Í síðustu bloggfærslu spáði ég því að HM yrði stórkostleg vonbrigði fyrir Evrópu en stórsigur fyrir Vesturálfu.
Nú ætla ég að ganga lengra og spá því að lágmark fjögur lið í fjórðungsúrslitunum komi frá Vesturheimi – og raunar sé allt eins líklegt að liðin verði fimm.
Evrópa gæti náð þremur liðum í fjórðungsúrslitin, en líklega verða þau bara þrjú. Þar af munu Serbar verða meðal þjóða.
Afgangurinn (eitt eða tvö sæti) munu koma í hlut Afríku, sem hlytu að teljast vonbrigði á þeim bænum.
Hvaða stuðul ætli ég gæti fengið hjá veðbönkum ef ég veðjaði á að allar CONMEBOL-þjóðirnar fimm fari í fjórðungsúrslitin?