B-maðurinn: fótboltasaga mín 61/100

17. febrúar 2001. Hearts 1 : Dundee 1 Peter skólabróðir minn í Edinborg er eitt svæsnasta dæmi um B-manneskju sem ég hef kynnst. Hann virtist algjörlega úti á þekju í tímunum og gat varla stamað upp úr sér óbjagaðri setningu á ensku eða tekið þátt í samræðum. Við samnemendurnir litum á hann sem hálfgerðan fábjána …

Lýðveldið: fótboltasaga mín 60/100

17. júní 1994. Þýskaland 1 : Bólivía 0 „Samba á Laugardalsvelli!“ – Einhvern veginn svona hljóðaði auglýsing KSÍ um vináttuleik vorið 1994. Andstæðingarnir voru reyndar ekki Brasilíumenn… heldur Bólivía. Þetta er líklega í fyrsta sinn í sögunni sem Bólivía hefur verið sérstaklega tengd við samba. Í bólivíska landsliðinu var enginn þekktur leikmaður. Þorri liðsins lék …

Vorskemmtunin: Fótboltasaga mín 58/100

24. apríl 1988. Luton 3 : Arsenal 2 Melaskóli var ansi fjölmennur á níunda áratugnum. Í tólf ára bekknum mínum voru 27 krakkar og fimm bekkjardeildir í árgangi. Það þýddi að vorskemmtun skólans, þar sem nemendum og foreldrum var stefnt til að hlusta á barnakór, falskan flautuleik yngri barnanna og önnur tilfallandi skemmtiatriði, þurfti að …

Þokan: Fótboltasaga mín 57/100

 8. júlí 2013. Grótta 1 : Fram 2 Er gott að dragast gegn neðrideildarliði í bikarkeppninni? Um þessa spurningu mætti skrifa langar ritgerðir á sviði leikjafræði. Tölfræðin segir okkur að íslensk efstudeildarlið vinna nánast alltaf andstæðinga úr þriðju efstu deild eða neðar og komast þannig áfram í keppninni. Neðrideildarandstæðingur færir lið því langoftast nær lokamarkmiðinu …

Lögfræðingurinn: Fótboltasaga mín 55/100

 18. september 1999. Fram 3 : Víkingur 2 Ég hef aðeins einu sinni verið kallaður fyrir rétt í dómsal. Það var í félagsdómi og ég var vitni í máli gegn Orkuveitunni sem varðaði ólöglega uppsögn á trúnaðarmanni. Lögfræðingur Orkuveitunnar í málinu var Anton Björn Markússon. Hann sat frekar lúpulegur undir réttarhaldinu, enda vissi hann að …

Fundurinn: Fótboltasaga mín 54/100

26. janúar 2013. Norwich 0 : Luton 1 Ég kláraði að mestu kvótann minn í flokkspólitísku starfi í Alþýðubandalaginu. Gekk í flokkinn sextán ára, seint á árinu 1991. Lenti fljótlega í ýmsum stjórnum bæði í ungliðahreyfingunni og síðar í Framsýn, einu fjölmargra aðildarfélaga flokksins í Reykjavík. Ég var eins og grár köttur á flokkskontórnum næstu …

Undrunin: Fótboltasaga mín 53/100

18. maí 1994. AC Milan 4 : Barcelona 0 Stundum tala íþróttafréttamenn eins og fótbolti hafi verið fundinn upp haustið 1992. Það eru áhrif frá Sky Sports, sem miða upphaf tímatalsins við stofnun ensku úrvalsdeildarinnar, þegar nokkur af ríkustu félögum þeirrar fornfrægu knattspyrnuþjóðar ákváðu að taka til sín enn stærri hluta af kökunni. Fyrir vikið …

Ljósmyndirnar: Fótboltasaga mín 52/100

15. júlí 1987. Keflavík 0 : Fram 2 Árið 1955 fluttu afi og amma til Reykjavíkur frá Ísafirði. Amma  var innfæddur Ísfirðingur en afi, Haraldur Steinþórsson, hafði verið sendur vestur af Sósíalistaflokknum um nokkurra ára skeið þar sem flokkinn vantaði bæjarfulltrúaefni. Afi var fæddur félagsmálamaður og hafði stjórnað íþróttafélaginu Vestra samhliða pólitíska vafstrinu fyrir vestan. …