Jæja, þá er búið að dæma í líkfundarmálinu svokallaða. Finnst engum öðrum en mér skringilegt að þetta sé alltaf kallað líkfundarmál? Það var svo sem skiljanlegt áður en búið var að bera kennsl á hinn látna og tengja það við sakborningana, en eftir að það var gert hefur nafnið verið ruglingslegt.
Ég skil að það sé hægt að handtaka einhvern fyrir aðild að mannshvarfi – en er aðili að líkFUNDARmáli ekki sá sem FINNUR líkið fremur en sá sem lætur það HVERFA?
Það eru svona spurningar sem halda manni vakandi á nóttunni…