Fótboltasaga mín 66/100: Lögspekingurinn

22. ágúst 1999. Fram 0 : ÍBV 2 Ásgeir heitinn Elíasson var frábær þjálfari. Það orðspor fylgdi honum hins vegar að hann blandaði sér helst ekki mikið í það hvaða leikmenn fengnir væru til liðsins. Þar vildi hann frekar treysta á dómgreind stjórnarmanna eða annarra þeirra sem hann treysti og ynni svo með þann mannskap …

Fótboltasaga mín 65/100: Lurkurinn

23. september 2005. Luton 2 : Sheffield Wednesday 2 Vorið 2005 komst Luton upp í næstefstu deild í fyrsta sinn í áratug. Við fórum upp sem meistarar, með tólf stigum meira en Hull sem var í öðru sætinu. Mike Newell, gamli Liverpool- og Blackburn-framherjinn, var við stjórnvölinn. Hann var sérlundaður en góður stjóri. Með tímanum …

Fótboltasaga mín 64/100: Dyraverðirnir

 26. september 1998. Grindavík 4 : Fram 2 Það var spenna í loftinu fyrir lokaumferðina 1998. KR eygði möguleikann á sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í þrjá áratugi með sigri á Eyjamönnum á heimavelli. Á sjötta þúsund manns mætti í Frostaskjól, þar sem ÍBV fór með sigur af hólmi. Á vellinum voru flestir eða allir fastráðnu íþróttafréttamenn …

Fótboltasaga mín 63/100: Fram Vest

27. júlí 2003. KR 3 : Fram 1 Sumarið 2003 bjargaði Fram sér frá falli í lokaumferðinni. Ekkert óvænt við það. Þetta var fimmta árið í röð sem við biðum fram í átjánda leik með að tryggja sætið. Það var orðið ansi hvimleitt. Annað sem var hvimleitt, var hin reglubundna heimsókn í Frostaskjólið þar sem …

Fótboltasaga mín 62/100: Rangstaðan

15. júní 1986. Sovétríkin 3 : Belgía 4 Er ekki fyrsta HM í fótbolta sem maður upplifir alltaf sú besta? Það er að minnsta kosti mín kenning. Ég þekki menn sem verða meirir þegar hin nálega markalausa keppni á Ítalíu 1990 berst í tal, aðrir fá stjörnur í augun þegar talað er um 1994 í …