2. janúar 1985. Reykjavíkurúrvalið 1 : Luton 3 Hvers vegna held ég með Luton? Tjah, þetta var liðið sem ég valdi þegar ég var átta ára við dramatískar aðstæður (meira um það síðar). En maður þarf samt ekki að kvænast fyrstu kærustunni! Það er fullt af dæmum um að menn hafi valið illa í byrjun …
Monthly Archives: ágúst 2014
Fótboltasaga mín 70/100: Varaliðið
14. september 1991. Fram 3 : ÍBV 0 Mér þykir nokkuð vænt um Víkinga. Held að það sé nokkuð almenn afstaða hjá Frömurum, í það minnsta hef ég varla hitt nokkurn mann úr okkar röðum sem er í nöp við Víking. Það er enginn hörgull á Valshöturum, menn sem er illa við KR, Fylkismenn eiga …
Fótboltasaga mín 69/100: Veislustjórinn
3. október 2009. Fram 2 : Breiðablik 2 (6:7 eftir vítakeppni og bráðabana) Ég tek ekki að mér veislustjórnun. Á síðustu árum hef ég nokkrum sinnum fengið fyrirspurnir um hvort ég væri til í að veislustýra fyrir hina eða þessa. Oft hafa góð laun verið í boði og yfirleitt svart. Ég hef alltaf neitað. Ég …
Fótboltasaga mín 68/100: Fagnið
8. júlí 1996. Fram 8 : Þór 0 Áður en Stjörnumenn byrjuðu á fábjánafagnaðarlátunum sínum fyrir nokkrum árum síðan, rækilega hvattir áfram af apaköttum á internetinu, voru Eyjamenn með sín „fögn“. Þau kættu skiljanlega þeirra eigin stuðningsmenn og stöku hrifnæma íþróttafréttamenn. Stuðningsmenn annarra liða urðu bara pirraðir. Leikmenn annarra fótboltaliða sem fagna óhóflega eru jafnleiðingjarnt …
Fótboltasaga mín 67/100: Baulið
5. apríl 2009. Luton 3 : Scunthorpe 2 Það var magnað að horfa á áhorfendaskarann á úrslitaleiknum á HM í Brasilíu gefa sér tíma í öllum hamagangnum og látunum eftir að úrslitin lágu fyrir, til að baula hraustlega á Sepp Blatter, hinn alræmda forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Við Luton-stuðningsmenn eigum sambærilegt augnablik. Það var sunnudaginn fimmta apríl …