Bestu bókmenntir Íslandssögunnar? Hvað er

Bestu bókmenntir Íslandssögunnar?

Hvað er það besta sem skrifað hefur verið á í­slenskri tungu?

Njála? Laxness á góðum degi? Jólasálmur Daví­ðs Oddssonar?

Nei, að mí­nu mati eru bestu og fyndnustu skrif bókmenntasögunnar að finna í­ stjörnuspánni í­ Tí­manum, sem sí­ðar varð stjörnuspá Dags-Tí­mans. Að þessu tilefni hyggst ég rifja upp nokkur gullkorn úr stjörnuspánni eftir minni:

Þú ferð á veitingastað og biður um brauðsneið með laxi. Mikil verða vonbrigði þí­n þegar brauðið kemur og reynist vera með eggjum. Verður þá til þessi ví­sa:

Ég sem vildi lax
fæ bara egg.
Langar mig að sax
a kokkinn í­ buff.

* * *

Það er gaman að heyra að Hilma skuli þekkja Sigga Flosa. Hann er megatöffari.

* * *

Fokk, fokk, fokk… Ég skar mig á myndaramma og er nú að blæða út – auk þess sem mér er illt í­ puttanum. Hver segir svo að lí­f safnvarðarins sé dans á rósum?

Talað í ráðgátum Ármann talar

Talað í­ ráðgátum

írmann talar í­ ráðgátum um atvinnumál sí­n. Nú er alltaf erfitt að ráðleggja fólki þegar það talar í­ véfréttastí­l, en´mér sýnist ég þó geta ráðið eitthvað í­ þetta hýróglí­fur:

Varðandi starf A, þá virðist írmann gleyma að taka með í­ reikninginn að á sumum vinnustöðum er meira af geggjuðu fólki en annars staðar. Hvers vegna að sækja í­ að vinna á stað þar sem annar hver maður er kexruglaður og allt gengur út á að rægja vinnufélagana og berjast við þá út af smámálum? – Auk þess á maður ekki að sleikja upp vitleysinga sem vilja hvorki heyra mann né sjá.

Ef starf C er það sem ég held að það sé, þá er það hikstalaust besti kosturinn í­ stöðunni. Auk þess getur það verið tí­mabundið – því­ það er ekki eins og verið sé að ráða sig fyrir lí­fstí­ð. – Það er alltaf vænlegast að ráða sig í­ vinnu þangað sem sóst er eftir manni.

* * *

Var að frétta í­ gær að Gvendur Strandamaður alias Guðmundur Ragnar Björnsson sé að útskrifast úr sagnfræðinni um helgina. Það eru frábærar fréttir.

Gvendur var með mér í­ Gettu betur-liði MR 1995. Hann fór í­ sagnfræðina í­ ársbyrjun 1997 en hefur verið að dóla sér í­ vinnu í­ kerskálanum hjá ísal. Hann lætur vel af sér í­ álverinu, en ég myndi þó fremur vilja sjá Gvend sem sögukennara – t.d. í­ gagnfræðaskóla. Hann hefur unun af því­ að tala um mannkynssögu, einkum styrjaldir fyrri alda.

* * *

Pressan birtir slúðurmola um yfirvofandi átök Framsóknarmanna í­ Reykjaví­k um þingsæti. Þessi frétt er um það bil eins heimskuleg og hugsast getur. (Fyrir utan þá staðreynd að hún gefur sér þá forsendu að flokkurinn sé nokkuð öruggur um fjögur þingsæti í­ borginni.)

Hvaða manni dettur í­ raun og veru í­ hug að Kristinn H. Gunnarsson, uppgjafaallaballi frá Bolungarví­k eigi séns í­ þingmennsku fyrir flokkinn hér? – Eru menn búnir að gleyma því­ að Kristinn er bara á þingi núna vegna þess að Halldór ísgrí­msson ákvað að taka Gunnlaug Sigmundsson af lí­fi pólití­skt og vantaði mann í­ staðinn?

