Glugginn: Fótboltasaga mín 31/100

11. maí 1988. KV Mechelen 1 : AFC Ajax 0 Á níunda áratugnum var sjóndeildarhringur fótboltaáhugamannsins ansi þröngur. Enska boltann mátti sjá á laugardögum á RÚV, en varðandi aðrar deildarkeppnir þurftu menn að láta sér umfjöllun dagblaðanna nægja. Blöðin sögu frá úrslitum og stöðu í fjölda landa. Skotland, Vestur-Þýskaland, Spánn, Ítalía, Frakkland og Holland skutu …

Burstið: Fótboltasaga mín 30/100

30. ágúst 1987. Fram 5 : Víðir 0 „Hvað er aftur metið fyrir stærsta sigur í bikarúrslitaleik?“ – spurði rallhálfur Garðbæingur yfir hlandskálunum á Laugardalsvelli í leikhléinu síðasta sumar. Stjarnan var að vinna Framara með tveimur mörkum gegn engu og Silfurskeiðarmenn virtust hafa ástæðu til að vera roggnir. Ég umlaði eitthvað, en vissi auðvitað svarið …

Úrhellið: Fótboltasaga mín 28/100

16. september 2001. KR 2 : Fram 1 Sumarið 2001 var ég í Edinborg að skrifa ritgerð um sagnfræðilegar deilur um orsakir Svarta dauða. Á leikdögum hjá Fram fór ég í næsta tölvuver og rífressaði Textavarpið. Reyndar voru einhverjar smátextalýsingar á Vísi, ein og ein setning um gang leiksins á 5-10 mínútna fresti. Það var …

Tárin: Fótboltasaga mín 27/100

1. september 1985. Fram 1 : Þróttur 1 Ég er hættur að gráta sorgartárum yfir fótboltaúrslitum. Áratugareynsla og harðnað hjarta hafa gert það af verkum að ég þoli jafnvel sárustu ósigra án þess að brynna músum, þótt auðvitað bölvi maður í hljóði. Ég man raunar ekki hvenær ég skældi síðast yfir fótboltatapi, en ég man …

ÓL: Fótboltasaga mín 26/100

26. september 2000. Chile 1 : Kamerún 2 Haustið 2000 fór ég til náms til Edinborgar í Skotlandi. Mig langaði að læra félagsfræði vísindaþekkingar (hroðvirknisleg þýðing á Sociology of Scientific Knowledge) og lét Skúla Sigurðsson vin minn benda mér á vænlega skóla. Niðurstaðan var sú að Lancaster, Edinborg eða Holland kæmu helst til greina. Ég …