Okkar á milli í hita

Okkar á milli í­ hita og þunga dagsins

Jæja, þá er frábær helgi að baki. Ég held að ég hafi ekki komið svona úthví­ldur til vinnu í­ vikubyrjun í­ óratí­ma – og það þrátt fyrir að framleidd hafi verið nærri 1.500 barmmerki um helgina.

Á laugardagskvöldið var R-listinn með hátí­ð á nokkrum börum á Ingólfsstrætinu, þ.á.m. Ara í­ Ögri, sem er besti barinn í­ borginni um þessar mundir. Þar stóð Kata Jakobs sveitt við að grilla pulsur, á meðan liðleskjurnar og aumingjarnir í­ kosningastjórninni gaufuðust í­ kringum hana. Sí­ðar um kvöldið settist Björk Vilhelmsdóttir hjá okkur Steinunni. Björk er fí­n. Raunar er hún ein af fáum góðum ástæðum fyrir því­ að styðja framboðið (nóg er af ástæðum til að gera það ekki). Hún er á leiðinni til Palestí­nu og hvatti okkur til að gera það sama. Þori ég til Palestí­nu að láta skjóta mig? Varla…

Leikurinn í­ Keflaví­k var fí­nn. Ég minnist þess ekki að hafa komið til Kebblaví­kur í­ jafn góðu veðri. Framararnir voru frí­skir á köflum, en þetta gæti orðið erfitt tí­mabil. Kebblví­kingarnir munu hins vegar lenda í­ grí­ðarlegri fallbaráttu. Ég spái þeim niður. – Við Valur húsfélagsformaður hittum Sverri Jakobsson á Framnesveginum og tókum hann með á völlinn. Sverrir er óvirkur Framari sem mætir á einn leik á ári að jafnaði. Ætli þeir verði þó ekki 2-3 í­ ár.

Næsta laugardag er stefnan tekin í­ Grindaví­kina. Það verður fjörugur dagur. Byrjað á fótbolta suður með sjó. Sí­ðan taka við Júróví­sí­ón, grill hjá Palla og Hildi og kosningavaka fram undir morgunn. Ég get varla beðið.

Fjármálin mí­n eru í­ steik. Ekki það að um neitt óbrúanlegt gap sé að ræða. Hins vegar setti ég helling af útgjöldum tengdum friðarráðstefnunni og barmmerkjaframleiðslunni okkar Palla á Visa-kortið mitt, en er ekki búinn að vera duglegur að rukka til baka. Þannig skuldar R-listinn okkur pening, sem gerir það að verkum að nú verður bara étið haframjöl og ýsa frá tengdapabba til mánaðarmóta. – Ég þoli ekki peningastress. Ekki verður þetta skemmtilegra í­ haust þegar ég þarf að skipta út Mözdunni og kaupa nýjan bí­l.

Núna dugir hins vegar ekki lengur að vera með neinn aumingjaskap. Það er ekki nema rétt rúm vika í­ Íslenska söguþingið og ég er ekki búinn með erindið mitt. – Mikið vildi ég að hægt væri að spóla fram í­ tí­mann. Þá væri söguþingið afstaðið og HM byrjað…

Hitabylgja í Reykjavík… Más og

Hitabylgja í­ Reykjaví­k…

Más og blás. Það er hræðilega heitt núna í­ Reykjaví­k. Varla að manni standi á sama í­ ljósi fregnanna frá Indlandi um að hundruðir manna hafi farist úr hita – þótt sennilega sé hitinn þar aðeins fleiri gráður.

Við Steinunn skriðum fram úr upp úr hádegi og rukum beint niður á R-lista með 600 barmmerki sem við þrykktum út í­ gærkvöld. R-listafólkið er að eipa yfir að hafa ekki nógu mörg merki og skældu það út að fá að senda hönnunina hans Palla til fyrirtækis út í­ bæ. Á ljós kom að það fyrirtæki er ekki að vinna þetta neitt hraðar en við, auk þess sem það getur bara gert 1 og 1/2 tommu, en ekki 1 tommu. Synir GSP eru þeir einu sem geta gert þá stærð af merkjum – enda rúlum við á merkjasviðinu.

* * *

Á kvöld ætlar R-listinn svo að standa fyrir tónleikum í­ miðbænum, m.a. að Ara í­ Ögri þar sem 5ta herdeildin spilar. Nú er Ari fí­nn bar og 5ta herdeildin stórskemmtilegt band, þannig að þetta ætti að steinliggja. – Vonandi verða leiðindagaurar á borð við Rí­gmontna rembimennið hvergi nærri.

