Fótboltasaga mín 69/100: Veislustjórinn

3. október 2009. Fram 2 : Breiðablik 2 (6:7 eftir vítakeppni og bráðabana) Ég tek ekki að mér veislustjórnun. Á síðustu árum hef ég nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um hvort ég væri til í að veislustýra fyrir hina eða þessa. Oft hafa góð laun verið í boði og yfirleitt svart. Ég hef alltaf neitað. Ég …

Fótboltasaga mín 68/100: Fagnið

8. júlí 1996. Fram 8 : Þór 0 Áður en Stjörnumenn byrjuðu á fábjánafagnaðarlátunum sínum fyrir nokkrum árum síðan, rækilega hvattir áfram af apaköttum á internetinu, voru Eyjamenn með sín „fögn“. Þau kættu skiljanlega þeirra eigin stuðningsmenn og stöku hrifnæma íþróttafréttamenn. Stuðningsmenn annarra liða urðu bara pirraðir. Leikmenn annarra fótboltaliða sem fagna óhóflega eru jafnleiðingjarnt …

Fótboltasaga mín 67/100: Baulið

5. apríl 2009. Luton 3 : Scunthorpe 2 Það var magnað að horfa á áhorfendaskarann á úrslitaleiknum á HM í Brasilíu gefa sér tíma í öllum hamagangnum og látunum eftir að úrslitin lágu fyrir, til að baula hraustlega á Sepp Blatter, hinn alræmda forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Við Luton-stuðningsmenn eigum sambærilegt augnablik. Það var sunnudaginn fimmta apríl …