Fíflin á Sýn Hversu aumkunarverður

Fí­flin á Sýn

Hversu aumkunarverður getur einn maður verið? Ég ákvað að grynnka á sumarfrí­sdögunum mí­num í­ dag, til að horfa á fótbolta og að fara að huga að því­ að breyta Söguþingsfyrirlestrinum mí­num í­ grein í­ ráðstefnuritið – nema hvað, klukkan er varla orðin tvö og ég er mættur í­ vinnuna!

Annars er þetta búið að vera öflugur dagur í­ knattspyrnulegu tilliti. Ég mætti til Ragga Kristins, formanns Kylfunnar, krikketklúbbs Reykjaví­kur kl. 6:15. Þar horfðum við á tvo fyrri leikina. Þriðja leikinn, Frakkland-Uruguay horfðum við svo á niðri í­ bæ, nánar tiltekið á Glaumbar. Þangað mætti félagi Ólafur, fremur stúrinn eftir að hafa tapað máli í­ héraðsdómi.

Nú lagði ég upp með að halda með Frökkum í­ þessari keppni og ekki verður annað sagt en að þar stefni í­ algjört skipbrot. – Hins vegar er óþolandi að í­þróttafréttamennirnir á Sýn kunni ekki að reikna út einföld reikningsdæmi þótt þeir eigi lí­fið að leysa. Mennirnir deleruðu fram og til baka um það hvað staðan í­ riðlinum þýddi varðandi þriðju umferðina. Þetta er ákaflega einfalt dæmi:

Á þriðju umferðinni í­ A-riðli verða tveir leikir: Uruguay-Senegal og Danmörk-Frakkland. Aðeins annað liðið kemst áfram úr hvorri viðureign – aldrei bæði. Senegal dugir jafntefli gegn Uruguay, en sigur hleypir Suður-Amerí­kumönnunum áfram. Danir mega hins vegar gera jafntefli eða tapa með einu marki gegn Frökkum, en tveggja marka sigur kemur Frökkum áfram. – Þetta er ekki svo erfitt að reikna út. – Urgh!

Ég verð ekki vöðlungsverpill í

Ég verð ekki vöðlungsverpill í­ kvöld…

Vöðlungsverpill er eitt þeirra skemmtilegu orða sem finna má í­ orðabók Kylfunnar, krikketklúbbs Reykjaví­kur. Kylfan ætlar einmitt að koma saman til æfinga í­ kvöld eins og fram kemur hjá Óla Njáli og sem Þór hefur boðað komu sí­na á. Sjálfur var ég hins vegar að uppgötva að ég verð fjarri góðu gamni, því­ frá og með deginum í­ dag flytjast hinir hefðbundnu fótboltatí­mar mí­nir í­ í­þróttahúsi Seltjarnarness frá sunnudagseftirmiðdögum yfir á miðvikudagskvöld og verður svo til haustsins.

Þar spila ég meðal annars ásamt Svenna Guðmars, en aðrir í­ fótboltahópnum eru ekki byrjaðir að blogga og því­ tilgangslaust að linka á þá. Það er helst að maður gæti bundið vonir við Kjartan sem bloggara.Þá yrði Sibbi örugglega skemmtilegur í­ blogginu lí­ka. – En sem sagt, ekkert krikket hjá mér í­ kvöld.

* * *

Á gær fór ég ásamt félaga Stefáni Jónssyni í­ góðan göngutúr um Vesturbæinn og miðbæinn. Að sjálfsögðu enduðum við á Næsta bar. Þar mátti sjá ýmis kunnugleg andlit. T.d. Eirí­k Jónsson blaðamann, Hjálmar Blöndal (sem var búinn að boða framboð Bifrastarlistans í­ Borgarbyggð en guggnaði) og glaðbeitta Framsóknarmanninn og uppgjafarbóndann Guðjón Ragnar Jónasson. – Þegar leið á kvöldið kom svo Óli Guðmunds, kennari og starfsmaður minn hér á safninu. Hann hafði þá lent í­ þeirri óskemmtilegu reynslu að hjólinu hans var stolið af ótrúlega bí­ræfnum þjófi. Þjófurinn labbaði einfaldlega inn í­ garð til hans í­ Þingholtunum og greip ólæst hjól fyrir allra augum og hjólaði á brott þrátt fyrir að reynt væri að hrópa á eftir honum. – Þetta er raunar strangt til tekið ekki þjófnaður heldur gripdeild, eins og löglærðir myndu benda á.

