27. júní 2009. Fjölnir 2 : Fram 1 Fyrir utan kvótapeningana, er það tvennt sem heldur lífi í Mogganum: dána fólkið og íþróttirnar. Þeir sem vilja fylgjast með minningargreinum og andslátsfregnum komast ekki af án Moggans og það sama gildir um þá sem vilja lesa íþróttafréttir á pappír. Íþróttafréttir Fréttablaðsins hafa hins vegar alltaf verið …
Monthly Archives: febrúar 2014
Vítabaninn: Fótboltasaga mín 24/100
14. júní 1998. FH 1 : KVA 0 Minnið er skrítið fyrirbæri. Í mörg ár hef ég, í tengslum við stórmót í handbolta, rifjað upp þegar ég sá línumanninn Róbert Gunnarsson standa í marki Austfirðinga og verja þrjú víti í sama leiknum. Leikurinn hafi verið á ÍR-velli og þrátt fyrir hetjudáðina tapaði lið Róberts illa. …
Skrópið: Fótboltasaga mín 23/100
18. september 1991. Fram 2 : Panathinaikos 2 Í Hagaskólanum var heljarmikið punktakerfi fyrir mætingu, þar sem fært var inn í kladda og sérstakir kladdaverðir höfðu það hlutverk að koma gögnunum til skólaskrifstofunnar sem færði merkingarnar inn í miðlægt bókhald. Fyrir að koma of seint var einn punktur og tveir fyrir skróp í tíma – …
Battarnir: Fótboltasaga mín 22/100
25. janúar 1987. Fram 11 : HSÞ-b 4 Á níunda áratugnum fylgdi fótboltaárið almanaksárinu. Reykjavíkurmótið innanhúss fór fram í fyrstu viku ársins. Næstu helgarnar í mánuðinum voru svo fráteknar fyrir keppni á Íslandsmótinu sem fór fram í fjórum deildum í karlaflokki. Þar sem allir leikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni, var þetta stíf dagskrá frá morgni …
Spólan: Fótboltasaga mín 21/100
22. júní 1988. Sovétríkin 2 : Ítalía 0 Ég var um það bil átta ára þegar ég eignaðist sjónvarp. Fyrstupersónueintölufornafnið í síðustu setningu er ekki misritun, ég eignaðist sjónvarpið prívat og persónulega. Einhverjir velmeinandi ættingjar gáfu mér ríkisskuldabréf í skírnargjöf. Þau brunnu að sjálfsögðu upp í verðbólgunni hraðar en nokkur gæti sagt Vilhjálmur Birgisson. Man …
Hvíti fíllinn: Fótboltasaga mín 20/100
17. janúar 2009. Darlington 5 : Luton 1 Halldór Laxness varð innlyksa á Íslandi á stríðsárunum. Eftir því sem tíminn leið, varð hann sífellt önuglyndari og pirraðri í skrifum sínum yfir hvað Íslendingar væru miklir búrar og menningarlega á lágu plani. Skáldið elskaði að sönnu þjóð sína, en til að halda geðheilsunni varð hann að …
Nýliðarnir: Fótboltasaga mín 19/100
23. maí 1995. Fram 0 : Leiftur 4 Það vill enginn mæta nýliðum í fyrsta leik á Íslandsmóti. Það er gömul saga og ný að nýliðar í deild eru alltaf líklegir til að stela stigi eða stigum í upphafsleik, jafnvel á erfiðustu útivöllum. Væntanlega er það stemningin og gleðin yfir að vera kominn upp um …
Boggan: Fótboltasaga mín 18/100
17. júlí 1985. ÍA 1 : Fram 2 1985 var sumarið þegar ég byrjaði að fylgjast með íslenskum fótbolta fyrir alvöru. Þá var ég tíu ára og fór með afa heitnum á flesta heimaleiki og slæðing af útileikjum. Þetta var gott ár til að byrja. Framarar voru funheitir undir stjórn nýs þjálfara, Ásgeirs Elíassonar og …
Reglan: Fótboltasaga mín 17/100
10. júní 2006. Trinidad & Tobago 0 : England 2 Það er alltaf stór ákvörðun að velja land til að halda með á stórmótum í fótbolta – ákvörðun sem oft hefur valdið mér miklu hugarangri og heilabrotum. Til að þrengja hringinn ofurlítið setti ég mér fyrir margt löngu viðmiðunarreglur. Sem fyrsta kost hef ég landslið …
Símtalið: Fótboltasaga mín 16/100
15. júní 1998. HK 3 : Víkingur 2 Ég og vefmiðlakóngurinn Björn Ingi Hrafnsson voru ágætir félagar í sagnfræðinni í Háskólanum á sínum tíma. Við sátum saman í stjórn Félags sagnfræðinema og áformuðum að gefa saman út blað um íslenska boltann. Þau áform fóru fyrir lítið þegar Bingi var ráðinn á Moggann, góðu heilli trúi …