Fótboltasaga mín 80/100: Passíusálmur nr. 52

12. júní 1992. Grótta 2 : Skallagrímur 1 Evrópumótið í knattspyrnu 1992 fór fram í Svíþjóð. Meðal þátttökuliða var Samveldi sjálfstæðra ríkja, skammvinnt millistig sem var við lýði um skamma stund meðan verið var að skipta upp Sovétríkjunum. Aðeins 25 áhorfendur fylgdu liðinu til Svíþjóðar. Í ringulreiðinni eftir hrun Sovétríkjanna var skemmtiferð yfir Eystrasaltið ekki …

Fótboltasaga mín 79/100: Morgunkaffið

12. júní 2002. Svíþjóð 1 : Argentína 1 Á fyrri hluta tuttugustu aldar ákvað þing Alþjóða Ólympíunefndarinnar að nálega strika Ólympíuleikana 1906 út úr sögunni. Leikarnir höfðu raunar lukkast ágætlega og björguðu andliti Ólympíuhreyfingarinnar eftir misheppnaða Parísar- og St. Louis-leika tveimur og sex árum fyrr. En vanþakklátir íþróttaforkólfarnir horfðu fremur til þess hvað það yrði …

Fótboltasaga mín 78/100: Illkvittnin

5. september 1992. Fram 2 : Víkingur 1 Ég er ekki viss um að það að hafa brennandi áhuga á fótbolta geri mann endilega að betri manneskju. Fátt nærir þórðargleði meira en úrslit fótboltaleikja. Jafnvel þótt liðið manns tapi má einatt sækja nokkra huggun í enn meiri ófarir annarra. Árið 1992 var mikið vonbrigðaár hjá …