Óskaplega er það nú gott að hafa loksins unnið leik eftir alla þessa tapleiki. Þegar Eyjamennirnir jöfnuðu í uppbótartíma var ég skíthræddur um að leikurinn myndi tapast og mórallinn í kjölfarið fara í ræsið. Svona sigur gæti hins vegar orðið til að stríðsgæfan fari að snúast.
Einu verð ég þó að tuða yfir:
Það er ÓÞOLANDI þegar lið beita þeirri taktík sem Eyjamenn stunduðu í þessum leik, þegar þeirra varnarmenn liggja eftir og Framararnir spyrna knettinum útaf þá koma þeir knettinum ekki út af vellinum eftir innkastið, heldur negla lengst fram á völlinn og pressa svo upp með hálft liðið.
Þetta gerðist ekki einu sinni eða tvisvar, heldur margítrekarð. Þetta er einfaldlega misnotkun á almennum siðareglum. Svona á ekki að spila. Skamm, skamm!