir ódæðinu. Fólk mun velta því fyrir sér hver sé ábyrgð þeirra sem deila skoðunum morðingjans eða hafa með einhverjum hætti tekið þátt í að skapa það andrúmsloft haturs sem sturlaði maðurinn nærðist á. Gamlir samherjar hans munu á sama tíma sverja sturlaða manninn af sér og leggja áherslu á að hann sé einfari og beri einn alla ábyrgð.

Gott og vel. Vonandi verður þessi umræða frjó og á skynsamlegum nótum.

En það er önnur hlið á þessu máli sem færri munu vilja ræða. Væntanlega munu einhverjir bregðast illa við því að hún sé færð í tal.

Ástæða þess að sturlaði maðurinn gat drepið svona skelfilega marga er að miklu leyti sú að hann var búinn að fá leiðsögn. Hann hafði lært að meðhöndla sprengjur og beita vopnum hjá sérstakri stofnun sem norska ríkið heldur úti: hernum.

Aðaltilgangur herja er að framleiða menn sem geta drepið fólk sem ríkið segir þeim að drepa. Aukaafurð í þeirri framleiðslu eru sturlaðir menn sem drepa fólk óumbeðið. Þessi er ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti. Mér dettur ekki í hug að halda því fram að herinn beri ábyrgð á sturlun þessa manns – til þess hef ég engar forsendur – en herinn þjálfaði hann. Og hann var greinilega góður nemandi.

Það eru örfáar vikur síðan upp kom umræða hér á landi um norska herinn. Sjálfur lenti ég í allnokkrum viðtölum í fjölmiðlum sem fulltrúi þeirra sem fannst það ekki í lagi að reynt væri markvisst að skrá íslenska krakka í norska herinn. Rök okkar hernaðarandstæðinga voru siðferðisleg og við bentum á þá augljósu staðreynd (sem er þó svo mörgum hulin) að herir kenna fólki að drepa. Og það gera þeir svikalaust.

Join the Conversation

 1. Avatar
 2. Avatar
 3. Avatar
 4. Avatar
 5. Avatar
 6. Avatar

7 Comments

 1. Ekki set ég út á skrifin þín, enda mestmegnis sammála.
  Mér finnst bara vanta inní að þeir sem engri herþjónustunni hafa sinnt, hafa líka verið afskaplega sjálfbjarga um að verða sér úti um „fróðleik og aðferðafræði“ við að murka líf úr samborgunum sínum. Með góðum vilja má víst finna alls kyns uppskriftir á Netinu góða 🙁 og sjálfsagt víða(r)

 2. Eygló, þeir sem endilega vilja drepa mann og annan geta líka alltaf fundið sér vopn. Það er samt sem áður meiri hætta á manndrápum þar sem aðgengi að skotvopnum er mikið. Það er ekkert hægt að firra ríkisvaldið ábyrgð á mannvígum, öðrum voðaverkum og slysum ef það býr í haginn fyrir þau með því að þjálfa menn til vopnaburðar og/eða tryggir hverjum sem er gott aðgengi að drápstólum.

 3. Úr bók morðingjans sjálfs:

  Q: Military experience?

  A: None. I avoided the mandatory draft service when I was 18 because I didn’t feel any loyalty to the ruling political parties. I understood from early age that dying for your country would involve fighting your own leading political parties, not serving them.

 4. Ég ætlaði að benda á það sama og Ragnar. Þó að ég sé sammála um að margt slæmt fylgi hervæðingu og herþjónusta.
  Ríkisútvarpið í Noregi hafa líka sagt frá því ( og að mér skilst kannað ) að hryðjuverkamaðurinn, krossfarinn (ekki „morðinginn“ ) hafi sloppið við hérþjónustu. Hann sagðist samkvæmt NRK ætla að hjúkra móðir sinn.

  Annars ber að nefna að hann segist ekki vera rasisti, heldur tilheyri hópi sem kallar sér counter-jihad. Hann lífði í lygina um að hann gæti breytt norska samfélaginu með pólitískum fjöldamorðum og koma í veg fyrir að að fjölmenning og aðrar lífsskoðanir en hinn kristni mundi festa rætur.

  P.S:
  Sjálfur neitaði ég að gegna nokkra herþjónustu sem ungur maður í Noregi. Ég vildi ekki læra að drepa óbreyttum borgurum eða öðru fólki sem er neydd til þessa að drepa. Ég þurfti þess í stað að vinna 16 mánuði, eiginlega án launa, og var ég heppinn og fékk ég að vinna á bókasafni, að loknu lögrelguyfirheyrslum.

 5. Við höfum öll þörf fyrir að finna skýringar en þurfum að fara varlega.
  Nú virðist vera að hægt segja :
  * Það gefur skakka mynd að segja að hann sé sturlaður, geðveikur. Hann var skipulagður, rólegur. Viðurkennir mannfórnirnar
  * Hann hefur ekki hlotið „þjalfun“ í hernum
  * Hann er ekki nasisti né virðist leggja áherslu á kynþætti, heldur er hann anti-islamisti
  * Hann segist vera kristinn, og er langt út á hægri vængnum í stjórnmálum
  * Hann hefur átt í opnum samskiptum á netinu með hópum sem eru and-Íslamistar, þar sem menn eru á því að Íslam sé að taka yfir Evrópu
  * Hann var aðili í „sport“skotklúbbi,
  * Hann notaði half-sjálfvirkjum rifli og lögreglubúningi, auk bíls og verksmiðjuáburðar til að fremja hryðjuverkin

 6. Árangur mannsins með sprengjuna ber vott um gríðarlega fagkunnáttu. Félagi minn af N-írsku bergi brotinn var fljótur að afskrifa Al Quaeda þegar fyrstu fréttir bárust að sprengingunni. Hélt að IRA væri líklegri kandídat. Norski herinn kennir engum að búa til mörg hundruð kílóa sprengjur úr gróðuráburði.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *