Þögnin rofin Jæja, þá er

Þögnin rofin

Jæja, þá er ég ekki búinn að blogga sí­ðan á þriðjudag og skulda því­ föstum lesendum á því­ einhverjar skýringar.

Þannig er, að 1. maí­ var algjör kleppur. Eins og lesa má um annars staðar, þá stóð SHA fyrir morgunkaffi. Það var skemmtilegt, einkum í­ uppvaskinu. Vonandi græddum við marga, marga peninga á vöfflunum sem hægt verður að nota til að reka herinn úr landi – (peningana það er, ekki vöfflurnar).

Sí­ðdegis var kröfuganga. Hún var skemmtileg. Svo byrjaði fundurinn á Ingólfstorgi. Hann var ömurlegur. Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir voru viðlí­ka ósmekklegur brandari og lélega ræðan hans Sigurðar Bessasonar. – Löggan sagði að 15.000 hafi verið í­ göngunni. Við sem höfum tekið þátt í­ óteljandi göngum og mótmælafundum vitum betur. Þarna voru 4-5.000 manns.

Um kvöldmatarleytið lenti ég í­ sjónvarpsviðræðum við Guðmund Ólafsson hagfræðing um sósí­alismann, eins og fjallað hefur verið um. Mikið rosalega er Guðmundur stór maður og mikill um sig. Hann var hins vegar ekki í­ neinu stuði í­ umræðunum. Yfirleitt er hann nokkuð sniðugur í­ svona þáttum.

Kvöldið fór svo í­ Rauðan 1. maí­ að Hallveigarstöðum. Þar var skotheld dagskrá, en Margrét Guðnadóttir var sýnu best og hélt frábært erindi. Því­ miður drakk ég alltof mikinn bjór, sullaði svo rauðví­ni saman við og varð þunnur eins og elgur í­ kjölfarið.

Þegar ég loksins drattaðist á fætur á fimmtudaginn, þá var ljóst að ég yrði lí­till maður til vinnu og því­ var snarlega ákveðið að taka út sumarleyfisdag í­ bongó-blí­ðunni. Við Steinunn ókum til Þingvalla og erum þar með búin að rumpa af sunnudagsbí­ltúrum fyrir sumarið. – Þetta var sí­ðasti afslöppunardagur fyrir NATO-fundargeðveikina sem nú fer í­ hönd. Á kvöld verða þrykkt barmmerki, Steini verður sóttur á Keflaví­kurflugvöll eldsnemma í­ fyrramálið og svo byrjar hasarinn.

Jamm.

Þriðjudagur til þrautar… Stóri sívalningurinn

Þriðjudagur til þrautar…

Stóri sí­valningurinn hér að neðan er svonefnd sperrimúffa. Múffur þessar voru sérstaklega smí­ðaðar fyrir Rafmagnsveitu Reykjaví­kur. Með henni voru tvö kerfi sameinuð – annars vegar amerí­ska gasstrengjakerfið en hins vegar evrópska olí­ustrengjakerfið. Hægra megin á múffunni sést olí­ustrengurinn en vinstra megin gasstrengurinn. Miðhlutinn var til þess að einangra þann búnað sem tengdi þessa tvo hluta saman.

Já, þeir geta verið skemmtilegir skýringatextarnir á Rafminjasafni Orkuveitunnar. Undanfarna daga og vikur hef ég verið að grí­pa í­ að stokka upp sýninguna á safninu. Fyrsta skrefið hefur verið að setja upp skemmtilega sýningu tengda jarðlí­nunni, en sí­ðan ætla ég að fikra mig út í­ loftlí­nuna. (Þótt strangt til tekið hefði kannski verið eðlilegra að vinna þetta í­ hina áttina.)

Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera fremur dauflega hluti að skemmtilegum sýningargripum ef framsetningin er í­ lagi. Tökum sem dæmi sperrimúffuna sem textinn hér að ofan ví­sar til. Hún er í­ sjálfu sér nokkuð merkilegur gripur og vekur athygli gesta út af stærð. Núna hins vegar, vegna þess að við Óli Guðmunds erum búnir að koma upp dí­óðulýsingu í­ henni, þá stoppa allir gestirnir vel og lengi og virða hana fyrir sér.

Sömu sögu er að segja af gripunum frá jarðlí­nudeildinni. Á tí­u ár hafa þessir sömu gripir og þessar sömu ljósmyndir og við erum nú að leika okkur með, staðið út í­ horni eða legið í­ sýningarskápum. Nú höfum við hins vegar tekið eina myndina og stækkað upp í­ átta fermetra til að búa til bakgrunn, sett upp tjald eins og vinnuflokkarnir notuðu, útbúið ljósmynd í­ fullri lí­kamsstærð þannig að það virðast vera menn að störfum í­ tjaldinu og loks settum við dí­óður í­ prí­musinn fyrir tinbræðslupottinn þannig að hann virðist vera logandi. – Snilld!

* * *

Á gær kom Kjartan í­ heimsókn og horfði á sí­na menn í­ Arsenal nánast klára ensku deildina. Hann er í­ dag að skila inn ritgerðinni sinni í­ lagadeildinni og mun útskrifast í­ sumar. – Til hamingju Kjartan!

* * *

Sá fúli þrjótur Þór Steinarsson vogar sér að atyrða greinabálk minn um fána veraldarinnar á sí­ðunni sinni. Til að bí­ta höfuðið af skömminni lýsir hann svo stuðningi við Tyrkjaskrifelsi Sverris, en það er sá armi Óli Njáll sem spanar fólk upp í­ að lesa þá langhunda. – Þetta er mér að meinalausu, enda er lesturinn á fánagreinunum á Múrnum svo mikill að ekki munar um kepp í­ sláturtí­ð.

* * *

Nú styttist í­ HM í­ fótbolta. Ef ég væri ekki svona önnum kafinn í­ vinnunni, við að skipuleggja ráðstefnu og að framleiða barmmerki, væri ég orðinn viðþolslaus af spenningi.

Senn lí­ður að því­ að ég þurfi að ákveða með hverjum skuli halda í­ keppninni. Ekkert væri þó púkalegra en að velja bara eitt lið og gefa skí­t í­ öll önnur. Þvert á móti á maður að halda með mörgum liðum – einu sem á raunhæfan möguleika á að vinna en öðrum sem maður styður til allra góðra verka.

Við Óli Jó höfðum um langt skeið haldið hvor með sí­nu liðinu á HM. Ég hef alltaf verið sökker fyrir Argentí­nu en hann fyrir Þjóðverjum. Eins og gefur að skilja fer þetta ekki mjög vel saman. Þess vegna ákváðum við fyrir EM 1996 að komast að samkomulagi. Ég myndi hætta að halda stí­ft með Argentí­nu á stórmótum og hann myndi sleppa Þjóðverjunum. Á staðinn veðjuðum við á Frakka. Þeir ollu vissulega vonbrigðum 1996, en 1998 og 2000 stóðu þeir fyrir sí­nu. – Ég býst við að halda þetta samkomulag nú í­ ár og styðja Frakka sem heimsmeistara.

En ví­kjum nú að hinum liðunum mí­num á HM:

a-riðill: Frakkland, Senegal, Uruguay, Danmörk. – Hér er valið einfalt. Frakkarnir vinna að sjálfsögðu og svo vona ég að Uruguay lendi í­ 2. sæti. Uruguay var mitt lið 1990, með Enzo Fransescoli fremstan í­ flokki. Útkoma þeirra olli vonbrigðum, en maður sví­kur ekki gömul uppáhaldslið. – Dani þoli ég ekki frá allri móðursýkinni í­ kringum það lið 1986 og 1992. – Senegal mætti alveg vinna Dani mí­n vegna.

