Breiðablik heima (bikar):

Sumarið 1983 byrjaði ég að fylgjast með íslenskum fótbolta. Ég var átta ára og bjó rétt hjá Melavellinum. Snemma komumst við krakkarnir upp á lagið með að klöngrast yfir girðinguna við norðanverða stúkuna með því að klifra eftir vírnetinu sem afmarkaði byggingarsvæði Þjóðarbókhlöðunnar. Þarna rifnuðu margar flíkur. Stundum vorum við krakkarnir bara að leika okkur …

KR heima: 11/22

Síðustu fimmtán árin eða svo hef ég setið við hliðina á Val Norðra á Framleikjunum. Þá sjaldan annar okkar missir af leik, sendir hinn sms með reglulegum skýrslum um gang mála. Á sunnudagskvöldið var Valur staddur í Kaupmannahöfn og sendi mér skilaboð þar sem hann afþakkaði beina sms-lýsingu – tímamismunurinn væri 2 klst. og gæti …

ÍBV úti: 8/22

Versta fótboltaferð mín til Eyja var fyrir mörgum árum. Flogið var frá Bakka. Man ekki hvernig ég komst þangað – hvort það var í liðsrútunni eða á bíl einhvers stuðningsmannsins. Allir voru kátir og frekar bjartsýnir. Um leið og lent var á Vestmannaeyjaflugvelli féllu fyrstu regndroparnir. Og svo fleiri. Og svo enn fleiri. Í hálfleik …

Falur fertugur: Safn til sögu íslenskrar teiknimyndasagnaútgáfu

Vorið 1973 hóf ný teiknimyndasaga göngu sína á íþróttasíðum hollenska dagblaðsins Algeneen Dagblad. Höfundurinn var John le Noble, blaðamaður á íþróttadeildinni og teiknarinn Toon van Driel – saman kölluðu þeir félagarnir sig Toon & Joop. Sögurnar fjölluðu um knattspyrnuliðið F.C. Knudde, sem nefndist upp á íslensku Fótboltafélagið Falur. Falsliðið er skipað fáráðlingum og hefur að …