Hvers vegna varð Arons-nafnið svona vinsælt á Íslandi? Þegar ég var pjakkur, hét enginn Aron og ef maður rakst á einhvern með þessu nafni, lá beint við að áætla að viðkomandi væri ættaður frá Bandaríkjunum. (Áttaði mig ekki á kaldhæðninni í þessari setningu fyrr en eftir að ég sló hana inn.) En fyrir svona 25 …
Monthly Archives: júlí 2013
Víkingur heima: 12/22
Meira að segja boltastrákarnir voru lélegir…
KR heima: 11/22
Síðustu fimmtán árin eða svo hef ég setið við hliðina á Val Norðra á Framleikjunum. Þá sjaldan annar okkar missir af leik, sendir hinn sms með reglulegum skýrslum um gang mála. Á sunnudagskvöldið var Valur staddur í Kaupmannahöfn og sendi mér skilaboð þar sem hann afþakkaði beina sms-lýsingu – tímamismunurinn væri 2 klst. og gæti …
Grótta úti (bikar):
Það er engin skýrsla um FH-leikinn. Við fjölskyldan fórum í sveitina með vinafólki, svo ég missti af fyrsta leiknum í sumar. Það var víst bara ágætt eftir á að hyggja. * * * Aldrei þessu vant var logn á Seltjarnarnesi í kvöld. Fullt af fólki, enda stærsti leikur Gróttumanna í fleiri ár. Hewson var í …
Breiðablik heima: 9/22
Einhverra hluta vegna hefur Fram tak á Breiðablik. 2010 þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar, tóku Framarar 4 stig af þeim. Ég kann ekki að skýra ástæður þessa – læt mér nægja að kætast yfir að það sé amk eitt lið sem eigi í vandræðum með okkur. Það var ein óvænt breyting á byrjunarliði Fram. Haukur Baldvinsson …