Þriðji þátturinn af „æsilegum ævintýrum“ Gísla Pálssonar og Ara Trausta var í gær. Fyrstu tveir þættirnir voru helgaðir því að sýna Gísla raka sig og sofa í flugvélum – þannig að flestir áhorfendur voru líklega búnir að uppgötva að ekki væri stórtíðinda að vænta í þriðja þættinum, enda reyndist það raunin.
Á ljós hefur komið að asnalega tilgátan um að norræna byggðin á Grænlandi hafi farið í eyði vegna þess að íbúarnir hafi flutt til Norðurpólsins reyndist þrugl. Á staðinn eru Ari Trausti og félagar farnir að daðra við hugmyndina um að þeir hafi flutt til Mæjorka. Það er frábærlega vonbd hugmynd sem væntanlega mun þó kalla á margar sjónvarpsseríur af Gísla að raka sig og borða morgunmat á flugvöllum…
* * *
Tony Blair fékk hjartaáfall…
…en slapp.
– Djö, það er greinilega mánudagur!