Blaðakóngurinn: Fótboltasaga mín 41/100

6. febrúar 1988. Luton 7 : Oxford 4 Tveggja metra hár tónleikahaldari hér í borg, Valsmaður, spyr mig yfirleitt þegar við hittumst: „Hvað er að frétta af Steve Foster, með krullurnar og ennisbandið?“ Áhugi bassafantsins fyrrverandi á velferð Fosters er nálega þráhyggjukenndur, en þó skiljanlegur. „Fozzie“ (viðurnefni fótboltamanna eru sjaldnast mjög svöl) var nefnilega frábær …

Bónorðið: Fótboltasaga mín 39/100

29. september 2007. Víkingur 1 : FH 3 Þegar við Steinunn bjuggum á Mánagötunni, bauð plássið í eldhúsinu ekki upp á að hafa uppþvottavél. Við göntuðumst oft með að það væri límið í sambandi okkar að þurfa að vaska upp saman og geta þá rætt málin í rólegheitum. Það voru a.m.k. ófáar ákvarðanirnar teknar yfir …

Ljónið: Fótboltasaga mín 37/1000

25. júní 1994. Nígería 1 : Argentína 2 1994 var ár Rauða ljónsins. Um 18-19 ára aldurinn fór skemmtanalífið í vaxandi mæli að snúast um að bregða sér út á lífið og drekka bjór. Miðbærinn varð oft fyrir valinu, en Rauða ljónið var ekki síður vinsælt. Á Rauða ljóninu þurfti nefnilega aldrei að hafa áhyggjur …

Áhugamennirnir: Fótboltasaga mín 36/100

29. maí 1988. Ísland 0 : Ítalía 3 Frá tíu ára aldri hef ég skipulagt líf mitt að miklu leyti í kringum fótbolta. Síðasta aldarfjórðunginn eru teljandi á fingrum þau skipti sem ég hef misst af Framleik í deild eða bikar á höfuðborgarsvæðinu þegar ég hef ekki beinlínis verið upptekinn vegna vinnu, veikinda eða annars …

Reglan: Fótboltasaga mín 34/100

 1. september 2012. Þróttur 3 : Fram 0 Ósanngjarnasta reglan í fótboltanum er sú sem segir að brot á leikmanni sem sloppinn er einn inn fyrir hljóti að þýða rautt spjald. Finnst einhverjum það í alvörunni sanngjarnt þegar markvörður rennir sér í 50/50 tæklingu og brýtur af sér er rekinn af velli, andstæðingarnir fá víti …

Smekksatriði: Fótboltasaga mín 33/100

3. ágúst 2005. FH 2 : Fram 2 (8:9 eftir vítakeppni og bráðabana) 2005 var vonbrigðaár hjá Frömurum. Liðið hafði klárað tímabilið 2005 undir stjórn Ólafs H. Kristjánssonar með glæsibrag. Ólafur var endurráðinn og virtist hafa skýrar hugmyndir um hvað hann ætlaði sér. Mannskapurinn virtist nokkuð sterkur, en eftir á að hyggja voru óvissuþættirnir of …