Enn eitt Byko-klúðrið

Það heldur áfram að sí­ga á ógæfuhliðina í­ skiptum mí­num við Byko.

Við Steinunn töldum okkur stálheppin að geta fengið heildarlausn á einum stað og létum gera okkur tilboð í­ allt draslið í­ baðherbergið.

Flí­sahugmyndin var fljótlega skotin niður, eins og lesendur þessarar sí­ðu hafa væntanlega fylgst með – þannig að ekki kaupum við gólf- og veggefnið frá Byko.

Þessu næst kom í­ ljós að starfsmaður Byko hafði skrifað upp vitlaus vörunúmer, þannig að tilboðið var gallað. Sem betur fer uppgötvuðum við það þó í­ tí­ma fyrir hreina tilviljun.

Þá var upplýst að afhendingarfresturinn á innréttingunni er lengri en rætt hafði verið um. Spurning hvort við reddum henni ekki annars staðar þess í­ stað.

Og nú sí­ðast kom í­ ljós að klósettið sem starfsmaður Byko reyndi að selja okkur gengur engan veginn nema með stórframkvæmdum. Þetta er farið að vera pí­nulí­tið pirrandi.