27. ágúst 2013. Fram 3 : Stjarnan 3 (6:4 eftir vítakeppni) Framarar eru góðir í undanúrslitaleikjum. Frá því að bikarkeppni KSÍ var komið á legg árið 1960 hefur Fram aðeins einu sinni tapað í undanúrslitum en átján sinnum farið með sigur af hólmi. Það er mögnuð tölfræði. Þetta væri þeim mun ánægjulegra ef ekki kæmi …
Monthly Archives: desember 2014
Fótboltasaga mín 90/100: Ræðukeppnin
25. september 1993. Fram 2 : KR 4 Þegar mótanefnd KSÍ birtir leikjaplan næsta tímabils láta flestir nægja að tékka á fyrstu tveimur umferðunum og þeirri síðustu. Fjölmiðlarnir reyna að sigta út stórleikina og giska á hvar úrslitin kunni að ráðast. Hinn augljósi úrslitaleikur sumarsins 1993 – áður en mótið hófst – var viðureign Fram …
Fótboltasaga mín 89/100: Metsölubókin
27. júlí 2007. Fjarðabyggð 0 : Fjölnir 2 Það mun kom að því að einhver bókaútgefandinn kveiki á að láta semja Öskubuskusögu íslenskrar knattspyrnusögu. Hún mun segja frá Skallagrímsliðinu á tíunda áratugnum, Víði Garði sem fór alla leið í bikarúrslit, Leiftri Ólafsfirði og Völsungi frá Húsavík á ofanverðum tíunda áratugnum og Ísafjarðarliðinu 1983. Það verður …
Fótboltasaga mín 88/100: Helgarbíltúrinn
10. september 1983. Reynir Sandgerði 0 : Fram 1 Framarar féllu haustið 1982 með fimmtán stig, tveimur stigum minna en Valur, liðið í fimmta sætinu. Þetta var skrítið mót sem einkenndist af fáum mörkum og fáránlega mörgum jafnteflum. Þannig urðu Víkingar Íslandsmeistarar á sjö sigrum og níu jafnteflum í átján leikjum. Þeir skoruðu aðeins 25 …
Fótboltasaga mín 87/100: Mótanefndin
3. september 1989. Fram 2 : KR 1 Fótboltarassvasasálfræði 101: Þegar lið mætast í samliggjandi leikjum í deild og bikar, vinnur liðið sem tapaði fyrri viðureigninni oftar en ekki þá síðari. Allir knattspyrnuáhugamenn eru með þessi sannindi á hreinu, þótt ég sé ekki viss um að þau standist tölfræðilega rannsókn. Það eru samt alltaf blendnar …
Fótboltasaga mín 86/100: Orðhákurinn
8. janúar 2006. Luton 3 : Liverpool 5 Mike Newell myndi sóma sér vel sem söguhetja í tragískri skáldsögu. Hann er snjall knattspyrnustjóri, mögulega sá besti sem þjálfað hefur Luton frá því á níunda áratugnum, en skapgerðarbrestir og þvergirðingsháttur hefur gert það að verkum að honum hafa ekki boðist nein þjálfunarstörf frá 2009. Hann var …
Fótboltasaga mín 85/100: Pungsparkið
18. september 1991. KR 0 : Torino 2 Kennedy-móment karlmanna af minni kynslóð var þegar Búlgarinn Trifon Ivanov varði þrumuskot eins þýska leikmannsins í fjórðungsúrslitunum á HM 1994 með pungnum. Það small í og Berti Vogts spurði í forundran: „Hvað brast þar svo hátt?“ – „Heimsmeistaratitillinn úr hendi þér, stjóri“, svaraði einhver á bekknum. Meðan …
Fótboltasaga mín 84/100: Vefsíðan
4. ágúst 2013. Fram 2 : Breiðablik 1 Konan mín er frá Neskaupstað. Þótt Steinunn hafi að mestu alist upp á höfuðborgarsvæðinu er hún í hjarta sínu Norðfirðingur. Þar eyddi hún sumrunum, þar bjuggu margir bestu vinir hennar og þaðan gerir tengdapabbi út trilluna sína. Um leið og við Steinunn tókum saman varð ljóst að …
Fótboltasaga mín 83/100: Rangfærslurnar
21. maí 2000. Grindavík 3 : Fram 0 Ein af mörgum dagvinnum mínum (sem ég vinn þó að óþarflega miklu leyti á nóttunni) er að semja fyrir spurningaþátt í sjónvarpi. Þátturinn hefur mikið áhorf og er mikilvæg stofnun í helgarrútínu fjölda fólks. Það hefur því miklar skoðanir á því hvernig ég vinn vinnuna mína. Stundum …
Fótboltasaga mín 82/100: Væntingastjórnun
13. febrúar 2012. Fram 5 : KR 0 Fótbolti er móðir rassvasasálfræðinnar. Í grunnin er íþróttin einföld og býður ekki upp á miklar fabúlasjónir fram og til baka, en engu að síður er hún rædd linnulítið í blöðum, útvarpsþáttum og einkasamtölum. Út frá því spretta misgáfulegar kenningar um sálfræðilegt mikilvægi hinna ólíklegustu atriða. Hver kannast …
Continue reading „Fótboltasaga mín 82/100: Væntingastjórnun“