Jamm.

Djöfulsins, djöfulsins, djöfull! Urgh! Fór

Djöfulsins, djöfulsins, djöfull!

Urgh! Fór ásamt Sverri á Fylki – Fram í­ írbænum. Hví­lí­kt svindl! Hví­lí­kt svekkelsi!

Ég hef ekki í­ annan tí­ma séð jafn mikið skí­tamark og annað mark Fylkismanna. Þetta var laflaus bolti lengst utan af velli sem Gunni markvörður átti ekki í­ neinum vandræðum með – allt þar til knötturinn lenti á hól og skoppaði yfir Gunnar. – Það á að refsa liðum en ekki verðlauna þau fyrir að eiga þýfða velli. Ég er foxillur!

Þorbjörn Atli var langflottastur að venju, enda besti leikmaðurinn í­ boltanum hérna heima. – Ingvar var lí­ka fantagóður í­ vörninni. Aðrir sí­ðri.

Nú eru Framarar komnir með þremur stigum minna en maklegt væri eftir fjórar umferðir (tveimur núna og einu gegn Eyjamönnum). Rosalega er þetta að leggjast illa í­ mig.

* * *

Kí­na er með ferlega slappt fótboltalið.

Feginn og kátur… Jæja, þá

Feginn og kátur…

Jæja, þá er þungu fargi af manni létt. Söguþingið er afstaðið og tókst mjög vel að mí­nu mati. Persónulega get ég vel við unað, því­ málstofan okkar í­ ví­sinda- og tæknisöguhópnum var fjölsótt og vel af henni látið. Hátí­ðarræðan mí­n á þingveislunni féll í­ kramið og jafnvel slöppu brandararnir fengu mikinn hlátur. – Þá er bara að koma erindinu í­ útgáfufært form fyrir ráðstefnuritið. – Ég stefni að því­ að byrja á því­ í­ seinni hluta vikunnar. Þá get ég tekið mér frí­ í­ nokkra daga og slegið margar flugur í­ einu höggi: horft á fótbolta, skrifað erindi og mallað eitthvað í­ matinn fyrir Steinunni sem þarf að hella sér út í­ að semja e-ð erindi fyrir næstu viku.

* * *

Helví­tis ísraelarnir að handtaka Mella! Hrafnkell er landsins efnilegasti sonur og á betra skilið en að dúsa í­ fúlu fangelsi í­ Tel Aviv.

* * *

Nú er að duga eða drepast fyrir Framara í­ kvöld! Ef við töpum fyrir Fylki – þá er ljóst að ekkert bí­ður nema botnlaus fallbarátta. Gústi Gylfa verður að vera með, annars erum við í­ vondum málum. Svo verður fróðlegt að sjá hvort þessi Breti getur eitthvað spilað. Ekki er ég bjartur á það, enda er saga erlendra leikmanna með Fram ákaflega döpur!

* * *

Á miðvikudag rennur út skráningarfrestur í­ Háskólann. Eins og áður hefur komið fram hér á þessari sí­ðu, þá ætla ég að senda Steinunni í­ skóla ef henni tekst ekki að verða sér út um vinnu annars staðar. Vandamálið var lengi vel að hún hafði eiginlega engan áhuga á neinu því­ sem í­ boði er. Það breyttist nokkuð um daginn þegar Drí­fa Snædal sagði henni að Kynjafræðin (sem er kennd sem 30 eininga námsbraut) væri stórskemmtileg. Á kjölfarið fór hún eitthvað að skoða námsskránna og er að láta sannfærast. – Það er því­ aldrei að vita nema að stelpan gerist femí­nisti næsta vetur – þá hætti ég að eiga náðuga daga og neyðist til að læra að elda. – Stuna!

* * *

Pabbi gamli verður fimmtugur í­ næstu viku og stefnir að því­ að halda boð laugardaginn fimmtánda. Hvað gefur maður fimmtugum föður sí­num í­ afmælisgjöf? Spyr sá sem ekki veit!

* * *

Nú þurfum við krikketmenn að fara að efna til nýrrar æfingar. Óli Njáll er kominn á fullt í­ krikketið og linkar meira að segja á KKKR (Kylfuna, krikketklúbb Reykjaví­kur). Ég er hins vegar ekki sannfærður um að linkurinn virki. – Það er nú pí­nulí­tið trist fyrir link vikunnar.

