ÍBV úti: 8/22

Versta fótboltaferð mín til Eyja var fyrir mörgum árum. Flogið var frá Bakka. Man ekki hvernig ég komst þangað – hvort það var í liðsrútunni eða á bíl einhvers stuðningsmannsins. Allir voru kátir og frekar bjartsýnir. Um leið og lent var á Vestmannaeyjaflugvelli féllu fyrstu regndroparnir. Og svo fleiri. Og svo enn fleiri. Í hálfleik …

Falur fertugur: Safn til sögu íslenskrar teiknimyndasagnaútgáfu

Vorið 1973 hóf ný teiknimyndasaga göngu sína á íþróttasíðum hollenska dagblaðsins Algeneen Dagblad. Höfundurinn var John le Noble, blaðamaður á íþróttadeildinni og teiknarinn Toon van Driel – saman kölluðu þeir félagarnir sig Toon & Joop. Sögurnar fjölluðu um knattspyrnuliðið F.C. Knudde, sem nefndist upp á íslensku Fótboltafélagið Falur. Falsliðið er skipað fáráðlingum og hefur að …

Þór heima: 7/22

Það myndaðist kvíðahnútur í maganum þegar Þorvaldur Örlygsson sagði upp störfum óvænt og skyndilega. Toddi var almennt mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Fram – sem og leikmönnum. Maður var því skíthræddur um að los kæmist á mannskapinn og allt gæti farið í hönk. Þær áhyggjur reyndust ástæðulausar. Undir stjórn Ríkharðs og Auðuns unnu Framarar í …

Keflavík úti: 6/22

Við töpum alltaf í Keflavík. Og það er alltaf kalt. Nema 2008 þegar við unnum Keflvíkinga í lokaumferðinni og rændum meistaratitlinum fyrir framan 5.000 manns eða e-ð álíka. Það er því ekkert skrítið þótt maður sé smástund að jafna sig á sigri í Keflavík í þokkalegu veðri. Furðulegur leikur undir stjórn nýja þjálfarateymisins. Byrjuðum illa. Keflvíkingarnir …

19:34

Leikur Japans og Ástralíu í Asíuforkeppni HM í fótbolta hefst kl. 19:34 á japönskum tíma. Ég minnist þess ekki að hafa séð leik tímasettan með slíkri nákvæmni fyrr. Myndi líta á þetta sem einhvers konar brandara ef ekki væri um Japani að ræða. Væru þeir ekki einmitt nógu bilaðir til að ákveða að hefja leik …