Glímufélagið: Fótboltasaga mín 7/100

24. apríl 1990. Fram 11 : Ármann 0 Ég var á bólakafi í félagslífi á gagnfræðaskólaárunum. Sat í ritstjórn skólablaðsins, var í ræðuliðinu og formaður Málfundafélags Hagaskóla í tvö ár. Tók reyndar við því embætti eftir kosningu gegn Líf Magneudóttur flokkssystur minni. Auk þessa var í nokkurs konar vísi að ungliðahreyfingu herstöðvaandstæðinga, sem bjó til …

Landsfundurinn: Fótboltasaga mín 6/100

 7. nóvember 2003. Thurrock 1 : Luton 1 Kosningarnar 2003 urðu vonbrigði fyrir VG. Búist hafði verið við fylgisaukningu en í staðinn tapaði flokkurinn manni og íhaldið og Framsókn fengu áframhaldandi umboð til að stjórna landinu, rétt eftir að hafa gengist í ábyrgð fyrir Íraksstríðinu. Næstu mánuðina sleiktu menn sárin, en á landsfundinum í nóvember …

Slátrunin: Fótboltasaga mín 5/100

7. nóvember 1987. Manchester City 10 : Huddersfield 1 „Hvað segir þú um stöðu Vilhjálms?“ – spurði einhver blaðamaðurinn Davíð Oddsson fyrir margt löngu og var þar augljóslega að vísa til Vilhjálms Þ. sem kominn var í klandur í borginni. „Hvað segir þú um stöðu Huddersfield?“ – svaraði Davíð og þóttist ekkert skilja. Tilsvarið þótti …

Útskriftin: Fótboltasaga mín 4/100

 11. júní 1998. Chile 1 : Austurríki 1 Ég útskrifaðist úr sagnfræðinni vorið 1998. Kláraði á sex önnum sem var fátítt, enda áttu ansi margir nemendur það til að ýta BA-ritgerðinni á undan sér. Þar spilaði inní að skólinn stóð sig afleitlega í að halda nemendum að verki. Nemendur völdu sér ritgerðarefni og skiluðu svo …

Mágurinn: Fótboltasaga mín 3/100

23. ágúst 2003. HK 4 : Þór 1 Áhuga okkar hjóna á fótbolta er mjög misskipt. Steinunn segist hafa séð einn fótboltaleik á ævinni. Það var vináttuleikur Íslands og Færeyja sem leikinn var í Neskaupstað fyrir löngu, þar sem allir bæjarbúar mættu. Tengdamóðir mín er viðlíka áhugasöm um íþróttina fögru. Gvendur mágur minn (sem er …

Krókurinn: Fótboltasaga mín 2/100

2. júlí 1991. Tindastóll 2 : Haukar 3 Sumarið eftir Hagaskóla fékk ég frábæra vinnu í nokkrar vikur. Ég var ráðinn sem handlangari í byggingarvinnu á Sauðárkróki. Tildrögin voru þau að Teddi, sem um þær mundir var giftur frænku minni, rak ásamt Pétri félaga sínum lítið byggingafyrirtæki. Fyrirtækið hefur reyndar stækkað aðeins í seinni tíð, …