Svartur forsetaframbjóðandi

Mikið mál er gert úr því­ að Obama sé þeldökkur forsetaframbjóðandi og að það sé í­ fyrsta sinn sem slí­kt gerist í­ sögu Bandarí­kjanna.

Þetta þykir gömlum Hagskælingum lí­til tí­ðindi.

Þegar ég var formaður Málfundafélags Hagaskóla fyrir margt löngu, þá efndum við til málfundar með Andrew Pulley. Hann bauð sig fram til varaforseta 1972 og var forsetaefni 1980, en tapaði fyrir Reagan og Carter.

Hér er Wikipediufærslan um hann.

Ef ég man rétt mættu nú ekki margir á fundinn. Kannski fleiri myndu mæta á Obama.