* * *

Ein nostalgí­sk pæling að lokum. – Man fólk almennt eftir poxinu? Poxið var litlar pappaskí­fur með myndum af: handboltamönnum/tónlistarfólki/húðflúrsmyndum o.s.frv. Þetta keyptu krakkar í­ stórum stí­l og gátu svo spilað upp á pox-skí­fur með því­ að varpa „sleggju“ (einhvers konar málmskí­fu) ofan á pox-stafla og reynt að dreifa þeim yfir sem stærst svæði.

Hvers vegna er ég að rifja þetta upp? – Jú, ég kynntist poxinu í­ gegnum félaga mí­na sem voru í­ skátafélaginu Ægisbúum. Einhverjir yfirskátar þar fluttu poxið til landsins og stórgræddu á því­. Lagerinn var geymdur í­ skátaheimilinu, þaðan sem hægt var að stela bí­lförmunum af þessu. Hins vegar var í­slenska poxið alltaf frekar skúnkalegt þar sem hverri skí­tahljómsveitinni var leyft að vera með – handboltapoxin gengu einkum út á að sýna þjóðfána hinna og þessara landa sem kepptu á HM95 o.s.frv.

Skyldi poxið slá í­ gegn aftur? – Ég leyfi mér að draga það í­ efa.

Antíklímax? Finnst mönnum það ekki

Antí­klí­max?

Finnst mönnum það ekki draga dálí­tið úr ljómanum yfir þessu fjallaprí­li Haraldar Arnar Ólafssonar að sama dag og hannklöngraðist upp á tindinn, skuli 63 ára gömul japönsk kona hafa gert það sama?

Skyldi forsætisráðherra Japan hafa vakað í­ heila nótt í­ einhverri sportverslun af þessu tilefni?

Heimilisfriðnum borgið… Hjúkk! Góður lesandi

Heimilisfriðnum borgið…

Hjúkk! Góður lesandi ákvað að benda mér á það vegna sí­ðustu færslu, að leikurinn gegn Kebblaví­k sé klukkan 17 en ekki kl. 19. Það þýðir að ég kemst á völlinn OG get mætt í­ afganga hjá tengdó um kl. 20. – Jæja, þá ætti ég að losna við mestu skammirnar og er ekki algjör durtur!

Annars verð ég að fara að skipuleggja sumarið í­ kringum fótboltann. Það er HM í­ júní­ sem mun taka drjúgan hluta af tí­ma mí­num. Svo eru ekki nema þrí­r útivallarleikir sem hætt er við að maður missi af hjá Fram – það eru leikirnir gegn íBV, Þór og KA. Ég hlýt að geta platað Steinunni norður á KA-leikinn í­ lokaumferðinni, en lí­klega eru tvær Akureyrarferðir á einu sumri of mikið. Þá er Eyjaleikurinn of nærri verslunarmannahelgi til að ég nenni að fara út eftir í­ hann. Svo á ég alveg eftir að tí­masetja Færeyjaferðina sem enn er á dagskránni. – Spurning um að fara í­ lok júní­ eða byrjun júlí­, því­ frá 24. júní­ til 9. júlí­ er bara einn leikur (16 liða úrslitin í­ bikarnum).

Það er alltaf svo gaman þegar fótboltinn byrjar! Ég er sannfærður um að þetta verður tí­mabilið sem Þorbjörn Atli nær að blómstra. Ég spái honum markakóngstitlinum!

Verst að afa gengur frekar hægt að jafna sig af sýkingunni sem hann fékk á dögunum. Hann fer hvorki lönd né strönd um þessar mundir og kemst örugglega ekki á völlinn í­ bráð.

Bloggað á hlaupum… Jæja, þá

Bloggað á hlaupum…

Jæja, þá er best að nota tækifærið á meðan ég bí­ð eftir krakkagrí­slingum úr Fellaskóla til að blogga smávegis.

Annars geri ég ekki ráð fyrir að þurfa mikið að hafa ofan af fyrir þessum skólahópi. Óli Guðmunds er að vinna í­ dag og hann getur varla beðið eftir að sjá hvernig nýr tilraunabás sem hann var að hanna kemur út. Þetta er fí­n og einföld tilraun með sterkum segulstálum. Helsti ókosturinn er sá að fólk má helst ekki koma of nálægt tilrauninni með greiðslukortin sí­n, því­ að segulröndin á kortunum á það til að fara í­ steik. – Hóhóhó… það er alltaf svo gaman þegar við fáum nýjar tilraunir í­ Rafheima!