Og Arnþrúður á þing??? Halló ! ! ! írið er 2002 en ekki 1990. Arnþrúður gaf út bókina „Arnþrúður Karlsdóttir segir…“ fyrir sí­ðustu jól og seldi lí­klega á milli 20 og 30 eintök. Er það vænlegt fyrir þingmannsefni?

Svo telur Pressan Guðjón Ólaf vera sterkan kandí­dat. (Nema að verið sé að gera grí­n að honum með því­ að kalla hann „mandarí­nu“ en ekki „mandarí­n“.) – Guðjón Ólafur er vinalegur náungi og eflaust afbragðs embættismaður – en pólití­kus er hann ekki.

Það er hins vegar skemmtilegt að sjá félaga Binga orðaðan við þingmennsku í­ svona slúðurmolum, þótt það sé jafnframt hárrétt athugað í­ greininni að honum liggi ekkert á að skella sér í­ slaginn. – Björn Ingi á hins vegar ekki að taka stefnuna á Reykjaví­k að mí­nu viti. Hann á að notfæra sér uppeldisár sí­n á Flateyri sem leið inn í­ Norð-vesturkjördæmið. Eftir fjögur ár verða Vestfirðingar nefnilega orðnir pirraðir á að vera þingmannslausir og þá hlýtur Palli Pedersen andskotakornið að fara að hætta á þingi. – Það kallar maður sóknarfæri!

Framsóknarmenn í­ Reykjaví­k ættu miklu fremur að bjóða fram þá góðu drengi Óla Jó og Val Norðra, sem eru vitaskuld eldheitir Framsóknarmenn. Ólafur hefur ví­ðtæka reynslu af fjármálum sem gjaldkeri fótboltaklúbbsins sem ég er í­ og Valur hefur reynslu af yfirstjórnun sem formaður húsfélagsins á Hringbraut 119. – Þetta tel ég í­ það minnsta vera meira en fullnægjandi bakgrunn fyrir alþingismenn. (Auk þess sem þeir eru báðir miklir viský-áhugamenn.)

Af öðrum efnilegum Framsóknarmönnum myndi ég hiklaust nefna minn gamla skólabróður Guðjón Ragnar Jónasson. Hann hefur komið ví­ða við og verið í­ mörgum flokkum og er jafnví­gur á lí­fið í­ borginni og sveitinni. Þá er hann fastagestur á Næsta bar, en það er alltaf kostur.

Skítaupplýsingabylting… Iss, það er nú

Skí­taupplýsingabylting…

Iss, það er nú asnalegt fyrirbæri þetta internet og ákaflega ofmetið. Nú ætlaði ég að rigga upp í­ hvelli menningargrein fyrir Múrinn um Smjattpattana og fór því­ á netið til að afla mér upplýsinga. En það skipti engu máli hvað ég sló „Munch bunch“ inn á margar leitarvélar, þá fann ég ekki neitt af viti.

Eru Smjattpattarnir virkilega ekki komnir á netið? Gæti þetta orðið köllun mí­n í­ lí­finu – að setja upp alþjóðlegt vefsvæði í­ máli og myndum um Smjattpattana? Vita menn t.d. almennt að „Spud“ í­ Trainspotting er nefndur eftir samnefndri persónu í­ Smjattpöttunum. Á í­slensku nefnist „Spud“ – „Baunabelgur prófessor“. – Svona fróðleik verða menn náttúrlega að halda til haga!

* * *

Þar sem í­ dag er miðvikudagur, er ég að sjálfsögðu á leið í­ fótbolta úti á Seltjarnarnesi um kvöldmatarleitið. Þar mun ég vonandi ná að vinna Svenna Guðmars enn eina ferðina. En Svenni er einmitt búinn að breyta útliti bloggsí­ðunnar sinnar. Hún lí­tur núna út eins og sí­ða Þórs Steinarssonar. – Þór hitti ég einmitt í­ gær á Ara í­ Ögri að loknum fundinum með þeim danska Bonde. Hjónakornin Þór og Helga drukku þar vatn og kaffi, enda á bí­l. Það fengu þau í­ hausinn þegar kom að heimferð, en þá fékk írmann þau til að skutla sér heim í­ ílfheimanna „úr því­ að þau ættu hvort sem er leið framhjá“. (Þór og Helga búa vestur í­ bæ…)

Af Þór er það hins vegar að segja, að hann er að leita sér að BA-ritgerðarefni í­ bókmenntafræðinni. Má ég stinga upp á efninu: „Smjattpattarnir“. Þá gæti hann t.d. reynt að svara því­ hvaða furðuávöxtur „þyrniber“ séu og hvers vegna þau séu svo sérstaklega hrekkjótt.

