Mótaskráin: Fótboltasaga mín 51/100

18. ágúst 1983. ÍR 1 : Stjarnan 3 Ég sýktist af fótboltabakteríunni árið 1983, átta ára gamall. Á þeim tíma var ég ekki fær um að gera greinarmun á hágæða- og lággæðafótbolta. (Sumir myndu segja að ég ætti enn við það vandamál að stríða.) Ég drakk í mig allt sem tengdist knattspyrnu. Las allar fótboltabækurnar …

Atvikið: Fótboltasaga mín 49/100

5. júní 1995. KR 3 : Fram 1 Eftir að ég hóf að birta knattspyrnuævisögu mína á þessum vettvangi hef ég fengið ýmsar fyrirspurnir um hvort og þá hvenær ég muni skrifa um þennan leikinn eða hinn. Langflestir spyrja þó sömu spurningarinnar: „Hvenær ætlarðu að skrifa um innkastið?“ – Föstudagurinn langi var hið augljósa svar. …

Grafarþögn: Fótboltasaga mín 47/100

27. september 2008. Keflavík 1 : Fram 2 Það var gaman að vera Framari sumarið 2008. Þorvaldur Örlygsson tók við liðinu fyrir tímabilið og gekk strax í að þétta vörnina. Eftir átján umferðir var markatala liðsins 23:15, sem er fjári gott. En þó lítið væri skorað í Framleikjunum, þá lék liðið alls ekki leiðinlegan bolta. …

Málagjöldin: Fótboltasaga mín 46/100

24. júlí 2011. Úrúgvæ 3 : Paragvæ 0 Fyrsta Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, Copa America, var haldin árið 1916. Af því tilefni verður haldin aukakeppni á 100 ára afmælinu, þrátt fyrir að næsta reglubundna Suður-Ameríkukeppni fari fram árið áður. Og hvar verður afmælismótið haldið? Jú, í Bandaríkjunum – hvar annars staðar? Kapítalisminn lætur ekki að sér …

Ólafur: Fótboltasaga mín 45/100

5. ágúst 1987. Fram 6 : Völsungur 0 Er til mikið göfugri starfstétt en varamarkverðir? Jújú, einhver kynni að nefna barnalækna og hjúkrunarfólk sem starfar á stríðshrjáðum svæðum: en þau fá þó a.m.k. að hafa eitthvað fyrir stafni. Varamarkvörðurinn mætir á allar æfingar, klæðir sig upp fyrir leikinn og situr svo bara og bíður. Hann …

Indira: Fótboltasaga mín 44/100

28. september 2000. Hearts 3 : Stuttgart 2 Mitt Kennedy/Lennon/Díönu-móment var 31. október 1984 þegar ég heyrði fréttirnar af morðinu á Indiru Gandhi. Ég var níu ára og kominn með brennandi áhuga á fréttum, pólitík og heimsmálunum. Þennan dag lá ég veikur heima með flensu, þegar ég heyrði fréttirnar í útvarpinu. Mér fannst sem allt …

17. júní: Fótboltasaga mín 43/100

17. júní 1999. Fram U23 3 : Grindavík 3 (7:6 eftir vítaspyrnukeppni) Ég hef einu sinni fengið hraðasekt. Það var á heimleið úr Garðinum eftir tap. Það er freistandi að kenna leiknum um hraðaksturinn, þótt skýringin hafi líklega fremur verið sú að eftir greiðan og hraðan akstur eftir Reykjanesbrautinni er heilinn einhvern veginn ekki stilltur …

Költið: Fótboltasaga mín 42/100

17. júní 1992. Frakkland 1 : Danmörk 2 Danska landsliðið hefur alltaf farið í taugarnar á mér. Ég viðurkenni fúslega að þessi afstaða mín er ekkert sérstaklega göfug og lítur fram hjá því að danska landsliðið á níunda áratugnum var alls góðs maklegt og í raun hálfgert Öskubuskuævintýri. En það var bara eitthvað við allt …