GB drátturinn

Hélduð þið virkilega að Gettu betur-nörd landsins myndi sleppa því­ að blogga um dráttinn í­ 1. umferð GB, bara vegna þess að ég hef látið af dómgæslu? Hahaha… ég verð Össur Skarphéðinsson þessarar keppni í­ ár (blogga um hana á nóttunni, hugsanlega fullur, með allskyns blammeringum og gí­furyrðum).

Það er vænlegt lið sem stendur að keppninni í­ ár. Drátturinn sætti hins vegar litlum tí­ðindum.

Keppni Iðnskólans og FG; Akraness og Austur-Skaftafellssýslu; Suðurnesja og írmúlaskóla & Egilsstaða og Norðfjarðar gætu allar reynst jafnar, önnur úrslit ættu að verða fyrirsjáanleg.

Mér segja kunnugir menn að MR sé með langsterkasta liðið í­ ár. MH er alltaf sterkt og MA, MK og MS ættu að geta gert vel. Aðrir séu varla lí­klegir til stórafreka.

Þessor spádómar verða þó augljóslega teknir til endurskoðunar eftir fyrstu umferðina sem hefst annan föstudag. Ég þarf lí­ka að velja skóla til að halda með (onei, MR getur ekki gengið að stuðningi mí­num ví­sum).

# # # # # # # # #

Á morgun (í­ dag, tæknilega séð) verður framboðslisti VG í­ kosningunum í­ Reykjaví­k borinn upp til samþykktar. Þá lýkur mikilli vinnu okkar í­ uppstillingarnefndinni. Alltaf gaman að klára verkefni og vonandi mælist framboðslistinn vel fyrir.