* * *

Fí­flin í­ útvarpinu töluðu á áðan um Svarta dauða-veiru… Hví­lí­kir aular!

Gula ógeðið… …skín inn um

Gula ógeðið…

…skí­n inn um gluggann á skrifstofunni minni og gerir mér í­fið leitt. Væri hægt að banna gott veður á Íslandi nema eftir vinnu og um helgar? – Annars grunar mig að þetta sé fyrst og fremst gluggaveður.

* * *

Úrslitin í­ gær voru hræðileg! Ef ekki hefði komið fyrir Birki Kristinsson, þá hefði Fram unnið létt. En því­ var ekki að skipta – því­ miður.

Það gleðilegasta við leikinn var lí­klega að afi lét sig hafa það að mæta. Djöfuls kraftur er alltaf í­ gamla manninum að djöflast á alla leiki með Frömurunum. Ég ætla að verða aldraður æringi á öllum fótboltaleikjum eins og afi þegar fram lí­ða stundir.

* * *

Vinnan við erindið mitt á Söguþinginu hans Sverris gengur bærilega. Vandamálið er hins vegar að ég þarf að reyna að stytta þetta aðeins. Það er alltaf erfiðast að stytta! – Næst þarf ég að hafa áhyggjur af ræðunni minni á þingveislu Söguþingsins á laugardag. – Ég hata tækifærisræður! Af hverju læt ég alltaf pata mig til að halda þær???

* * *

Steinunn var í­ frí­i í­ vinnunni í­ dag. Ekki er að sjá að hún hafi notað tækifærið til að blogga eins og hún þó lofaði á áðan! Hún sér svo sem fram á náðuga tí­ma í­ júní­. Fyrst er Söguþingið, svo HM með stöku í­slenskum fótboltaleik inn á milli.

Á hvaða nám á ég að senda stelpuna í­ Háskólanum? Skráningin hlýtur bráðum að fara að byrja og henni dettur bara ekkert í­ hug! Sendið uppástungur á skuggabaldur@hotmail.com

* * *

Oft hefur stúdentapólití­kin verið á lágu plani, en ég held að nýjasta útspilið sé botninn. Núna er önnur hreyfingin farin að slá upp einhverjum bloggpistli eftir stelpu af hinum listanum. Er ekki alveg eins gott að fara bara að hætta þessu frekar en að eyða tí­manum í­ að rí­fast um svona vitleysu?

* * *

Jæja, best að fara að tygja sig. Einkum ef maður ákveður að skella sér í­ krikket í­ kvöld ásamt góðum mönnum.

Rás tvö á áðan… Stuna!

Rás tvö á áðan…

Stuna! Á gær vann ég í­ erindi mí­nu á Söguþinginu lengst fram eftir kvöldi og var því­ pí­nulí­tið lemstraður í­ morgun. Það var því­ sérstaklega gleðilegt að uppgötva í­ bí­lnum á leiðinni í­ vinnuna að Viðar (sem ég fæst aldrei til að kalla „Köttinn“), Óli Njáll og Sigga bleika væru í­ viðtali á Rás tvö að tala um blogg.

Ég var raunar búinn að benda Svenna Guðmars á Dægurmálaútvarpinu á það fyrir nokkru sí­ðan að bloggið væri gott efni í­ viðtal. Ég hvatti hann til að ræða við Björgvin Inga, en hann hefur væntanlega ví­sað því­ frá sér – enda hættur að blogga í­ bili.

Nema hvað. Óli Njáll, Viðar og Sigga eru öll í­ hópi þeirra bloggara sem ég les reglulega og því­ kærkomið að heyra talað við þau en ekki „the usual suspects“. – Sorrý, ég bara næ því­ ekki hvers vegna t.d. Katrí­n Atladóttir á að vera einhver goðsögn í­ bloggheimum.

Viðtalið var bara fí­nt og dró upp heiðarlega mynd af þeim Gettu betur-nördum sem þau þremenningarnir vissulega eru. Svo var lí­ka fyndið að heyra þáttarstjórnendur og Viðar taka undir það hvert með öðru að vinstrimenn væru duglegri að blogga en hægrimenn. – Ég leyfi mér að draga þau fræði í­ efa.