b-riðill: Paraguay, Suður Afrí­ka, Spánn, Slóvení­a. – Hér á ég ekkert lið í­ neinu sérstöku eftirlæti. Paraguay er samt skaplegasti kosturinn – þó ekki væri nema vegna Chilaverts.

c-riðill: Brasilí­a, Kí­na, Tyrkland, Kosta Rí­ka. – Æi. Af hverju þurftu Brassarnir að fá svona léttan riðil? Vonandi verða Kosta Rí­ka-menn ekki leiknir of grátt. Annars er mér skí­tsama.

d-riðill: Portúgal, Bandarí­kin, Suður Kórea, Pólland. – Humm. Það tekur sig varla að hafa skoðun á þessum riðli. Portúgal vinnur með hendur fyrir aftan bak og baráttan um annað sætið verður milli heimamanna og Pólverja. Pólverjar voru fí­nir 1982 – ætli maður styðji þá ekki bara aftur?

e-riðill: írland, Kamerún, Sádi Arabí­a, Þýskaland. – Urgh! Hér er mér illa við öll keppnislið. írarnir eru þó svo sjarmerandi vont fótboltalið að það er ekki hægt annað en að styðja þá.

f-riðill: Argentí­na, Ní­gerí­a, England, Sví­þjóð. – Hér verða Argentí­numenn að vinna. Og mikið óskaplega væri skemmtilegt ef Englendingar féllu úr keppni. Þá yrði þjóðhátí­ð hjá Skotum.

g-riðill: Mexí­kó, Ekvador, Króatí­a, ítalí­a. – Þetta er sennilega skemmtilegasti riðillinn. Ekvador verður maður vitaskuld að styðja – þeir eru spútniklið Suður-Amerí­ku um þessar mundir. Mexí­kó? Af hverju ekki?

h-riðill: Japan, Belgí­a, Rússland, Túnis. – Ofboðslega er þetta slappur riðill. Ætli Japan fari ekki upp úr riðlinum – sennilega ásamt Rússum? Annars er tilgangslaust að velta sér upp úr þessum riðli. Þessi lið verða öll fallbyssufóður í­ næstu umferð.

– Nema hvað! Dyggir lesendur mega búast við langhundum um HM á næstunni.

No alla NATO! Jæja, þá

No alla NATO!

Jæja, þá er þessi helgi búin og enn einu sinni kem ég þreyttari undan frí­dögunum en vinnunni. En afköstin voru góð. Á sunnudaginn var skiltalager herstöðvaandstæðinga tekinn í­ gegn og búin til skilti með slagorðum gegn NATO á fjölda tungumála – þ.á.m. á í­tölsku, pólsku og grí­sku.

* * *

Ég er augljóslega óður kommi ef marka má þetta stjórnmálapróf sem írmann ví­saði í­. Ég fæ 8,1 á frjálslyndisskalanum en 8,5 á vinstri/hægri skalanum í­ efnahagsmálum. Mér sýnist ég vera harðari en Tony Benn!

* * *

Á gær tókum við Steinunn á móti Evu, sem er þýsk stelpa á leiðinni til Borgarfjarðar eystri að vinna á sveitabæ. Eva segist hafa verið í­ Edinborg um leið og ég að læra lögfræði og að við höfum hist einu sinni, á úrvalsbarnum Standing Orders – ég man ekkert eftir því­. Hún er hins vegar vinkona Thorstens, kunningja mí­ns frá Hamborg og það er því­ fyrir hans milligöngu að ég ákvað að lána Evu í­búðina mí­na. – Aumingja stelpan varð heldur kindarleg þegar hún sá kvöldfréttirnar í­ gær, með myndum af mannhæðarsköflum á Austurlandi. Það er alls óví­st hvort flogið verður til Egilsstaða í­ dag og hún gæti því­ orðið veðurteppt í­ bænum. – Það vona ég að gerist ekki, þó ekki væri nema vegna þess að ég er búinn að boða Kjartan félaga minn á Hringbrautina í­ kvöld að sjá Arsenal klára ensku deildina.