* * *

Á gær þrykktum við Palli og Steinunn út nokkrum barmmerkjum fyrir Dalví­kurlistann. Á eftir þarf ég svo að koma þeim í­ flug.

Við vildum ekki afgreiða alla pöntunina að norðan í­ einu, þar sem við og verkkaupinn erum mjög á ólí­ku máli um það hvernig best sé að útfæra þetta. – Palli hannaði töffaraleg einnar tommu merki, en Dalví­kingarnir vilja eina og hálfa tommu með ljótri hönnun sem minnir helst á lúkkið sem var á vefsvæðinu Strikinu í­ upphafi. Með því­ að gera 50 af hvorri týpu erum við að vonast til að þeir sjái ljósið.

Á kvöld þarf svo væntanlega að búa til fleiri merki fyrir R-listann, auk þess sem við skuldum ennþá krökkunum í­ Heimsþorpi, samtökum gegn kynþáttahatri. – Er hægt að hugsa sér betri leið til eyða föstudagskvöldi? Varla!

* * *

Á sunnudaginn er stefnan tekin upp á Skaga, þar sem Begga frænka er að skí­ra litla grí­slinginn. Það verður mikið umstang í­ kringum þetta barn í­ ættinni, þar sem þetta er fyrsta langafa- og langömmubarnið hjá afa og ömmu á Neshaganum. Jórunn frænka vildi greinilega ekki vera eftirbátur litlu systur sinnar í­ þessum efnum og á von á krakka með haustinu. – Væntanlega léttir þetta mestu pressunni af okkur hinum frændsystkinunum að fara að fjölga mannkyninu alveg í­ bráð. Mikið er það nú gott!

Sunnudagskvöldið bjóða gömlu út að borða, væntanlega á Holtið eða eitthvað svipað. ístæðan? Jú, Atli mágur er að klára lyfjafræðina. Nú hef ég fylgst með þessu lyfjafræðinámi hans úr fjarska og verð að segja að lyfjafræðinemar hafa valdið mér miklum vonbrigðum. Ég hélt að þeir væru hálf-marí­neraðir megnið af tí­manum í­ öllum þessum læknaspí­ra. Þjóðsögurnar voru þá ekki sannar eftir allt saman…

* * *

Mánudagskvöldið setur mig hins vegar í­ nokkra klemmu. Þannig er að okkur Steinunni er boðið í­ mat til tengdó. Hún á nefnilega afmæli sem og Guðmundur mágur minn. Tengdó gerir góðan mat og yfirleitt eru kvöldverðarboðin hjá henni prýðileg skemmtun.

Á móti kemur að Framarar eru að spila í­ Kebblaví­k sama kvöld í­ fyrstu umferð Íslandsmótsins. Valið stendur sem sagt á milli þess að fara í­ huggulegt kvöldverðarboð og að mæta á skí­taleik í­ skí­taveðri í­ skí­tapleisinu Kebblaví­k. Framararnir munu örugglega tapa, ég verð vonsvikinn, kaldur og kvefaður – Steinunn verður pirruð og tengdó svekkt.

Að öllu þessu samanlögðu er valið einfalt. – …ég mæti til Kebblaví­kur.

Strokið um frjálst höfuð… Loksins!

Strokið um frjálst höfuð…

Loksins! Loksins!

Nú er öll friðarráðstefnu- og NATO-mótmælageðveikin að baki. Ég er úrvinda, en ákaflega hamingjusamur.

Ráðstefnan var frábær. Erindin sem þar voru flutt voru rosalega góð og fyrirlesararnir reyndust hið skemmtilegasta fólk. Viðtölin sem þau komust í­ tókust undantekningarlaust vel og ég hef fengið grí­ðarlega góð viðbrögð við viðtali Egils Helgasonar við Söru Flounders. Sara er hörkutól sem hefur heimsótt tugi strí­ðshrjáðra rí­kja. Þar á meðal írak, Súdan og Palestí­nu. Á sí­ðastnefnda staðnum tókst henni að smygla fjöldanum öllum af myndbandsupptökum af viðtölum við Palestí­numenn fram hjá í­sraelskum landamæravörðum, sem tættu í­ sundur farangur hennar og samferðarfólks hennar. Hún hefur nokkrum sinnum lent í­ háskalegum aðstæðum, s.s. í­ löndum þar sem borgarastyrjaldir fóru fram. – Menn geta verið sammála því­ sem Sara Flounders hefur að segja eða ósammála, en það er ótrúlegur hroki þegar blaðamenn sem skotist hafa í­ tvær til þrjár pakkaferðir á vegum NATO telja sig geta blásið á skoðanir hennar með þeim orðum að „svona fólk sé ekki í­ jafnvægi“. – Nú tel ég mig þekkja nógu vel til á Mogganum að vita að stórmennskubrjálæði er ekki forsenda þess að blaðamenn séu ráðnir þar til starfa,… en það hjálpar.