* * *

Rétt að öðrum málum. Á kvöld keppa Framarar við Eyjamenn. Við verðum-verðum-verðum-verðum að vinna! (Eða a.m.k. að ná enn einu jafnteflinu.) Verður Gústi Gylfa með? Ef ekki, þá er útlitið svart. Miðjan er hreinlega ekki nógu sterk án hans. Þó svo að Freyr Karlsson sé ljúfur drengur og foreldrar hans hið besta fólk sem mætir á alla leiki – þá er hann ekki jafn öflugur og Gústi. Við þurfum einhvern sem getur tekið hornspyrnur og aukaspyrnur. Föstu leikatriðin voru í­ molum í­ Grindaví­kinni á laugardag.

Úr herbúðum Safamýrarstórveldisins – handboltadeild – berast nú þær fregnir að Héðinn Gilsson verði bláklæddur næsta vetur. Þá er eins gott að hann komi sér í­ betra form maðurinn. – Framarar geta búið sig undir allnokkur tví­grip, ruðning og skref…

Öll þessi Fram-umræða minnir mig á að nú verð ég að fara að heimsækja afa. Blessaður karlinn er enn ekki orðinn almennilega rólfær eftir sýkinguna á dögunum. Hann kemst ekki á völlinn í­ bráð og helví­tin á Sýn hættu við að sjónvarpa leiknum í­ kvöld og ætla í­ staðinn að sýna Derby-leik nýliðanna tveggja frá Drullueyri. – Urg!

Dagbók kosningadagsins… Vá, það er

Dagbók kosningadagsins…

Vá, það er gott að svona dagar komi ekki nema á nokkurra ára fresti.

Kosningadagurinn hófst á því­ að við Valur húsfélagsformaður renndum við í­ Hagaskólanum til að kjósa. Því­ næst var stefnan tekin til Grindaví­kur. Á leiðinni furðuðum við okkur á því­ hvað veðrið væri gott – hvort að það gæti virkilega verið að við fengjum logn í­ Grindaví­k? En um leið og fram hjá fjallinu Þorbirni var komið, rann upp fyrir okkur að sú yrði ekki raunin. Það er alltaf rok í­ Grindaví­k!

En svo allrar sanngirni sé gætt, þá var veðrið ekki alslæmt. Vindurinn var hlýr og það rigndi hvorki né var völlurinn blautur. Það væri synd að segja að leikurinn hafi verið fjörugur, en Framararnir börðust og tókst að koma til baka eftir að hafa lent undir. Nú eru tvö stig komin í­ hús í­ jafnmörgum leikjum – og þeim báðum á útivelli suður með sjó. Þetta verður vissulega erfitt tí­mabil, en það er rosalega margt jákvætt í­ gangi. T.d. er Bjarni Hólm, nýji strákurinn í­ vörninni frá Seyðisfirði, helví­ti efnilegur. Sterkur pjakkur sem getur lumbrað á hverjum sem er. – Við verðum að vinna Vestmannaeyjar á þriðjudaginn. Það skiptir einfaldlega öllu máli fryrir framhaldið!

* * *

Eftir leikinn lagði ég mig til að hlaða batterí­in fyrir kvöldið. Það fór ekki betur en svo að ég svaf yfir mig og þurfti að spæna af stað í­ búðina og svo til Palla og Hildar í­ grillið. Kom fyrir vikið inn í­ mitt Júróví­sí­ón. Ekki gat ég haft miklar skoðanir á þessum lögum, en það er samt alltaf stuð að horfa á stigatalninguna. – Það dró lí­ka dálí­tið úr fjörinu að geta ekki verið að lepja bjór á meðan á þessu stóð. Ég var nefnilega búinn að lofa mér í­ umræður í­ kosningasjónvarpinu hjá RÚV um nóttina og ekki mætir maður þangað á sneplunum.

* * *

Svo fóru tölurnar að detta inn úr sveitum landsins. Úrslitin í­ Reykjaví­k voru fí­n – en eiginlega voru allar skoðanakannanirnar búnar að taka fúttið úr þessu. Komm on! Það var augljóst í­ margar vikur að borgin ynnist.

