18. maí 1994. AC Milan 4 : Barcelona 0 Stundum tala íþróttafréttamenn eins og fótbolti hafi verið fundinn upp haustið 1992. Það eru áhrif frá Sky Sports, sem miða upphaf tímatalsins við stofnun ensku úrvalsdeildarinnar, þegar nokkur af ríkustu félögum þeirrar fornfrægu knattspyrnuþjóðar ákváðu að taka til sín enn stærri hluta af kökunni. Fyrir vikið …
Monthly Archives: apríl 2014
Ljósmyndirnar: Fótboltasaga mín 52/100
15. júlí 1987. Keflavík 0 : Fram 2 Árið 1955 fluttu afi og amma til Reykjavíkur frá Ísafirði. Amma var innfæddur Ísfirðingur en afi, Haraldur Steinþórsson, hafði verið sendur vestur af Sósíalistaflokknum um nokkurra ára skeið þar sem flokkinn vantaði bæjarfulltrúaefni. Afi var fæddur félagsmálamaður og hafði stjórnað íþróttafélaginu Vestra samhliða pólitíska vafstrinu fyrir vestan. …
Mótaskráin: Fótboltasaga mín 51/100
18. ágúst 1983. ÍR 1 : Stjarnan 3 Ég sýktist af fótboltabakteríunni árið 1983, átta ára gamall. Á þeim tíma var ég ekki fær um að gera greinarmun á hágæða- og lággæðafótbolta. (Sumir myndu segja að ég ætti enn við það vandamál að stríða.) Ég drakk í mig allt sem tengdist knattspyrnu. Las allar fótboltabækurnar …
Jesper: Fótboltasaga mín 50/100
16. ágúst 2009. Breiðablik 3 : Fram 3 Í fótbolta er það ekki alltaf niðurstaðan sem skiptir mestu máli, heldur leiðin að henni. Jafntefli eru bestu dæmin um það. Jafntefli þýðir vissulega að bæði lið fá sitt stigið hvort – en liðinu sem skoraði á undan finnst það hafa tapað, meðan hitt liðið fagnar nánast …
Atvikið: Fótboltasaga mín 49/100
5. júní 1995. KR 3 : Fram 1 Eftir að ég hóf að birta knattspyrnuævisögu mína á þessum vettvangi hef ég fengið ýmsar fyrirspurnir um hvort og þá hvenær ég muni skrifa um þennan leikinn eða hinn. Langflestir spyrja þó sömu spurningarinnar: „Hvenær ætlarðu að skrifa um innkastið?“ – Föstudagurinn langi var hið augljósa svar. …
Veitingahúsið: Fótboltasaga mín 48/100
9. september 2006. Þór 1 : Fram 0 Það er antíklímax að fagna titli eftir tapleik: að horfa upp á liðið sitt tapa en fá svo fregnir af hagstæðum úrslitum annars staðar sem tryggja toppsætið. Að halda sér svona í deildinni er allt annað mál. Þá getur maður ekki leyft sér neina heimtufrekju, heldur fagnar …
Grafarþögn: Fótboltasaga mín 47/100
27. september 2008. Keflavík 1 : Fram 2 Það var gaman að vera Framari sumarið 2008. Þorvaldur Örlygsson tók við liðinu fyrir tímabilið og gekk strax í að þétta vörnina. Eftir átján umferðir var markatala liðsins 23:15, sem er fjári gott. En þó lítið væri skorað í Framleikjunum, þá lék liðið alls ekki leiðinlegan bolta. …
Málagjöldin: Fótboltasaga mín 46/100
24. júlí 2011. Úrúgvæ 3 : Paragvæ 0 Fyrsta Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, Copa America, var haldin árið 1916. Af því tilefni verður haldin aukakeppni á 100 ára afmælinu, þrátt fyrir að næsta reglubundna Suður-Ameríkukeppni fari fram árið áður. Og hvar verður afmælismótið haldið? Jú, í Bandaríkjunum – hvar annars staðar? Kapítalisminn lætur ekki að sér …
Ólafur: Fótboltasaga mín 45/100
5. ágúst 1987. Fram 6 : Völsungur 0 Er til mikið göfugri starfstétt en varamarkverðir? Jújú, einhver kynni að nefna barnalækna og hjúkrunarfólk sem starfar á stríðshrjáðum svæðum: en þau fá þó a.m.k. að hafa eitthvað fyrir stafni. Varamarkvörðurinn mætir á allar æfingar, klæðir sig upp fyrir leikinn og situr svo bara og bíður. Hann …
Indira: Fótboltasaga mín 44/100
28. september 2000. Hearts 3 : Stuttgart 2 Mitt Kennedy/Lennon/Díönu-móment var 31. október 1984 þegar ég heyrði fréttirnar af morðinu á Indiru Gandhi. Ég var níu ára og kominn með brennandi áhuga á fréttum, pólitík og heimsmálunum. Þennan dag lá ég veikur heima með flensu, þegar ég heyrði fréttirnar í útvarpinu. Mér fannst sem allt …