Fólk dagsins
Klúðraði því að blogga í gær. Hafði hugsað mér að nota matartímann í það, en lenti á hádegisfundi í Norræna húsinu á vegum Sagnfræðingafélagsins. Eftir hálfan mánuð eigum við Skúli Sigurðsson að tala þar. Það verður eflaust fróðlegt.
Nema hvað – dembum okkur þá í að velja fólk dagsins:
Slúbbert dagsins: Jakob Bjarnar á Fréttablaðinu – maðurinn sem reynir að flæma írmann af netinu.
Nýi lesandi dagsins: Afi – sem tilkynnti mér í gær að hann væri farinn að lesa bloggið okkar Þóru systur. Má í kjölfarið búast við að frásögnum af svalli og óhófslíferni fari mjög fækkandi á þessari síðu.
Maður-þekkir-mann-sem-þekkir-mann dagsins: Jónína Sóley, gamla bekkjarsystir mín úr menntó bauðað sögn Þóru systur í kvöldmat. Maður Sóleyjar er Þórmundur Jónatansson, en hann var einn af gulldrengjum Eggerts Þórs Bernharðssonar í sagnfræðinni á sínum tíma. Gulldrengirnir voru kostulegur hópur.
Gestur dagsins: eða öllu heldur gærdagsins, var Óli Gneisti. Hann kom loksins í heimsókn í gær ásamt sinni ektakvinnu. Þau voru að sækja peysu. – Sjálfur var ég ekki heima eins og fram mun koma.
Sessunautur dagsins: – ókey, ókey – gærkvöldsins, var Kristbjörn. Sat við hliðina á honum í gegnum tvær spurningakeppnir í gær. Alltaf er jafnskemmtilegt að sjá hvað „stóru skólarnir“ í Gettu betur eru til í að sjá plott og samsæri í hverju horni. Lið og liðstjórar MH, Versló og MR voru í startholunum allan tímann að hrópa „svindl, óréttlæti, tvígrip, skref, ruðningur!“ og lúsleituðu að villum í spurningum og dómgæslu Svenna (sem ekki fær link því hann er aumingjabloggari). – Þetta gerðist þrátt fyrir að Versló og MH hafi bæði unnið sínar viðureignir fremur auðveldlega og MR hafi ekki einu sinni verið að keppa…
Ofnæmissjúklingur dagsins: Palli – (sem einu sinni var kallaður Palli pökn, ekki pönk – heldur p-ö-k-n). Hann er með alvarlegt kattarofnæmi en keypti sér samt persneska kisu. Hann verður dauður úr astma innan viku. Á gær litum við Páll á Kaffi Stíg, þá skítabúllu. Á kjölfarið bjuggum við svo til barmmerki heima í stofu. Þar sat Steinunn og klambraði saman örgrein sem væntanlega mun birtast á UVG-vefnum í dag eða á morgun.
Nafngift dagsins: gullfiskurinn á Mánagötunni heitir „Fiskur“, enda er hann fiskur og það því mjög lýsandi heiti. Til stóð á tímabili að hann fengi nafnið „Þorskur“, en við óttuðumst að það kynni að stíga honum til höfuðs. Palli fór hins vegar alla leið með þetta og nú hefur persneski kettlingurinn fengið nafnið Hundur.
Jamm.