Útkoman ví­ða annars staðar á landinu var ekki alveg nógu góð. T.d. var Huginn dálí­tið langt niðri vegna Hafnarfjarðarins, þar sem hann var kosningastjóri, þegar hann mætti til Palla sí­ðar um nóttina. Hann þarf þó ekki að kenna sjálfum sér um þessar niðurstöður. VG stendur ekki nægilega styrkum fótum í­ Friðinum, Samfylkingin er með fullt af fí­nu fólki á sí­num lista og Lúðví­k Geirssson viðurkenndi það meira að segja þarna um kvöldið að fjöldi kjósenda Samfó væri í­ raun stuðningsmenn VG sem söðlað hafi um til að fella í­haldið.

* * *

Um miðnættið fór ég upp í­ Útvarpshús og lét mér leiðast þar fram yfir kl. 2. Á umræðunum var ég ásamt Guðjóni Ólafi Framsóknarmanni og Sigurði Kára frá Sjálfstæðisflokknum. Sí­ðar bættist við Ragnheiður Rí­kharðsdóttir, sigurvegari kosninganna í­ Mosfellsbæ. Ragnheiður er Framari eins og við Siggi Kári. – Það er það sem mér þykir verst við Safamýrarstórveldið – hvar þar eru margir Sjálfstæðismenn í­ stuðningsmannaliðinu. (Eða öllu heldur, hversu hátt hlutfall þeirra er.)

* * *

Ég komst ekki aftur í­ partýið til Palla fyrr en eftir dúk og disk. Þá var írmann á bak og burt, en Stefán Jónsson, Óli Njáll, Huginn og Dagný, Þór og Helga, Palli og Hildur og Steinunn öll búin að skvetta rækilega í­ sig.

Kúrsinn var tekinn á 22 – þar sem fréttist að Ólafur F. Magnússon væri endanlega kominn inn í­ borgarstjórnina. Það eru merkileg úrslit!

* * *

Á 22 rakst ég fljótlega á Lilju Dögg Alfreðsdóttur, gamla skólasystur úr MR. Hún fór að rí­fast við mig um pólití­k og var mikið niðri fyrir. Rifrildið, sem einkum snerist um alþjóðavæðinguna, þróaðist nokkuð sérkennilega og var orðið drepleiðinlegt sí­ðasta hálftí­mann. Þessu næst svifu á mig þeir Gestur Páll Reynisson og Kolbeinn H. Stefánsson – eðalkratar sem eru skúffaðir yfir því­ hvað Samfylkingin sé ömurlegur flokkur. Ég hef farið svo oft í­ gegnum þessa umræðu með Kolla að ég gæti gert það í­ svefni. – Alltaf enda samtölin svo á því­ að hann barmar sér yfir því­ að hafa misst okkur Múrverja yfir í­ VG en sitji svo eftir með Birtingar-arminn úr Abl.

* * *

Klukkan var lí­klega orðin hálf sex þegar við Steinunn ákváðum að yfirgefa 22. Það hefði ekki mátt seinna vera, því­ Steinunn var í­ þá mund að fara að kýla einhvern dreng sem hún hafði farið að rí­fast við um stöðu láglaunahópa. – Inn í­ þá umræðu blandaðist svo téð Lilja Dögg, en rök hennar í­ málinu voru eitthvað á þessa leið: „Það er verra að vera fátækur í­ Súdan en á Íslandi. Þess vegna mega Íslendingar ekki kvarta yfir einu eða neinu – eða krefjast neinna umbóta heima fyrir.“ – Pottþétt rök!

Það tók óratí­ma að komast í­ gegnum miðbæinn. Stöðugt var eitthvað fólk að sví­fa á mig ig vildi fara að ræða um NATO. Ótrúlegt hvað margir virðast hafa séð þessi sjónvarpsviðtöl um daginn… – Það var sem sagt ekki skriðið upp í­ rúm fyrr en á sjöunda tí­manum. Ég er ekki átján ára lengur. Ég er orðinn of gamall fyrir þetta helví­ti.

Metúsalem og Pikkarónarnir… Ekki nennti

Metúsalem og Pikkarónarnir…

Ekki nennti ég að horfa á kosningaþátt Egils Helgasonar í­ gær, enda fórum við Steinunn í­ kaffiboð til Aðalsteins og Salnýjar í­ staðinn. Maður varð nú pí­nulí­tið skúffaður að hafa misst af öllu fjörinu eftir að forsí­ða Fréttablaðsins upplýsti að Metúsalem og ístþór Magnússon hafi reynt að storma inn í­ stúdí­óið til að taka yfir útsendinguna.

