Það er í tísku að skrifa hundrað færslna bloggbálka. Hér mitt framlag – þar sem ég hleyp fram og til baka í sögu minni sem fótboltaáhugamanns og tek fyrir einn leik í hverri færslu. Lofa samt ekki daglegum skrifum, heldur sletti ég í einn og einn pistil þegar ég nenni: 10. maí 1983. Fram 3 …
Category Archives: Uncategorized
Breiðablik heima (bikar):
Sumarið 1983 byrjaði ég að fylgjast með íslenskum fótbolta. Ég var átta ára og bjó rétt hjá Melavellinum. Snemma komumst við krakkarnir upp á lagið með að klöngrast yfir girðinguna við norðanverða stúkuna með því að klifra eftir vírnetinu sem afmarkaði byggingarsvæði Þjóðarbókhlöðunnar. Þarna rifnuðu margar flíkur. Stundum vorum við krakkarnir bara að leika okkur …
Stóra Aronsmálið
Hvers vegna varð Arons-nafnið svona vinsælt á Íslandi? Þegar ég var pjakkur, hét enginn Aron og ef maður rakst á einhvern með þessu nafni, lá beint við að áætla að viðkomandi væri ættaður frá Bandaríkjunum. (Áttaði mig ekki á kaldhæðninni í þessari setningu fyrr en eftir að ég sló hana inn.) En fyrir svona 25 …
Víkingur heima: 12/22
Meira að segja boltastrákarnir voru lélegir…
KR heima: 11/22
Síðustu fimmtán árin eða svo hef ég setið við hliðina á Val Norðra á Framleikjunum. Þá sjaldan annar okkar missir af leik, sendir hinn sms með reglulegum skýrslum um gang mála. Á sunnudagskvöldið var Valur staddur í Kaupmannahöfn og sendi mér skilaboð þar sem hann afþakkaði beina sms-lýsingu – tímamismunurinn væri 2 klst. og gæti …
Grótta úti (bikar):
Það er engin skýrsla um FH-leikinn. Við fjölskyldan fórum í sveitina með vinafólki, svo ég missti af fyrsta leiknum í sumar. Það var víst bara ágætt eftir á að hyggja. * * * Aldrei þessu vant var logn á Seltjarnarnesi í kvöld. Fullt af fólki, enda stærsti leikur Gróttumanna í fleiri ár. Hewson var í …
Breiðablik heima: 9/22
Einhverra hluta vegna hefur Fram tak á Breiðablik. 2010 þegar Blikar urðu Íslandsmeistarar, tóku Framarar 4 stig af þeim. Ég kann ekki að skýra ástæður þessa – læt mér nægja að kætast yfir að það sé amk eitt lið sem eigi í vandræðum með okkur. Það var ein óvænt breyting á byrjunarliði Fram. Haukur Baldvinsson …
ÍBV úti: 8/22
Versta fótboltaferð mín til Eyja var fyrir mörgum árum. Flogið var frá Bakka. Man ekki hvernig ég komst þangað – hvort það var í liðsrútunni eða á bíl einhvers stuðningsmannsins. Allir voru kátir og frekar bjartsýnir. Um leið og lent var á Vestmannaeyjaflugvelli féllu fyrstu regndroparnir. Og svo fleiri. Og svo enn fleiri. Í hálfleik …
Falur fertugur: Safn til sögu íslenskrar teiknimyndasagnaútgáfu
Vorið 1973 hóf ný teiknimyndasaga göngu sína á íþróttasíðum hollenska dagblaðsins Algeneen Dagblad. Höfundurinn var John le Noble, blaðamaður á íþróttadeildinni og teiknarinn Toon van Driel – saman kölluðu þeir félagarnir sig Toon & Joop. Sögurnar fjölluðu um knattspyrnuliðið F.C. Knudde, sem nefndist upp á íslensku Fótboltafélagið Falur. Falsliðið er skipað fáráðlingum og hefur að …
Continue reading „Falur fertugur: Safn til sögu íslenskrar teiknimyndasagnaútgáfu“
Víkingur úti (bikar):
Það var rosalega fínt veður í Ólafsvík og vallarstæðið er mögulega það flottasta á landinu. Þar með eru góðu tíðindin af bikarleik Fram og Víkings upptalin. Halldór Arnarsson kom inn í Framliðið fyrir Ólaf Örn, sem er væntanlega meiddur. Að öðru leyti var þetta sama byrjunarlið og búast mátti við. Fyrri hálfleikur var afar …