Fulli karlinn: Fótboltasaga mín 11/100

12. október 1983. Ísland 0 : England 3 Ég bjó í kennarablokkinni við Hjarðarhagann frá fæðingu til níu ára aldurs. Kennarablokkin bar það nafn vegna þess að hún hafði verið byggð af byggingarfélagi kennara. Samt átti brytinn Baui afabróðir minn (sem dó áður en ég fæddist, en  sonur minn heitir beint eða óbeint í höfuðið …

Stelpurnar: Fótboltasaga mín 10/100

7. júní 1988. KR 4 : Fram 1 Ég var ömurleg karlremba sem táningur. Mér til varnar gildir það líklega um flesta táningsstráka. Ég var líka „mansplaining“ týpan – taldi mig gríðalega mikinn jafnréttissinna (átti meira að segja lesendabréf í Veru!) og gat sett á langa fyrirlestra um hvað konur væru grátt leiknar í samfélaginu …

Breiðholtið: Fótboltasaga mín 9/100

 14. júlí 1996. Leiknir 0 : Fram 4 Það versta við að falla niður um deild fyrir stuðningsmenn „stórs félags“ eru leikirnir við liðin sem eru fyrir „neðan manns virðingu“. Ég veit að þetta hljómar hrokafullt – og auðvitað er þetta hrokafullt – en svona er það nú samt. Erfiðasta stund Skagamanna á komandi sumri verður …

Glímufélagið: Fótboltasaga mín 7/100

24. apríl 1990. Fram 11 : Ármann 0 Ég var á bólakafi í félagslífi á gagnfræðaskólaárunum. Sat í ritstjórn skólablaðsins, var í ræðuliðinu og formaður Málfundafélags Hagaskóla í tvö ár. Tók reyndar við því embætti eftir kosningu gegn Líf Magneudóttur flokkssystur minni. Auk þessa var í nokkurs konar vísi að ungliðahreyfingu herstöðvaandstæðinga, sem bjó til …

Landsfundurinn: Fótboltasaga mín 6/100

 7. nóvember 2003. Thurrock 1 : Luton 1 Kosningarnar 2003 urðu vonbrigði fyrir VG. Búist hafði verið við fylgisaukningu en í staðinn tapaði flokkurinn manni og íhaldið og Framsókn fengu áframhaldandi umboð til að stjórna landinu, rétt eftir að hafa gengist í ábyrgð fyrir Íraksstríðinu. Næstu mánuðina sleiktu menn sárin, en á landsfundinum í nóvember …

Slátrunin: Fótboltasaga mín 5/100

7. nóvember 1987. Manchester City 10 : Huddersfield 1 „Hvað segir þú um stöðu Vilhjálms?“ – spurði einhver blaðamaðurinn Davíð Oddsson fyrir margt löngu og var þar augljóslega að vísa til Vilhjálms Þ. sem kominn var í klandur í borginni. „Hvað segir þú um stöðu Huddersfield?“ – svaraði Davíð og þóttist ekkert skilja. Tilsvarið þótti …

Útskriftin: Fótboltasaga mín 4/100

 11. júní 1998. Chile 1 : Austurríki 1 Ég útskrifaðist úr sagnfræðinni vorið 1998. Kláraði á sex önnum sem var fátítt, enda áttu ansi margir nemendur það til að ýta BA-ritgerðinni á undan sér. Þar spilaði inní að skólinn stóð sig afleitlega í að halda nemendum að verki. Nemendur völdu sér ritgerðarefni og skiluðu svo …

Mágurinn: Fótboltasaga mín 3/100

23. ágúst 2003. HK 4 : Þór 1 Áhuga okkar hjóna á fótbolta er mjög misskipt. Steinunn segist hafa séð einn fótboltaleik á ævinni. Það var vináttuleikur Íslands og Færeyja sem leikinn var í Neskaupstað fyrir löngu, þar sem allir bæjarbúar mættu. Tengdamóðir mín er viðlíka áhugasöm um íþróttina fögru. Gvendur mágur minn (sem er …

Krókurinn: Fótboltasaga mín 2/100

2. júlí 1991. Tindastóll 2 : Haukar 3 Sumarið eftir Hagaskóla fékk ég frábæra vinnu í nokkrar vikur. Ég var ráðinn sem handlangari í byggingarvinnu á Sauðárkróki. Tildrögin voru þau að Teddi, sem um þær mundir var giftur frænku minni, rak ásamt Pétri félaga sínum lítið byggingafyrirtæki. Fyrirtækið hefur reyndar stækkað aðeins í seinni tíð, …