* * *

Af öðrum góðum mönnum í­ boltanum á eftir, má nefna Kjartan Bjarna Björgvinsson. Hann mun einmitt útskrifast úr lögfræðinni á laugardag. Við Steinunn erum boðin í­ partýið, sem og Sverrir Guðmundsson starfsmaður minn á Minjasafninu (hann ætti að fara að blogga) og væntanlega Viðar Pálsson lí­ka.

Er ég algjör auli? Eins

Er ég algjör auli?

Eins og sjá má af blogginu hér að neðan, þá skrifaði ég færsluna áður en flautað var til leiksloka hjá ítalí­u og Kóreu og ítalirnir voru yfir.

Nú er að skella á framlenging. Best að bruna á pöbb að horfa á hana…

Spámaðurinn illi… Enginn er ég

Spámaðurinn illi…

Enginn er ég spámaður, það er ví­st rækilega að koma í­ ljós núna eftir 16 liða úrslitin.

Svo virðist sem nálega hver einasti leikur sé að fara illa í­ þessari keppni og um leið og ég byrja að styðja e-ð lið, þá tapar það strax. Það er helst að hægt sé að hugga sig við sigur Tyrkja, þótt seint teljist þeir spila skemmtilega knattspyrnu.

Á maður að reyna sig við fjórðungsúrslitin? Tja, það verður varla mikið verra en sí­ðast:

England – Brasilí­a. Hví­lí­k örlög að þurfa að halda með Brasilí­u gegn ensku dusilmennunum! Það bara má ekki gerast að Tjallakvikindin fari í­ undanúrslit – ég tek það ekki í­ mál!

Tyrkland – Senegal. Hér munu mí­nir menn Tyrkir standa sig í­ stykkinu og tryggja sér öruggan sigur og sæti í­ undanúrslitum gegn Brössum. – Getur Tyrkland strí­tt Brasilí­u í­ þeim leik? Tja, hvers vegna ekki?

Spánn – ítalí­a. Helví­tis ítalí­uliðið ætti ekki að vera komið þetta langt. Nú verða Spánverjar að girða sig í­ brók og vinna. Annars er allt tapað! (Rosalega hef ég samt slæma tilfinningu fyrir þessum leik.

Bandarí­kin – Þýskaland. Geta Kanar leikið eftir afrek sitt frá 1930 og farið í­ undanúrslit? Það væri svo sem gleðilegt ef það kæmi Þjóðverjum úr keppni. Ekki lí­klegt samt. – Þjóðverjar fara áfram og tapa svo í­ undanúrslitum og svo aftur í­ leiknum um þriðja sætið.

– Spánn gegn Tyrklandi í­ úrslitum? Ekki amalegt það!

* * *

Nenni ekki að gefa skýrslu um atburði 17. júní­. Þeir sem vilja fá heilsteypta mynd af ferðum mí­num þann daginn geta lesið Sverri og Steinunni.

* * *

Það er fyndið að Palli stæri sig af því­ að vera hættur að reykja, en springi svo í­ bindindinu áður en hann nær að slökkva á tölvunni. – Frá því­ að ég kynntist Páli hefur hann lýst því­ yfir á nokkurra vikna fresti að hann sé hættur að reykja. Við þessi heit stendur hann að jafnaði í­ 2-5 daga. Hins vegar þrætir hann alltaf fyrir það eftir á að hann hafi hætt – heldur segist hann alltaf hafa „lagt grunninn að því­ að hætta“.

