Lýðveldið: fótboltasaga mín 60/100

17. júní 1994. Þýskaland 1 : Bólivía 0 „Samba á Laugardalsvelli!“ – Einhvern veginn svona hljóðaði auglýsing KSÍ um vináttuleik vorið 1994. Andstæðingarnir voru reyndar ekki Brasilíumenn… heldur Bólivía. Þetta er líklega í fyrsta sinn í sögunni sem Bólivía hefur verið sérstaklega tengd við samba. Í bólivíska landsliðinu var enginn þekktur leikmaður. Þorri liðsins lék …

Vorskemmtunin: Fótboltasaga mín 58/100

24. apríl 1988. Luton 3 : Arsenal 2 Melaskóli var ansi fjölmennur á níunda áratugnum. Í tólf ára bekknum mínum voru 27 krakkar og fimm bekkjardeildir í árgangi. Það þýddi að vorskemmtun skólans, þar sem nemendum og foreldrum var stefnt til að hlusta á barnakór, falskan flautuleik yngri barnanna og önnur tilfallandi skemmtiatriði, þurfti að …

Þokan: Fótboltasaga mín 57/100

 8. júlí 2013. Grótta 1 : Fram 2 Er gott að dragast gegn neðrideildarliði í bikarkeppninni? Um þessa spurningu mætti skrifa langar ritgerðir á sviði leikjafræði. Tölfræðin segir okkur að íslensk efstudeildarlið vinna nánast alltaf andstæðinga úr þriðju efstu deild eða neðar og komast þannig áfram í keppninni. Neðrideildarandstæðingur færir lið því langoftast nær lokamarkmiðinu …

Lögfræðingurinn: Fótboltasaga mín 55/100

 18. september 1999. Fram 3 : Víkingur 2 Ég hef aðeins einu sinni verið kallaður fyrir rétt í dómsal. Það var í félagsdómi og ég var vitni í máli gegn Orkuveitunni sem varðaði ólöglega uppsögn á trúnaðarmanni. Lögfræðingur Orkuveitunnar í málinu var Anton Björn Markússon. Hann sat frekar lúpulegur undir réttarhaldinu, enda vissi hann að …

Fundurinn: Fótboltasaga mín 54/100

26. janúar 2013. Norwich 0 : Luton 1 Ég kláraði að mestu kvótann minn í flokkspólitísku starfi í Alþýðubandalaginu. Gekk í flokkinn sextán ára, seint á árinu 1991. Lenti fljótlega í ýmsum stjórnum bæði í ungliðahreyfingunni og síðar í Framsýn, einu fjölmargra aðildarfélaga flokksins í Reykjavík. Ég var eins og grár köttur á flokkskontórnum næstu …