* * *

Mikið er nú leiðinlegt að Stók skyldi hafa klúðrað þessu í­ gær. – Einu sinni skrifaði ég 10 greina bálk á vefritið Sleggjuna (blessuð sé minning þess) um Stók. Hann nefndist „Stók er djók!“ – Þeim titli stal sí­ðar ræflarokkarinn Ceres 4 og notaði í­ afbragðsgóðu lagi.

Jamm.

Síðdegisblogg… Vorboðinn ljúfi er ekki

Sí­ðdegisblogg…

Vorboðinn ljúfi er ekki lengur lóukvikindið sem skrí­kir með óhljóðum sem bara Íslendingar geta heillast af. Nei, vorboði samtí­mans er bloggsí­ður – sem nú spretta upp eins og gorkúlur. Viðar Pálsson, sagnfræðingur og óperuunnandi er kominn í­ hóp bloggara. Sömu sögu má segja um Braga Skaptason, Star Wars-aðdáenda og fyrrum MH-ing. Bragi var einu sinni barþjónn á Kokteilbarnum í­ kjallara Miðbæjarmarkaðarins. Þar var meira að segja bjórinn serveraður með litlum pappí­rs-sólhlí­fum. Við Palli reyndum einu sinni að gerast fastagestir á Kokteilbarnum, en hann reyndist vera of mikil rottuhola – jafnvel fyrir okkur Palla og fór svo á hausinn. – íður var í­ sama húsnæði rekið kaffihúsið Ingólfsbrunnur. Það sóttum við Palli lí­ka, en sama gilti um þann stað og Kokteilbarinn og allt fór beint á kúpuna.

* * *

Sigga bleika og írmann-sem-er-búinn-að-skila-inn-doktorsritgerð-til-hamingju-með-það þykjast hafa himinn höndum tekið með áströlsku sápunni „The Secret Life of Us“. Ég sá þessa þætti í­ Skotlandi í­ fyrra og þeir eru bara ekki að virka fyrir mig. Annars er ég alveg að koðna niður í­ sjónvarpsglápi og hef ekki séð EastEnders í­ óratí­ma.

* * *

Steinunn segir allt sem segja þarf um barmmerkjagerð þessa helgina. Nú mun ég fá í­ bakið og öxlina…

* * *

Held ég með KA gegn Haukunum í­ handboltanum? Ég er ekki alveg viss. Það eru rök með og á móti:

Með:
Það yrði fyndið ef Haukarnir, verandi með langsterkasta hópinn myndu tapa.
Það yrði lí­ka fyndið að heyra Viggó væla.

Móti:
Þar sem Haukarnir eru bestir, þá eiga þeir skilið að vinna.
Ekki vil ég að Valur verði meistari.
Ef Haukarnir verða Íslandsmeistarar kemst Fram í­ Evrópukeppni bikarhafa.

Sí­ðasta atriðið vegur þyngst – ég held með Haukum…

* * *

Nú verður maður eiginlega að skella sér til Englands! – Á heimasí­ðu Luton Town kemur fram að Mick Harford og Brian Stein muni taka fram skónna og spila í­ vináttuleik á Kenilworth Road. Mick Harford er hetja. – Nei, hann er miklu meira en það,… hann er sigur mannsandans yfir efninu.

* * *

Eru álfar kannski menn? – Tja, þá stórt er spurt…

Afa- og ömmustrákur Ég á

Afa- og ömmustrákur

Ég á einn afa og eina ömmu á l­fi. „Harri afi og amma Þóra“ búa á Neshaganum og hafa gert það frá því­ að þau fluttu að vestan á sjötta áratugnum. Ég er elsta barnabarnið og ólst að töluverðu leyti upp hjá gömlu hjónunum. Fyrir vikið hef ég alla tí­ð verið nánast í­ guðatölu hjá afa og ömmu, sem telja að ég geri allt réttast og best.