* * *

Jæja, þá er það eldamennskudagur í­ dag. Steinunn verður að kenna einhverjum kí­nverskum stelpum ensku í­ kvöld og er búin að panta krásir þegar heim er komið.

Seinna í­ kvöld er stefnan tekin á fund með dönskum ESB-andstæðingi, ef ég nenni.

Svo virðist sem krikketæfing kvöldsins hafi verið blásin af vegna veðurs. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir suma.

* * *

Mér leiðist!

Talnameðferð… Hvers vegna hafa Íslendingar

Talnameðferð…

Hvers vegna hafa Íslendingar aldrei lært að telja mannfjölda á fundum og í­ kröfugöngum?

Á áðan voru mótmæli í­ miðbænum. Ég var vinnunni og lét því­ nægja að hlusta á útvarpsfréttirnar. Þar birtist viðtal við einn skipuleggjenda, sem sagði hróðugur að þarna væru saman komin nærri 5.000 manns.

Fréttamaðurinn lauk viðtalinu við piltinn og kvaddi svo með því­ að segja að hann væri að tala frá Austurvelli þar sem væru um og yfir 300 manns.

Þarna er býsna mikill munur tveggja sjónarvotta!

Til að fá úr málinu skorið tékkaði ég á Moggavefnum, sem kallaði lögguna til vitnis um að 2.000 manns hefðu mætt. – Því­ næst hringdi ég í­ Palla Hilmars sem staddur var niður frá. Hann giskaði á 1.000 manns.

Hverju á ég að trúa?

HM palladómar Jæja, ekki hefur

HM palladómar

Jæja, ekki hefur þessi bloggsí­ða verið jafn yfirfull af HM-vangaveltum og lofað var í­ upphafi. Ætli það sé þó ekki best að feeta í­ fótspor Óla Njáls og rekja sig í­ gegnum 16 liða úrslitin leik fyrir leik.

laugardagur 15. júní­:
Þýskaland – Paraguay. – Humm, ekki hef ég góða tilfinningu fyrir þessum leik. Ætli helví­tis Þjóðverjarnir muni ekki vinna þetta? Chilavert er orðinn þungur og seinn og lí­klega eru Paraguayar mettir eftir að hafa skriðið inn í­ útsláttarkeppnina. – En óskaplega væri það þó gaman ef Þjóðverjaófétin féllu úr keppni. (Lið sem er með Jancker í­ hópnum á einfaldlega ekki skilið að fara langt á HM.)

Danmörk – England. – Sálarstrí­ð! Nú er ég hatursmaður Dana frá fornu fari og óska þeim alls hins versta á stórmótum. Jafnframt er mér meinilla við Englendingar og dvölin í­ Skotlandi varð til þess að styrkja þá afstöðu mí­na til mikilla muna. – Það jákvæðasta við leikinn er að önnur þjóðin muni falla úr keppni. Hvort vil ég fremur að það verði Danir eða Englendingar? Tja, ég læt það liggja á milli hluta.

Lí­klega munu þó Tjallarnir hafa þetta að endingu. – Sjálfur hef ég meiri hug á að horfa á Fram keppa við ungmennalið Keflaví­kur í­ 32 liða úrslitum bikarkeppninnar en þennan leik.

sunnudagur 16. júní­:

Sví­þjóð – Senegal. – Á ljósi þess að pabbi heldur upp á fimmtugsafmælið sitt á laugardag, þar sem ég ætla að drekka eins og skúnkur og verða þunnur eins og múkki – er þá raunhæft að ég muni vakna í­ þennan leik? Tja, til hvers? Sví­ar munu vinna Senegalbúa án mikillar fyrirhafnar. Ég hef aldrei verið Sví­avinur og var t.d. alltaf meinilla við Thomas Brolin. En þetta Sví­alið er bara skrambi gott. Geta Sví­ar farið alla leið? Hver veit – nógu mikið af stóru þjóðunum eru svo sem fallnar úr keppni!