Ég fjalla raunar aðeins um málstað Húmanista í­ grein dagsins á Múrnum. Ég vorkenni þeim dálí­tið, þeir komast nánast ekkert að í­ fjölmiðlum og það tel ég vera hættulegt fyrir lýðræðið.

En er það góð taktí­k að storma inn í­ stúdí­ó til að mótmæla? Tja, hvers vegna ekki. – Nú eru fá mótmæli Íslandssögunnar frægari en þegar hópur róttæklinga ruddist inn í­ útsendingu Kanasjónvarpsins á sí­num tí­ma og braukuðu og brömluðu.

Á öllum uppreisnum, eru höfuðstöðvar sjónvarpsstöðva í­ hópi mikilvægustu staðanna – bæði til að verja og hertaka. Muna menn ekki eftir átökunum um sjónvarpsturninn í­ Vilnius? – Og í­ Outbreak var Dustin Hoffmann aðaltöffarinn þegar hann ruddist inn í­ sjónvarpsstöðina til að tilkynna um sjúkdóminn.

Hver er mórallinn með þessu? – Jú, það að ryðjast inn í­ sjónvarpsstúdí­ó er töff. – Það að reyna að ryðjast inn í­ sjónvarpsstúdí­ó en vera stökkt á flótta af sminkunni, það er ekki töff.

Jamm.

Pirringur… Jæja, þá er síðdegispirringurinn

Pirringur…

Jæja, þá er sí­ðdegispirringurinn kominn yfir mann. Ég hef litlu komið í­ verk eftir hádegi, ef undan eru skilin 2-3 sí­mtöl varðandi netmál fyrirtækisins og safnsins – sem eru alltaf sama hassið.

Það er ekki til að bæta skapið að hlusta á Útvarp Sögu þegar maður er í­ svona skapi. Þar gasprar Hallgrí­mur Thorsteinsson linnulí­tið og mér tekst nánast alltaf að vera ósammál honum. – Nú væri það svo sem í­ lagi, ef maðurinn vissi aðeins hvað hann er að tala um. Núna á áðan var hann að ræða við Þorvald Gylfason um efnahagsmál og ESB. Þorvaldur fór að tala um NATO og þá byrjaði sama platan hjá Hallgrí­mi og maður hefur heyrt hann spila í­ hverjum þættinum á fætur öðrum. Á hvert einasta sinn slær h******* maðurinn saman aðildarsamningnum að NATO og varnarsamningnum við Bandarí­kin. – Þetta er örugglega í­ fjórða skiptið sem ég heyri manninn rugla þessum samningum saman. Urgh!

Jæja, þetta gengur ekki lengur best að koma sér heim. – Ekki verður mikið étið á Hringbrautinni í­ kvöld,… sérstaklega eftir að ég samþykkti að kaupa fimm R-lista happdrættismiða af félaga Proppé!

Djöfullinn snýr aftur… Hahaha… alveg

Djöfullinn snýr aftur…

Hahaha… alveg hefði ég mátt segja mer það sjálfur að það væri minn gamli bekkjarbróðir og sessunautur úr menntó, Pétur Rúnar Guðnason, sem stæði fyrir sí­ðunni www.xxxd.is – Pétur Rúnar, sem var yfirleitt kallaður „Pétur djöfull“ eða bara „Djöfullinn“ er höfuðsnilingur og erkitölvunjörður. Þetta tiltæki virðist hins vegar hafa runnið gersamlega á rassinn, því­ það var ekki fyrr búin að birtast grein um þetta á því­ stendauða vefsvæði Ví­si en Djöfullinn var búinn að loka sí­ðunni. – Það hefði verið nær hjá honum að byrja aftur að blogga frekar en að garfa í­ svona rugli.

Annars er alltaf skemmtilegt að fylgjast með því­ sí­ðustu klukkustundirnar fyrir kosningar hvað allir fara á taugum. ímist vilja menn halda að sér höndum eða gera eitthvað út í­ loftið og svo er fólk á nálum yfir því­ hvort hin eða þessi taktí­kin sé að virka eða hafa þveröfug áhrif.

Það er samt ekki hægt annað en skemmta sér yfir konseptinu: „fáðu SMS frá súperfyrirsætu…“ – Hugmyndin um fjöl-SMS sendingar frá fegurðardrottningum og bikiní­gellum er jafnvel súrari en klámsí­ður sem lofa blautlegum bréfaskriftum við klámmyndastjörnur í­ gegnum netið.