Hinn augljósi orðabrandari dagsins, í ljósi þrennu Steve Lennons, er að rifja upp þennan gamla bókartitil Illuga Jökulssonar.
Steve Lennon er smátittur, en markheppinn. Fimm mörk fyrir lið í fallsæti í 6-7 leikjum er bara helv. gott.
Ég veit ekkert skemmtilegra en að vinna Val í íþróttum. (Það var reyndar stórt skref þegar ég viðurkenndi að mér væri verr við Valsmenn en KR-inga.) Það væri þó gaman að gera reynsluathugum með því að prófa að vinna KR-inga á mánudaginn kemur…