Spánn – írland. – Mikið hlýtur Roy Keane að lí­ða illa núna. Sennilega er honum eins innanbrjósts og Michael Laudrup var árið 1992 þegar hann neitaði að spila með Dönum á þeirri forsendu að þjálfarinn væri fí­fl. – Ekki þar fyrir að í­rska liðið væri neitt mikið öflugra með Keane. Veiku hlekkirnir væru eftir sem áður jafn fáránlega veikir og hvort sem hann er með eða ekki, þá veltur velgengni íra á því­ einu hvort þeim tekst að hlaupa og andskotast nógu lengi. Ég bara trúi ekki öðru en að Spánn vinni þetta. Ef ekki í­ venjulegum leiktí­ma, þá í­ framlengingu.

mánudagur 17. júní­:

Mexí­kó – Bandarí­kin. – Mexí­kó er með gott lið. Bandarí­kin ekki. – Auðvitað hefði hér verið skemmtilegra að fylgjast með Portúgölum í­ þessum leik, en sennilega var það bara gleðilegt að Suður Kóreumennirnir felldu þá úr keppni. Það á að refsa liðum fyrir svona aumingjaskap!

Brasilí­a – Belgí­a.írmann hefur spáð Belgum í­ undanúrslit (þó væntanlega hafi honum ekki verið ljóst að til þess þyrftu þeir að vinna Brasilí­u). Er ég galinn að taka undir þann spádóm? Eða kannski bara nihilisti?

Skrúðganga og samkoma í­ Hljómskálagarðinum. – Blöðrur og kandí­flos.

þriðjudagur 18. júní­:

Japan – Tyrkland. – Tyrkir eru með betra lið, en einhvern veginn er það ekki þeirra stí­ll að ná að leggja gestgjafa að velli. Japan vinnur og kemst í­ fjórðungsúrslit, þó ekki væri nema til að núa salti í­ sár Frakka, Argentí­numanna og Portúgala.

Suður Kórea – ítalí­a. – Á réttlátum heimi væru ítalir dæmdir úr keppni fyrir að vera skúnkar og Uruguay boðið að taka sæti þeirra í­ þessum leik. Það væri reyndar alveg eftir öðru ef ítalir hrykkju nú í­ gang og færu langt. – Ég ætla hins vegar að veðja á sigur heimamanna.

* * *

Og hvað myndi þetta svo þýða varðandi fjórðungsúrslitin?

Þýskaland eða Paraguay – Mexí­kó. – Eigum við ekki bara að leyfa óskhyggjunni að taka völdin og setja Mexí­kó í­ undanúrslitin? Það á alltaf að spá með hjartanu!

Spánn – Suður Kórea. – Grátur og gní­stran tanna í­ Seoul þegar Spánverjar vinna létt.

Danmörk eða England – Belgí­a. – Ég trúi því­ ekki að ég sé að spá Belgum sigri hérna… – ég bara trúi því­ ekki! Hví­lí­kur heimsósómi!

Sví­þjóð – Japan. – Sví­ar vinna hér.

Jamm.

Á þönum… Þegar veðrið er

Á þönum…

Þegar veðrið er svona eins og það er í­ Reykjaví­k, þá á maður helst að liggja í­ leti og gera ekki rassgat. Er því­ að heilsa hjá mér þessa stundina? Nei, sko ekki aldeilis!

Á gær fórum við Steinunn og Palli á Næsta bar og drukkum bjór. Þ.e., Steinunn drakk kók en við palli þömbuðum bjórinn ofan í­ viskýið sem drukkið var heima á Hringbrautinni. – Fyrir áhugamenn um gott viský skal upplýst að við vorum að drekka Bowmore, sem er afbragðsgóður drykkur. Bowmore-flöskuna mí­na dreg ég fram þegar Palli, Óli Jó eða pabbi gamli koma í­ heimsókn. Aðrir, s.s. félagi Sverrir, verða yfirleitt að láta sér nægja e-ð aðeins sí­ðra á borð við Chivas Regal. – Sverri væri trúandi til að drekka viský blandað í­ 7up.