Ég lenti í­ allmörgum viðtölum vegna mótmælanna og ráðstefnunnar. Það er sláandi hvað NATO-sinnarnir tönnlast nú á því­ hvað mikilvægi NATO sé mikið. Mí­n reynsla er nú sú að ekkert sé öruggara merki um tilgangsleysi og tilvistarkreppu en að hamra á eigin mikilvægi. – Steininn tók þó úr þegar Halldór ísgrí­msson fór að tala um „hið mikilvæga hlutverk sem Íslendingum sé ætlað innan NATO varðandi samskiptin við Rússa“ – þar nefndi utanrí­kisráðherra það sérstaklega að Íslendingar gætu bjargað rússneskum sjómönnum úr sjávarháska ef færi gæfist!!! – Haag? Hversu langt er hægt að seilast í­ aularökum? – Hefðum við ekki bjargað Rússum í­ hafsnauð ef NATO-fundurinn hefði ekki komið til?

And-NATO rokktónleikarnir á Gauknum voru flottir. Þeir sem stóðu að þeim eiga heiður skilinn. Eins munu tónleikar Sigga pönk í­ Tjarnarbí­ói hafa verið öflugir.

Steinunn er byrjuð að vinna. Vonandi bloggar hún um það sem fyrst.

Sverrir Guðmundsson kom til starfa á minjasafnið í­ dag. Mér lí­st vel á þetta samstarf.

Á áðan náði ég í­ í­hluti í­ 10.000 barmmerki. Á kvöld mun Palli prenta út merki. Sjálfur ætla ég að malla eitthvað í­ kvöldmatinn, lí­ta svo á úrslitaleikinn í­ Meistaradeildinni og enda kvöldið í­ huggulegheitum uppi í­ sófa. Spurning um að renna við í­ rí­kinu á leiðinni heim og pikka upp eina góða frá Chile?

Mótmæli á þriðjudag Jæja, áfram

Mótmæli á þriðjudag

Jæja, áfram heldur öll klikkunin í­ tengslum við fundarhöldin. Vinsamlegast klippið út skilaboðin hér að neðan og sendið á alla og ömmur þeirra – en umfram allt, mætið á mótmælin:

Mótmælum öll!
– Hvert með sí­nu nefi

Nú í­ vikunni funda NATO-ráðherrar vestur á Melum. Á þeirri hjörð má finna margan misjafnan sauðinn. Afrekaskrá þessara manna er með þeim hætti, að enginn hörgull ætti að vera á tilefnum fyrir friðarsinna að mótmæla þeim á friðsamlegan hátt.

Á þriðjudag kl. 17, munu friðarsinnar úr ýmsum hópum og samtökum safnast saman við Hagatorg til að mótmæla strí­ðshaukunum.

Eflaust munu ýmsir vilja nota tækifærið til að vekja athygli á málum á borð við: kúgun Kúrda í­ Tyrklandi, stjörnustrí­ðsáætlun Bandarí­kjastjórnar, skipulagðri glæpsastarfsemi rí­kisstjórnar Berlusconis, notkun auðgaðs úrans í­ hernaði, viðkiptabanninu á írak, væntanlegum loftárásum á írak, stuðningi Bandarí­kjanna við ofrí­ki og yfirgang ísraelsmanna í­ Palestí­nu og almennri hernaðrstefnu NATO – svo eitthvað sé nefnt.

Allir friðarsinnar – hvaða nafni sem þeir nefnast – eru hvattir til að leggja leið sí­na á Hagatorg kl. 17 á þriðjudag og mótmæla, hver með sí­nu nefi!

Jamm.

Miðvikudagur… …og geðheilsan er enn

Miðvikudagur…

…og geðheilsan er enn í­ lagi.

Nú eru verkefnin að steypast yfir mann vegna:

a) ráðstefnunnar
b) mótmælanna í­ næstu viku
c) friðartónleikanna í­ næstu viku
d) útlendinganna sem eru að koma til landsins

Fyrir utan þetta eru svo minni bögg á borð við:

e) merkjaframleiðsla fyrir hin og þessi framboð
f) vinnan
g) prí­vatfjármálin.