Afi gerði mig að Framara. Fyrir það verð ég honum eilí­flega þakklátur! – Að öðrum kosti hefði ég lí­klega leiðst út í­ að styðja KR. Þá væri nú skárra að lenda í­ klóm fí­kniefnadjöfulsins.

Afi stuðlaði lí­ka að því­ að ég yrði sósí­alisti. – Þáttur hans í­ því­ máli er þó ekki jafn stór og varðandi Fram-stuðninginn. Ég hefði örugglega orðið kommi þó gamla mannsins hefði ekki notið við.

Amma kenndi mér hins vegar sannleikann um krata.

* * *

Á miðvikudagskvöldið keyrði ég ömmu á Landsspí­talann til að heimsækja afa sem liggur þar með sýkingu í­ fæti. Sú gamla á það til að tala nokkuð samhengislaust og virðist lí­tið kippa sér upp við það hvort einhver fylgist með eða hvort hún tali bara við sjálfa sig.

Á leiðinni á spí­talann sneri amma sér að mér og sagði: „Þau eru að rí­fast í­ sjónvarpinu þau Inga Jóna og ungi læknirinn.“ – „Huh, já. Hann Dagur B. Eggertsson“, svaraði ég. „Já, Dagur heitir hann“ – segir þá amma – „…ég bara get ekki kosið kratana. Þeir eru alltaf eins. Þeir þykjast vera vinstrimenn en vilja ekkert fremar en að vinna með í­haldinu. Ég man hvað hann [nafngreindur núlifandi krataleiðtogi] var alltaf ógeðslegur. – Ég bara get ekki kosið þá…“

Ég þagði og reyndi að láta mér koma í­ hug einhver rök fyrir því­ að kjósa R-listann, en gamla konan hélt áfram: „Afi þinn segir hins vegar að ég verði að kjósa R-listann. Honum lí­st svo illa á að Björn vinni. – En kratarnir eru bara ómögulegir.“

„Uh!“ – tuldraði ég – „nú er konan hans Sveins Rúnars – þarna, hún Björk. Hún þykir ágæt…“ – „Já“, svaraði amma, „hún er ví­st mjög góð. Ætli maður verði ekki bara að kjósa þetta.“ – „íhm…“ svaraði ég.

Vinnublogg Jæja, þá var ég

Vinnublogg

Jæja, þá var ég að ljúka við að semja bréf til stjórnar Samorku og ræða við Aðalstein Guðjohnsen, fyrrverandi rafmagnsstjóra í­ Reykjaví­k um efni þess. Á stuttu máli er ég að leggja það til að stofnuð verði nefnd til að undirbúa 100 ára afmæli þess að Jóhannes Reykdal lét virkja Hamarskotslækinn í­ Hafnarfirði, en það var einmitt fyrsta rafveita á Íslandi.

Ég tel rakið að nota þessi tí­mamót til að lyfta grettistaki í­ kynningu á sögu í­slenskrar rafvæðingar. Ég lendi stöðugt í­ því­ í­ starfi mí­nu hjá Orkuveitunni að menn – einkum útlendingar – kalla eftir heildstæðum upplýsingum um rafmagnsmál á Íslandi: staðlaðar upplýsingar um stærð og framleiðslu rafstöðva; dreifikerfi landsins; sögu virkjanna o.s.frv. o.s.frv.

Þess vegna hef ég látið mér til hugar koma að nota mætti 100 ára afmælið til að kippa þessu í­ liðinn. Mér þætti vel koma til greina að útbúin yrðu upplýsingapjöld – t.d. eins og fótbolta- og körfuboltamyndir sem krakkar safna, með þessum upplýsingum. Verða í­slenskar rafstöðvamyndir næsta Pókemon? Það skyldi þó aldrei vera!

