Er ég alveg að fokka upp þessari bloggseríu? Best að hreinsa upp gamlar syndir og slá þrjár flugur í einu höggi: Ég mætti upp á Skaga kvöldið fyrir maraþonræðuna. Það var e.t.v. fífldirfska í ljósi þess að það var rok og frekar kalt. Fékk ekki kvef, en það var það jákvæðasta við leikinn. Þegar ég […]
Monthly Archives: maí 2013
Framkvæmdin
Þórir Hrafn vinur minn hringdi í mig í dag til að óska mér til hamingju með maraþonræðuna. Gerði það þó með þeim orðum að hann væri ekki alveg viss um að egóið mitt hefði endilega þurft á Íslandsmeti að halda. Líklega hárrétt stöðumat. Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með netumræðum um stóra Svals og […]
Slóðin á maraþonræðuna
Bara svo það sé á hreinu: slóðin á vefútsendinguna frá Svals og Vals-ræðunni er http://spirou.illuminati.is/ Hvað allir athugi.!
Stefanía Afturhaldsdóttir
Ein fyrirsjáanlegasta umræðan í kringum hverja stjórnarmyndun er: „hvað á stjórnin svo að heita?“ Og við tekur frekar súr leikur þar sem stjórnarliðar reyna að festa í sessi orð eins og „stjórn atorku og heiðarleika“ en sjórnarandstæðingarnir stinga upp á „fábjána- og lygamarðastjórnin“. Þessi umræða hefur skilað sér inn á íslensku Wikipediuna, þar sem rætt […]
Valur úti: 3/22
Ég ætla að stofna ráðgjafarverkfræðifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnum knattspyrnuleikvanga. Samskipti mín við kúnnana verða svona: Stefán: „Og þið hafið hugsað ykkur að láta stúkuna snúa svona?“ Fulltrúar íþróttafélags: „Já, hún yrði hérna meðfram þessari hlið á vellinum.“ Stefán: „Og þegar sólin er lágt á lofti á sumarkvöldum á Íslandi, hvar er hún þá […]
Ræðan
Þá er það orðið opinbert! Miðvikudaginn 22. maí ætla ég að halda fyrirlestur og hann ekki stuttan. Tilefnið er 75 ára afmæli Svals úr Svals og Vals-bókunum, en jafnframt er ég að láta gamlan draum rætast. Þegar ég var í MR fyrir hundrað árum síðan lenti Málfundafélagið Framtíðin í fjárkröggum. Til að bæta úr því […]
Óskalisti bikarmeistarans
Ég viðurkenni fúslega að ég er sökker fyrir bikarkeppninni í fótbolta – einkum fyrstu umferðunum. Held að þetta sé arfur frá þeim tíma þegar ég var 6-7 ára og vissi ekkert merkilegra en að þröngva mér inn á leiki í 4ðu deildinni eða fyrstu umferðunum í bikarnum á Melavellinum. Klöngraðist yfir girðinguna og klístraði tjöru […]
Hreint út sagt
Vef-Þjóðviljinn er um margt ágætt vefrit. Fyrir það fyrsta hlýt ég, sem fyrrum ritnefndarfulltrúi í vefriti sem þraut örendi, að játa aðdáun mína á seiglunni og úthaldinu. Í öðru lagi á Vef-Þjóðviljinn það til að segja skýrt hluti sem aðrir vefja inn í orðskrúð og frasa. Þessi færsla er gott dæmi um það. Einn tískufrasinn í […]
Fylkir heima: 2/22
Af hverju er svona fáránlega mikill munur á að gera 1:1 jafntefli þar sem liðið manns kemst yfir eða þegar liðið manns jafnar? Ergileg niðurstaða á Laugardalsvelli í kvöld, en svo sem ekki ósanngjörn. Og fyrir mótið hefði maður svo sem alveg sætt sig við fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina. Fyrri hálfleikur var ekki […]
Inn og út um gluggann og alltaf sömu leið…
Það má treysta á að sumir hlutir breytist á nokkurra ára fresti. Um árabil voru það þekkt sannindi að kornabörn ættu að sofa á maganum – allt annað væri beinlínis stórhættulegt. Svo kom tímabil þar sem börnin áttu að liggja á bakinu, ef ekki ætti illa að fara. Og svo aftur á maganum o.s.frv. Tvennt […]