Skoðanakönnunin frá Gallup í dag (sem var raunar samhljóða könnun Mannlífs) er mögnuð. VG mælist með 27,7% fylgi – og er t.d. stærsti flokkur landsins meðal kvenna.
Nú trúi ég því illa að þetta verði niðurstöður kosninganna. Þar held ég að muni meðal annars spila inní að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking munu hver um sig auglýsa fyrir margfalda þá upphæð sem VG getur sett í slíkar æfingar.
En bara svona til gamans – fór ég að leika mér að því að giska á hvernig þingsætum yrði úthlutað miðað við þessar niðurstöður. Ef haft er í huga hvernig síðustu kannanir hafa jafnast niður – og sú staðreynd að Rvík-norður er eitt sterkasta vígi VG – sýnist mér að Steinunn sé komin inn á þing, en Jón Sigurðsson ekki. Farið hefur fé betra.
Megi Moggabloggið kjósa Jón Sigurðsson sem leiðtoga sinn!