22. júní 1988. Sovétríkin 2 : Ítalía 0 Ég var um það bil átta ára þegar ég eignaðist sjónvarp. Fyrstupersónueintölufornafnið í síðustu setningu er ekki misritun, ég eignaðist sjónvarpið prívat og persónulega. Einhverjir velmeinandi ættingjar gáfu mér ríkisskuldabréf í skírnargjöf. Þau brunnu að sjálfsögðu upp í verðbólgunni hraðar en nokkur gæti sagt Vilhjálmur Birgisson. Man …
Category Archives: Uncategorized
Hvíti fíllinn: Fótboltasaga mín 20/100
17. janúar 2009. Darlington 5 : Luton 1 Halldór Laxness varð innlyksa á Íslandi á stríðsárunum. Eftir því sem tíminn leið, varð hann sífellt önuglyndari og pirraðri í skrifum sínum yfir hvað Íslendingar væru miklir búrar og menningarlega á lágu plani. Skáldið elskaði að sönnu þjóð sína, en til að halda geðheilsunni varð hann að …
Nýliðarnir: Fótboltasaga mín 19/100
23. maí 1995. Fram 0 : Leiftur 4 Það vill enginn mæta nýliðum í fyrsta leik á Íslandsmóti. Það er gömul saga og ný að nýliðar í deild eru alltaf líklegir til að stela stigi eða stigum í upphafsleik, jafnvel á erfiðustu útivöllum. Væntanlega er það stemningin og gleðin yfir að vera kominn upp um …
Boggan: Fótboltasaga mín 18/100
17. júlí 1985. ÍA 1 : Fram 2 1985 var sumarið þegar ég byrjaði að fylgjast með íslenskum fótbolta fyrir alvöru. Þá var ég tíu ára og fór með afa heitnum á flesta heimaleiki og slæðing af útileikjum. Þetta var gott ár til að byrja. Framarar voru funheitir undir stjórn nýs þjálfara, Ásgeirs Elíassonar og …
Reglan: Fótboltasaga mín 17/100
10. júní 2006. Trinidad & Tobago 0 : England 2 Það er alltaf stór ákvörðun að velja land til að halda með á stórmótum í fótbolta – ákvörðun sem oft hefur valdið mér miklu hugarangri og heilabrotum. Til að þrengja hringinn ofurlítið setti ég mér fyrir margt löngu viðmiðunarreglur. Sem fyrsta kost hef ég landslið …
Símtalið: Fótboltasaga mín 16/100
15. júní 1998. HK 3 : Víkingur 2 Ég og vefmiðlakóngurinn Björn Ingi Hrafnsson voru ágætir félagar í sagnfræðinni í Háskólanum á sínum tíma. Við sátum saman í stjórn Félags sagnfræðinema og áformuðum að gefa saman út blað um íslenska boltann. Þau áform fóru fyrir lítið þegar Bingi var ráðinn á Moggann, góðu heilli trúi …
Öskubuskur: Fótboltasaga mín 15/100
21. maí 2011. Luton 0 : AFC Wimbledon 0 (3:4 eftir vítakeppni) Ég hef alltaf haft samúð með píunum sem töpuðu fyrir Öskubusku. Ekki vondu stjúpsystrunum, þær voru ömurlegar og fengu makleg málagjöld, heldur öllum hinum: stelpunum sem mættu á dansiball og héldu að þær ættu jafnan séns í prinsinn í heiðarlegri keppni. Ekki höfðu …
Hatrið: Fótboltasaga mín 14/100
5. september 2001. Norður-Írland 3 : Ísland 0 Þann fyrsta september 2001 unnu Íslendingar óvæntan og glæsilegan sigur á Tékkum í undankeppni HM. Tékkar voru um þessar mundi rein besta knattspyrnuþjóð í heimi og úrslitin gerðu það óvænt að verkum að Ísland var komið í séns að komast áfram í úrslitakeppnina eða í það minnsta …
Forgjöfin: Fótboltasaga mín 13/100
20. júní 1996. Fram U23 0 : Breiðablik 2 Knattspyrnufélögin Fram og Víkingur voru stofnuð um svipað leyti á sömu þúfunni í miðbænum á fyrsta áratug síðustu aldar. Víkingarnir voru yngri, í sumum tilvikum litlubræður Framaranna og fengu væntanlega ekki að vera með. Stórir bræður eiga það til að vera ömurlegir. Frægt er bréfið þar …
Hótel Bjarkalundur: Fótboltasaga mín 12/100
29. júní 1986. Argentína 3 : Vestur-Þýskaland 2 „Þú gleymir aldrei fyrsta skiptinu!“ Þetta var yfirskrift á kosningaplakati sem danskir krataungliðar útbjuggu og skartaði mynd af ungu pari í innilegum ástaratlotum. Við í ungliðahreyfingu Alþýðubandalagsins ætluðum alltaf að stela hugmyndinni, en svo varð ekkert úr því. Kannski eins gott. Okkar útfærsla hefði örugglega orðið sjoppuleg …
Continue reading „Hótel Bjarkalundur: Fótboltasaga mín 12/100“