17. júní: Fótboltasaga mín 43/100

17. júní 1999. Fram U23 3 : Grindavík 3 (7:6 eftir vítaspyrnukeppni) Ég hef einu sinni fengið hraðasekt. Það var á heimleið úr Garðinum eftir tap. Það er freistandi að kenna leiknum um hraðaksturinn, þótt skýringin hafi líklega fremur verið sú að eftir greiðan og hraðan akstur eftir Reykjanesbrautinni er heilinn einhvern veginn ekki stilltur …

Költið: Fótboltasaga mín 42/100

17. júní 1992. Frakkland 1 : Danmörk 2 Danska landsliðið hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Ég viðurkenni fúslega að þessi afstaða mín er ekkert sérstaklega göfug og lítur fram hjá því að danska landsliðið á níunda áratugnum var alls góðs maklegt og í raun hálfgert Öskubuskuævintýri. En það var bara eitthvað við allt …