Áróðursstríð á fótboltavellinum

Norður-Kórea er skrí­tið rí­ki. Á orði kveðnu á það að heita í­ strí­ði við granna sí­na í­ suðri, en á sama tí­ma má færa fyrir því­ rök að efnahagslegur stuðningur sunnanmanna haldi landinu á floti.

Á í­þróttasviðinu eiga Norður- og Suður-Kóreumenn einnig í­ afar sérkennilegu sambandi. ímist koma rí­kin fram sem ein heild (eins og stundum á setningu vetrarólympí­uleika) og oft er rætt um að sameina landslið þeirra í­ flokkaí­þróttum – en á öðrum tí­mum eru þetta erkifjendur í­ keppni.

Fótboltinn er sérkennilegt dæmi um þetta. Þar hafa Norður-Kóreumenn öflugu liði á að skipa. Aðalmaðurinn er Jong Tae-Se, sem er lí­klega besti knattspyrnumaður Así­u í­ dag. Það er bara tí­maspursmál hvenær hann fer til evrópsks stórliðs (þið lásuð það fyrst hérna!) Hann er raunar fæddur og uppalinn í­ Japan, hefur varla komið til Norður-Kóreu nema til að leika landsleiki og deilir ekki kjörum með félögum sí­num í­ landsliðinu að neinu leyti.

Nema hvað – Â Norður-Kórea er í­ bullandi séns að komast í­ úrslitakeppni HM 2010. Á dag lék lið þeirra fyrsta leikinn í­ fimm liða úrslitariðli (þar sem tvö efstu liðin komast beint áfram og það þriðja fer í­ úrslitaleiki). Kóreumenn unnu Sameinuðu arabí­sku furstadæmin á útivelli og tóku þarmeð stórt skref í­ átt til Suður-Kóreu.

Næsti leikur er gegn Suður-Kóreu – liði sem var lí­ka með Norður-Kóreu í­ milliriðli. Undir eðlilegum kringumstæðum myndi maður ætla að Norður-Kóreustjórn leggði ofuráherslu á að vinna óvininn fyrir framan troðfullum leikvangi í­ höfuðborg sinni og nota tækifærið til að sýna illu kapí­talistunum í­ suðri glæsilega skrautsýningu. Það er ekki á hverjum degi sem hálf suður-kóreanska þjóðin situr lí­md fyrir framan sjónvarpið og horfir á slí­kar samkomur.

En Kim Jung-Il og félagar þora ekki að taka sénsinn. Þegar þessi staða hefur komið upp, að Norður-Kórea á heimaleik gegn Suður-Kóreu í­ flokkaí­þrótt, þá finna norðanmenn sér yfirleitt átyllur til að flytja keppnina eitthvert annað – oftar en ekki til Kí­na.

ímsar skýringar kunna að vera á þessari hegðun. Ein er sú að smkv. áróðri Kóreu-stjórnar, hafa í­búar sunnan landamæranna skömm á öllum táknum Suður-Kóreu, s.s. þjóðsöng og fána. Það yrði því­ óheppilegt að sjá hóp suður-kóreanskra knattspyrnumanna syngja þjóðsönginn og hylla fánann. Og þótt tilhugsunin um sigur á vondu amerí­kanavinunum á heimavelli sé örugglega ljúf, er hálfu verra að hugsa sér ósigur fyrir framan tugþúsundir manna og e.t.v. einhverja af helstu leiðtogum Kommúnistaflokksins. – Þá er skárra að  taka ekki sénsinn, spila heimaleikinn í­ öðru landi og þagga niður fréttir af slæmum úrslitum.

Meira um þetta í­ næstu viku…Â