Sturlubræður samtímans?

Bræðurnir Ormsson komu mjög við sögu rafvæðingar á Íslandi á bernskuskeiði hennar, sem mikilvirkir framkvæmdamenn og innflutningsaðilar á nauðsynlegum búnaði. Nafngiftin var rökrétt: þeir voru jú bræður og pabbi þeirra hét Ormur.

Furðulegra hefur mér alltaf þótt viðurnefni Sturlubræðra, sem voru umsvifamiklir kaupmenn og fjárfestar á fyrstu árum tuttugustu aldarinnar. Oftast nær þegar rætt var um að ráðast í dýrar framkvæmdir eða hrinda gróðafyrirtækjum af stokkunum, voru Sturlubræður nefndir til sögunnar.

Nema hvað – bræðurnir hétu Sturla Jónsson og Friðrik Jónsson. Maður hlýtur því að spyrja sig hvort Friðriki hafi aldrei fundist hann hafa dregið stutta stráið varðandi viðurnefnið. Af hverju ekki Friðriksbræður eða Bræðurnir Jónsson?

Og í beinu framhaldi af þessu: er Steingrímur Wernersson e.t.v. Friðrik Jónsson sinnar kynslóðar?