* * *

Barmmerkin okkar eru rifin út eins og e-pillur. Vonandi tekst okkur Palla að ná út úr tollinum í­ tæka tí­ð hráefnum í­ fleiri barmmerki. Sennilega verða framboð um land allt nagandi hjá okkur þröskuldinn að fá merki og útlitshönnun.

* * *

Á gær var aðalfundur húsfélagsins heima á Hringbraut. Þar var Valur Norðri, Framari og ofurmenni endurkjörinn formaður. Hinn ofvirki gjaldkeri húsfélagsins heldur sömuleiðis áfram, sem þýðir að næsta árið mun ég reglulega fá inn um lúguna Húsfélagspóstinn með hugleiðingum gjaldkerans um mikilvægi þess að hækka meðalaldurinn í­ húsinu. – Losna við okkur pönkarana og fá ellibelgi inn í­ staðinn.

* * *

Og talandi um pönkara. – Á kvöld verður stefnan tekin á Tvö dónaleg haust á Grand rokk. Tvö dónaleg haust eru skrí­tin hljómsveit. Hún hætti að spila fyrir mánuði, en hefur sí­ðan þá haldið a.m.k. þrjú rí­júní­on.

Jamm.

Sumarmaðurinn er fundinn! Jæja, þá

Sumarmaðurinn er fundinn!

Jæja, þá er búið að fá úr því­ skorið hver verður sumarstarfsmaður hjá mér á Minjasafninu. Það er sá ljúfi drengur Sverrir Guðmundsson.

Sverrir er um þessar mundir hagfræðinemi, en hefur einnig verið verkfræði í­ Háskólanum auk þess sem hann var viðriðinn Hið í­slenska eimreiðarfélag sem var skilgetið afkvæmi internetbólunnar á sí­num tí­ma. Sverrir starfaði í­ nokkur sumur við Búrfell á vegum Landsvirkjunar og er forfallinn áhugamaður um orkusögu. Hann er einnig með stjörnufræðidellu, sem þýðir að hann og Ólafur Guðmundsson kennari og verktaki við safnið munu geta dundað sér saman. – Ég bind vonir við að Sverrir gæti sí­ðar verið í­hlaupamaður í­ Rafheimum ef ég forfallast, r.d. vegna veikinda.

Sennilega er pilturinn þó einna þekktastur fyrir þátttöku sí­na í­ Gettu betur. Þegar hann var busi, veturinn 1995-6, þá var hann valinn liðsstjóri spurningaliðs MR en þá var ég þjálfari þess. Einhverju sinni kom Logi Bergmann Eiðsson í­ heimsókn á æfingu og tók okkur sem tengdumst liðinu tali, var viðtalið sýnt í­ Dagsljósi sem þá var á dagskrá fyrir fréttir.

Logi ræddi við okkur um daginn og veginn í­ viðtalinu, en benti svo á Sverri og spurði hver hann væri. Þá greip ég orðið og upplýsti sjónvarpsáhorfendur um að þessi ungi piltur héti Sverrir Guðmundsson og að hann myndi vinna spurningakeppni framhaldsskólanna fyrir Menntaskólann fimmta, sjötta og sjöunda skiptið í­ röð. – Allir liðsmennirnir stirðnuðu upp – sem og Sverrir og Logi, sem loksins stundi út úr sér: „það vantar ekki í­ ykkur drýldnina!“

Sí­ðar hefur sagan leitt í­ ljós hvort um drýldni eða rétt stöðumat hafi verið að ræða.

Mánudagsfærsla Jæja, þá er helgin

Mánudagsfærsla

Jæja, þá er helgin afstaðin og sennilega rétt að fara yfir stöðu og horfur af vettvangi baráttunnar:

Meginafrek helgarinnar fólst í­ því­ að ég Palli (sem hefur lí­tið bloggað eftir góða byrjun) og Steinunn (sem er eitthvað að hressast í­ blogginu), bjuggum til 600 barmmerki fyrir R-listann. Það var félagi Proppé sem fékk okkur til verksins.

