Skólinn

Stelpan byrjar í skóla í fyrramálið. Hún fer í Háteigsskóla og reiknar með að vera búin að læra nánast allt milli himins og jarðar eftir mánuð. Við þessi tímamót rifjar maður ósjálfrátt upp sína eigin skólabyrjun. Þegar ég var á þessum aldri, var 6 ára bekkurinn ekki hluti af skólaskyldunni. Það tók skólakerfið óratíma að …

Bara Lennon

Hinn augljósi orðabrandari dagsins, í ljósi þrennu Steve Lennons, er að rifja upp þennan gamla bókartitil Illuga Jökulssonar. Steve Lennon er smátittur, en markheppinn. Fimm mörk fyrir lið í fallsæti í 6-7 leikjum er bara helv. gott. Ég veit ekkert skemmtilegra en að vinna Val í íþróttum. (Það var reyndar stórt skref þegar ég viðurkenndi …

Leikið tveimur skjöldum

Lét Þóru Kristínu á Smugunni plata mig til að fara að blogga þar endrum og sinnum. Sjá: hér. Það verður að ráðast hvernig ég skipti þessu. Ætli pólitískari færslurnar lendi ekki Smugumegin og nördaskapurinn hérna? Nema maður taki bara Ómar Ragnarsson á þetta – og pósti sömu færslum á báðum stöðum…