Öskubuskur: Fótboltasaga mín 15/100

 21. maí 2011. Luton 0 : AFC Wimbledon 0 (3:4 eftir vítakeppni) Ég hef alltaf haft samúð með píunum sem töpuðu fyrir Öskubusku. Ekki vondu stjúpsystrunum, þær voru ömurlegar og fengu makleg málagjöld, heldur öllum hinum: stelpunum sem mættu á dansiball og héldu að þær ættu jafnan séns í prinsinn í heiðarlegri keppni. Ekki höfðu …

Hatrið: Fótboltasaga mín 14/100

5. september 2001. Norður-Írland 3 : Ísland 0 Þann fyrsta september 2001 unnu Íslendingar óvæntan og glæsilegan sigur á Tékkum í undankeppni HM. Tékkar voru um þessar mundi rein besta knattspyrnuþjóð í heimi og úrslitin gerðu það óvænt að verkum að Ísland var komið í séns að komast áfram í úrslitakeppnina eða í það minnsta …

Forgjöfin: Fótboltasaga mín 13/100

20. júní 1996. Fram U23 0 : Breiðablik 2 Knattspyrnufélögin Fram og Víkingur voru stofnuð um svipað leyti á sömu þúfunni í miðbænum á fyrsta áratug síðustu aldar. Víkingarnir voru yngri, í sumum tilvikum litlubræður Framaranna og fengu væntanlega ekki að vera með. Stórir bræður eiga það til að vera ömurlegir. Frægt er bréfið þar …

Hótel Bjarkalundur: Fótboltasaga mín 12/100

29. júní 1986. Argentína 3 : Vestur-Þýskaland 2 „Þú gleymir aldrei fyrsta skiptinu!“ Þetta var yfirskrift á kosningaplakati sem danskir krataungliðar útbjuggu og skartaði mynd af ungu pari í innilegum ástaratlotum. Við í ungliðahreyfingu Alþýðubandalagsins ætluðum alltaf að stela hugmyndinni, en svo varð ekkert úr því. Kannski eins gott. Okkar útfærsla hefði örugglega orðið sjoppuleg …

Fulli karlinn: Fótboltasaga mín 11/100

12. október 1983. Ísland 0 : England 3 Ég bjó í kennarablokkinni við Hjarðarhagann frá fæðingu til níu ára aldurs. Kennarablokkin bar það nafn vegna þess að hún hafði verið byggð af byggingarfélagi kennara. Samt átti brytinn Baui afabróðir minn (sem dó áður en ég fæddist, en  sonur minn heitir beint eða óbeint í höfuðið …

Stelpurnar: Fótboltasaga mín 10/100

7. júní 1988. KR 4 : Fram 1 Ég var ömurleg karlremba sem táningur. Mér til varnar gildir það líklega um flesta táningsstráka. Ég var líka „mansplaining“ týpan – taldi mig gríðalega mikinn jafnréttissinna (átti meira að segja lesendabréf í Veru!) og gat sett á langa fyrirlestra um hvað konur væru grátt leiknar í samfélaginu …

Breiðholtið: Fótboltasaga mín 9/100

 14. júlí 1996. Leiknir 0 : Fram 4 Það versta við að falla niður um deild fyrir stuðningsmenn „stórs félags“ eru leikirnir við liðin sem eru fyrir „neðan manns virðingu“. Ég veit að þetta hljómar hrokafullt – og auðvitað er þetta hrokafullt – en svona er það nú samt. Erfiðasta stund Skagamanna á komandi sumri verður …