Fótboltasaga mín 81/100: Skammdegisafþreyingin

 10. janúar 2010. Angóla 4 : Malí 4 Stóra tromp handboltaíþróttarinnar er að stórmótin fara fram í janúar í seinni tíð. (Öfugt við t.d. HM á Íslandi 1995 sem var leikið meðan ég var í stúdentsprófum.) Í janúar er ekkert við að vera og því tilvalið að horfa á keppni í tvígripi, hrindingum og ruðningi. …

Fótboltasaga mín 80/100: Passíusálmur nr. 52

12. júní 1992. Grótta 2 : Skallagrímur 1 Evrópumótið í knattspyrnu 1992 fór fram í Svíþjóð. Meðal þátttökuliða var Samveldi sjálfstæðra ríkja, skammvinnt millistig sem var við lýði um skamma stund meðan verið var að skipta upp Sovétríkjunum. Aðeins 25 áhorfendur fylgdu liðinu til Svíþjóðar. Í ringulreiðinni eftir hrun Sovétríkjanna var skemmtiferð yfir Eystrasaltið ekki …

Fótboltasaga mín 79/100: Morgunkaffið

12. júní 2002. Svíþjóð 1 : Argentína 1 Á fyrri hluta tuttugustu aldar ákvað þing Alþjóða Ólympíunefndarinnar að nálega strika Ólympíuleikana 1906 út úr sögunni. Leikarnir höfðu raunar lukkast ágætlega og björguðu andliti Ólympíuhreyfingarinnar eftir misheppnaða Parísar- og St. Louis-leika tveimur og sex árum fyrr. En vanþakklátir íþróttaforkólfarnir horfðu fremur til þess hvað það yrði …

Fótboltasaga mín 78/100: Illkvittnin

5. september 1992. Fram 2 : Víkingur 1 Ég er ekki viss um að það að hafa brennandi áhuga á fótbolta geri mann endilega að betri manneskju. Fátt nærir þórðargleði meira en úrslit fótboltaleikja. Jafnvel þótt liðið manns tapi má einatt sækja nokkra huggun í enn meiri ófarir annarra. Árið 1992 var mikið vonbrigðaár hjá …

Fótboltasaga mín 77/100: Kvislingarnir

16. júlí 1994. Svíþjóð 4 : Búlgaría 0 Búlgaría lauk keppni á HM í Mexíkó án sigurs, þrátt fyrir að vera í riðli með líttþekktu liði Suður-Kóreu. Það var ekki óvænt. Þetta var fimmta úrslitakeppni Búlgara án sigurs. Þegar liðið komst á HM í Bandaríkjunum, eftir að hafa slegið Frakka út úr forkeppninni á dramatískan …

Fótboltasaga mín 76/100: Sénsinn

15. júní 1989. Ísland 0 : Austurríki 0 Hvenær byrja ferðaskrifstofurnar að selja miðana á EM í Frakklandi 2016? Þess verður varla langt að bíða, þar sem annar hver knattspyrnuunnandi er þegar farinn að reikna íslenska liðið í úrslitakeppnina. Það getur þó ekki endað í tárum? Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar hafa …

Fótboltasaga mín 74/100: Aukakílóin

1. júlí 2003. Fram 4 ; Haukar 2 (eftir framlengingu) Listi yfir óþolandi fótboltatengd fyrirbæri: nr. 341,  leikmenn sem alltaf skora á móti félaginu manns, þangað til þeir skipta yfir í liðið og eru þá úti að skíta. Guðmundur Steinarsson er nánast orðabókarskilgreiningin á þessu. Einhvern veginn virtist sama hvort Framarar léku vel eða illa …

Fótboltasaga mín 73/100 Stéttskiptingin

8. janúar 2011. Bath 0 : Luton 0 Í janúar 2009 fór fyrsti Luton-tvíæringurinn fram. Og þó! Strangt til tekið var það ekki orðið tvíæringur fyrr en tveimur árum seinna þegar ráðist var í ferð númer tvö. Ég, Valur Norðri og Raggi Kristins höfðum keypt flugmiðana áður en Ísland varð gjaldþrota – það voru því …