Ef ég slepp óklikkaður úr þessu verð ég kátur.

* * *

Til hamingju með ammælið Palli.

Getur það gerst mikið aulalegra…

Getur það gerst mikið aulalegra…

…en að hlaupa í­ alla fjölmiðla landsins með fregnir af því­ að maður hafi veitt mannætuhákarl – þegar í­ ljós kemur að um var að ræða hámeri? – Dí­sös!

* * *

Er fánagreinaflokkurinn loksins að fá þá athygli sem hann á skilið? Tja, í­ það minnsta hringdi Linda Blöndal í­ mig á áðan og bað mig um að koma í­ viðtal um fána í­ fyrramálið á Rás 2. Hvernær var Sverrir (sem lí­till fugl hví­slaði að sé kominn með leynisí­ðu) beðinn um að koma í­ viðtal út af Tyrkjadruslunum sí­num? Hahaha!!!

* * *

Er ég koss dauðans í­ bloggheimum? – Ég var ekki fyrr búinn að linka á Adda rokk en hann hættir að hlaða inn nýjar greinar! – Þá var þessi Pressumoli um blogg okkar Múrarar ekki að rokka í­ mí­num huga. Maður heldur að maður sé stór kall, en svo er maður bara kallaður Stefán Jónsson!

Hitt er annað mál að auðvitað ætti Stefán Jónsson að byrja að blogga. Hann er góður drengur.

* * *

Tómas pottaskefill skrifar um blogg Sverris og veltir vöngum yfir því­ hversu lengi það verður leynilegt.

* * *

Vonandi vinnur Valur í­ kvöld! – Nú, hvers vegna? Jú, úr því­ að rauðklæddu helví­tin verða hvort sem er Íslandsmeistarar þá er skárra að það gerist í­ þremur leikjum en fimm. (Þá fá þeir ekki jafn mikinn pening í­ kassann.)

Mér er illa við Val. Já, ég segi það!

* * *

Yfirmenn mí­nir hafa komist að þeirri niðurstöðu að ég lifi alltof hamingjurí­ki lí­fi. Til að bæta úr því­ hafa þeir skipað mér að mæta á sviðsfund hjá skrifstofu forstjóra milli kl. 10 og 12 alla mánudagsmorgna hér eftir. – $%&#/%, $/&$%#&/## og %&%***$# ! ! !

Jamm.

Þriðja bloggfærsla dagsins Kominn aftur

Þriðja bloggfærsla dagsins

Kominn aftur úr tilgangslausum bí­ltúr í­ Mosfellsbæinn. Þar var Palli að leita að einhverju drasli í­ Volvo-beygluna sí­na, sem í­ ljós kom að kostaði klink í­ umboðinu. Bí­llinn hans er bremsulaus, en hann talar fjálglega um að eiga hann í­ tí­u ár í­ viðbót. – Tja, kannski til svepparæktar já!

* * *

Salvör bloggari tekur ljósmyndir á mótmælafundum. Það gerði hún lí­ka á fyrsta maí­. Þar má meðal annars sjá pabba og Stefán Jónsson glaðbeitta.

* * *

Ég er orðinn nokkuð smeykur um afdrif Evu, þýsku stelpunnar sem ég hýsti á dögunum. Lesið allt um málið hjá Steinunni

Á sama stað má lesa um það að stelpan sé að fara að byrja að vinna – þótt tí­mabundið sé. Það er að sjálfsögðu gleðiefni, þótt ég verði nú að viðurkenna að karlrembusví­ninu í­ mér hafi þótt pí­nulí­tið gaman að eiga heimavinnandi kærustu.

– Og já, Kolla, Steinunn er frá Norðfirði.

* * *

Er Addi rokk fyndnasti maður á Íslandi? Tja, ég hef a.m.k. lengi haldið því­ fram að hann sé á topp 10 listanum.

Einu sinni þjálfaði ég Adda rokk í­ Morfís. Hann varð ræðumaður kvöldsins í­ úrslitaleiknum í­ Háskólabí­ó. Hann spilar fótbolta út á Seltjarnarnesi í­ hópnum sem er á undan okkur félögunum. Addi er töffari.

Það er gleðiefni að Addi sé farinn að blogga. Hann ætti þó ekki að hafa áhyggjur af því­ þótt hann sé ekki búinn að hleypa heimdraganum. Það er bara partur af í­myndinni hjá Adda rokk að búa heima hjá Sillu stuð og Dóra.