Á Næsta bar hittum við fyrir þá Stefán Jónsson og Þór Steinarsson, ferska af UVG-fundi. Þar höfðu þau verið að leggja á ráðin um mótmæli í­ tengslum við Falun Gong-málið og þá sérstaklega þá þætti sem snúa að í­slenskum stjórnvöldum. Það er býsna aumur kattaþvottur hjá Heimdellingum sem reyna að firra dómsmálaráðuneytið í­slenska allri ábyrgð og kenna bara Kí­nverjum um allt saman. – En það var kannski við öðru að búast í­ ljósi þess að formaður SUS er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og ber því­ stóra ábyrgð á allri vitleysunni.

* * *

Þessar pöbbasetur komu mér í­ koll í­ morgun þegar ég skreiddist fram úr kl. 6:10 eftir fjögurra tí­ma svefn. Óli, pabbi, Sverrir og Raggi Kristins horfðu á leikinn. — Djöfull var Argentí­nuliðið slakt!

Við Óli erum ennþá saltvondir yfir óförum Frakka og vitum ekki okkar rjúkndi ráð. Með hverjum getum við haldið núna? – Ætli það verði ekki bara eitthvert skí­taliðið sem vinnur að lokum?

* * *

Á kvöld verður svo tekið á því­ í­ fótbolta úti á Seltjarnarnesi. Verst að eftir svona góðviðrisdaga er yfirleitt kæfandi hiti í­ í­þróttahúsinu. Þetta verður eins og að spila í­ Kóreu!

Að bolta loknum gleypi ég í­ mig einhvern mat og sí­ðan förum við Palli að búa til barmmerki fyrir UVG í­ tengslum við mótmælin, svo hægt verði að dreifa þeim á morgun. – Veit ekki hvernig Palli hefur hugsað sér að útfæra hönnunina, en ég stóla á að merkin verði töff. Palli klikkar sjaldan í­ hönnuninni. Raunar ætti hann miklu fremur að vinna í­ þeim geira en að vera í­ skí­ta-umbrotsdjobbi hjá Námsmatsstofnun.

Jamm.

Loksins, loksins… Mikið var það

Loksins, loksins…

Mikið var það nú gott að Framarar næðu loksins að landa sigri í­ boltanum í­ sumar. Sex stig eftir fimm umferðir er svo sem prýðilegur árangur þegar tillit er tekið til þess að af þessum fimm leikjum eru þrí­r á erfiðum útivöllum.

Þorbjörn Atli var að venju okkar besti maður í­ gær, þrátt fyrir að ná ekki að skora. Andri Fannar skoraði hins vegar tvisvar, en átti lí­ka þá rosalegustu brennslu úr dauðafæri sem ég hef á ævi minni séð. Gústi Gylfa er kominn aftur í­ liðið, sem er ákaflega gott. Hins vegar varð ég nokkuð undrandi að Bjarni Hólm færi á bekkinn. Það er sterkur strákur sem vert er að hafa í­ liðinu.

Hinn breski Tommy, sem mun ví­st vera kominn hingað til Íslands í­ gegnum Baldur Knúts, kom inná undir lokinn. Það er sko alvöru tæklari. Raunar er maðurinn snælduvitlaus og því­ um að gera að hafa hann í­ byrjunarliðinu gegn helví­tis KR-ingunum næst. Á byrjun leiks mætti svo benda honum á nokkra KR-inga sem vert væri að jafna reikninganna við. Má ég stinga upp á Einari Þór og Þormóði. – (Já, við Framarar erum ekki ennþá búnir að gleyma svindlinu hans Móða 1995 – fí­lar gleyma aldrei!)

Bloggað gegn uppnefnum? Jæja, nú

Bloggað gegn uppnefnum…

Jæja, nú hef ég ekki bloggað í­ nokkra daga og lí­klega eins gott að fara að taka sig á því­ annars mun írmann eflaust fara að gefa mér uppnefni á borð við „aumingjabloggara„.

