Gormdýrið hefur snúið aftur eftir 46 ára hvíld. Ræsið prentvélarnar! Áður en lengra er haldið, vil ég taka fram að ég er enginn aðdáandi gormdýrsins. Fígúran er að sönnu skemmtileg, en það hefur alltaf böggað mig að hafa furðuskepnu með ofurkrafta í myndasagnaheimi þar sem enginn annar býr yfir slíku. Gormurinn er deus ex machina. …
Author Archives: Stefán
Fótboltasaga mín 100/100
14. maí 1983. Manchester City 0 : Luton 1 Þann 22. janúar í fyrra birti ég fyrstu færsluna af þessum fótboltaminningum mínum. Ég ákvað strax í upphafi að kaflarnir yrðu hundrað talsins og hver um sig myndi fjalla um einn leik sem ég hefði horft á í sjónvarpi, hlustað á í útvarpi eða séð í …
Fótboltasaga mín 99/100: Aðalfundurinn
15. september 1990. Fram 3 : Valur 2 Þegar afi heitinn, Haraldur Steinþórsson, varð sextugur árið 1985 komst hann á 95 ára regluna. Þá þegar hætti hann störfum hjá BSRB, eftir að hafa unnið að verkalýðsmálum í aldarfjórðung. Í kjölfarið var hann hann fenginn til starfa hjá ríkinu, þar sem hann hafði það hlutverk að …
Fótboltasaga mín 98/100: Fnykurinn
26. maí 1993. Marseille 1 : AC Milan 0 Í bók minni um sögu Fram segi ég frá því þegar ég hélt í klukkustund að ég hefði tryggt Fram Íslandsmeistaratitil. Hjartað ólmaðist í brjósti mínu og ég gegnum kollinn flugu hugsanir um hvort betra væri að hlaupa strax í fjölmiðla eða hvort ég ætti að …
Fótboltasaga mín 97/100: Frændurnir
25. febrúar 2001. Hearts 7 : Dunfermline 1 Þegar við Palli frændi hittumst, berst talið oftast nær að Hearts. Sjálfur fylgist ég með því hvort Hearts vinnur eða tapar í deildinni og gef mér tíma í að horfa á einn og einn leik, einkum ef andstæðingarnir eru Hibs. Palli er hins vegar harðari og hefur …
Fótboltasaga mín 96/100: Kvikmyndastjörnurnar
25. ágúst 1990. Þróttur 3 : ÍK 1 Pabbi er gamall Þróttari. Lykilorðið í þessari setningu er „gamall“, því hann æfði og spilaði með Þrótti sem smápatti þegar hann bjó á Lynghaganum og Þróttur var ennþá á Grímsstaðaholtinu. Þetta fannst mér gríðarlega merkilegt og spurði ítrekað út í fótboltaferilinn. Þær sögur voru flestar á einn …
Continue reading „Fótboltasaga mín 96/100: Kvikmyndastjörnurnar“
Fótboltasaga mín 95/100: Silfrið
9. apríl 1989. Luton 1 : Nottingham Forest 3 Áður en ég las bókina Damned United, um Brian Clough og þá sérstaklega ævintýralegar vikur hans í stjórasætinu hjá Leeds, átti ég alltaf erfitt með að skilja dálæti enskra fótboltaáhugamanna á Brian Clough. Hann virkaði á mig eins og hálfgerð bulla sem mönnum þærri sjarmerandi af …
Fótboltasaga mín 94/100: Afmælisgjöfin
11. maí 1986. Fram 2 : Valur 1 Ég á litla minnisbók frá Fjölvís. Allir fundir sem ég þarf að mæta á þurfa að rata í hana, annars gleymi ég þeim, tvíbóka mig eða það sem verra er. Snemma á hverju ári fer ég inn á KSÍ-vefinn og skrifa niður alla leiktíma Framliðsins. Það minnkar …
Fótboltasaga mín 93/100: Guð
16. september 2006. Fram 1 : HK 0 Árið 2013 fór jarðskjálftabylgja um bókmenntaheiminn þegar fréttist af óbirtum sögum eftir J. D. Salinger, þar á meðal smásögu sem væri rekti aðdraganda Bjargvættsins í grasinu. Sögurnar birtust á skrárskiptasíðum á netinu og allir urðu óskaplega spenntir, en samt einhvern veginn vissir um að þetta yrði alltaf …
Fótboltasaga mín 92/100: Félagsmálaforkólfurinn
Ágúst 1983. Knattspyrnufélagið Skörungur : Knattspyrnufélag Tómasarhaga (úrslit óljós) Lengi hélt ég að aðalbókasafn Borgarbókasafnsins hefði að geyma nálega allar bækur sem út hefðu komið á íslensku. Hinn þekkti og aðgengilegi ritaði menningarheimur var samkvæmt því varðveittur í barnabókaherberginu á annarri hæð og því fjarri því óraunhæft markmið að komast yfir hann allan. Sérstaklega átti …
Continue reading „Fótboltasaga mín 92/100: Félagsmálaforkólfurinn“