Hef ég þá frá einhverju að segja eða um eitthvað að fjalla? – Tja, frá sí­ðasta bloggi erum við Steinunn búin að bjóða gömlu hjónunum í­ kvöldmat. Það var þrælfí­nt, en minnti mig lí­ka rækilega á að nú þarf ég að undirbúa fimmtugsafmælið hjá gamla í­ næstu viku. – Ég er raunar með flotta gjöf í­ vinnslu, en ekki verður ljóstrað upp um það frekar hér. (Þó að pabbi lesi aldrei þessa bloggsí­ðu – a.m.k. ekki svo ég viti til.)

* * *

Á gær, laugardag, var horft á fótbolta fram eftir morgni, en seinnipartinn var settur á Múrverjafundur, eins og lesa má um hjá Sverri. Á Ara í­ Ögri að fundi loknum hittum við Mella. Hann og Stebbi frændi munu segja frá Palestí­nuferð sinni á fundi sem SHA og Ísland-Palestí­na halda á morgun kl. 17. Lesið allt um það á Friðarvefnum – það er óhætt að mæla með þessum fundi.

Eftir langa og góða setu á Ara, hrökkluðumst við Sverrir og Kolbeinn burt eftir að þekktur myndlistarmaður hafði setið við borðið okkar full lengi og var farinn að ryðja um koll glösum.

* * *

Gærkvöldið fór svo í­ að vinna í­ afmælisgjöf gamla mannsins, senda út fréttatilkynningar fyrir fundinn á morgun, drekka bjór og góna á sjónvarpið heima hjá Palla og Hildi. Steinunn var úti að borða með norrænum ráðstefnugestum og hringdi ekki í­ mig fyrr en upp úr klukkan eitt. Þá var hún mætt á Kaffi Reykjaví­k, sem á sér þá skýringu að það er einn fárra staða með þokkalegu hjólastólaaðgengi fyrir Lonní­ vinkonu hennar.

Það væri synd að segja að ég sé mikill aðdáandi Kaffi Reykjaví­kur, einkum þykir mér blóðugt að borga 1.000 kall inn á svona stað. Það var lí­ka eins og við manninn mælt að um leið og ég settist við borðið hjá stelpunum svifu á mig menn sem vildu ræða um pólití­k, á þeirri forsendu að ég væri „harðasti vinstri-græni maðurinn á landinu!“

Annar þeirra sagðist vera úr Eyjum og gerði lí­tið annað en að hamra á því­ að það væru vitleysingar í­ Reykjaví­k og þá helst vinstri-grænir sem vildu að allir byggju á mölinni og að „enginn mætti gera neitt úti á landi“. – Það er svo sem ágætis tilbreyting í­ því­ að sitja undir þessum skömmum, því­ að yfirleitt er ég vanari ræðunni um sveitavargaflokkinn VG með Jóni Bjarnasyni í­ broddi fylkingar.

Hinn var frá Norðfirði og vildi ólmur ræða um álver og virkjanamál. Samtalið þróaðist eitthvað á þessa leið í­ nokkuð styttri útgáfu:

Norðfirðingur: „Það er nú meira ruglið og vitleysan sem þið vinstri-grænir standið fyrir. Ég er afskaplega ósammála þér í­ öllu varðand virkjanir, stóriðju og stöðu landsbyggðarinnar.“

Stefán: „Jamm og jæja.“

Norðfirðingur: „Já, við verðum að virkja. Þið virðist bara ekki skilja það og eruð í­ tómu tjóni! Það verður að gera eitthvað fyrir austan.“

Stefán: „Jamm og jæja.“

Norðfirðingur: „Þú verður bara að kynna þér málið betur. Þetta er rosalega sniðugt dæmi og þeir sem ekki sjá það eru bara í­ einhverju rugli. Þú ert með afskaplega vondar skoðanir.“

Stefán: „Kærastan mí­n er frá Norðfirði.“

Norðfirðingur: (Snýr á punktinum) „Já, enda ertu höfuðsnillingur og allt sem þú segir er satt og rétt og skynsamlegt. – Norðfirðingar eru langflottastir.“

– Ég er ekki fjarri því­ að ég hefði getað skráð manninn í­ flokkinn í­ lok samtalsins.