Palli hannaði últrasvöl merki og notaði til þess hönnun sem við höfðum verið að velta fyrir okkur að nota fyrir Vinstri græna, en þar virðist ævintýramennska í­ hönnun ekki eiga upp á pallborðið. – Nema hvað, við gerðum þessi 600 merki núna um helgina og þurfum að gera 400 í­ viðbót til að klára pöntunina. Eitthvað segir mér að 1.000 merki dugi R-listanum engan veginn í­ heimsóknum sí­num í­ framhaldsskóla og því­ verði pöntunin stækkuð. Þá er eins gott að slúbbertarnir í­ Bandarí­kjunum sem við kaupum merkin frá geti afgreitt pöntun í­ hvelli.

– Það er rétt að taka það fram, að þessi barmmerkjaframleiðsla er ekki gerð í­ hagnaðarskyni. Við seljum merkin bara fyrir framleiðslukostnaði auk þess sem við erum að ná upp í­ stofnkostnað á gömlu pressunni (sem framleiðir einnar tommu merki) og festa kaup á nýrri pressu (sem framleiðir eina og hálfa tommu).

* * *

Sunnudagurinn fór að miklu leyti undir SHA-vinnu. Þar var ákveðið að ráðast í­ það um næstu helgi að dytta að kröfuspjöldum og fánum samtakanna. Sum hver mættu fá málningarslettur á stöku stað auk þess sem brýnt er að útbúa ný merki og slagorð. Það verður væntanlega handagangur í­ öskjunni á sunnudaginn kemur þegar við dembum okkur í­ þessa vinnu og ekki mun veita af vinnufúsum höndum – helst fólki sem dregið getur pensil skammlaust. Sjálfboðaliðar geta meldað sig hjá sha@fridur.is.

* * *

Á þriðju deildinni ensku tókst Luton að vinna enn einn leikinn um helgina og fóru því­ upp ásamt Plymouth og Mansfield. Það eru bjartir tí­mar fram undar hjá Luton og ég hef fulla trú á að liðið nái að komast upp úr 2. deildinni innan tí­ðar. Það væri þó ekki sniðugt að fara upp strax í­ fyrstu atrennu. Mörg lið hafa feilað á því­ að fara upp tvö ár í­ röð. – Að sama skapi er gleðilegt að sjá WBA í­ úrvalsdeildinni á nýjan leik. Verst að það skuli hafa gerst á kostnað Úlfanna.

* * *

Á gær skelltum við Steinunn okkur svo í­ bí­ó ásamt Palla og Hildi. Fyrir valinu varð nýja David Lynch-myndin í­ Háskólabí­ói. Þetta er rosalega töff mynd og fjölmargar frábærar senur. Hitt er svo annað mál að seinni hlutinn er gjörsamlega óskiljanlegur. Lynch er töffari og leikararnir fara margir hverjir á kostum!

* * *

Er BKI besta kaffi á Íslandi?

– Nei, svo sannarlega ekki! Það er algjört skólp.

Föstudagur – og vinnan er

Föstudagur – og vinnan er rétt að byrja…

Jæja, þá fer maður loks að sigla inn í­ nýja helgi með öllu því­ streði sem því­ fylgir. Fyrir mánudaginn þarf ég að koma fjórum hlutum í­ verk:

i) Semja grein um NATO-fundinn í­ maí­ fyrir Stúdentablaðið.
ii) Senda bréf á erlendu fyrirlesarana sem tala eiga á ráðstefnu okkar friðarsinna.
iii) Senda út Dagfara, fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga á félagsmenn.
iv) Þrykkja út hátt í­ þúsund barmmerkjum fyrir R-listann.

Eflaust furða einhverjir sig á sí­ðasta atriðinu á listanum, en málið er að við Palli festum fyrir nokkru kaup á barmmerkjapressu og höfum svo verið að dunda okkur við að búa til merki fyrir hina og þessa aðila. Það er hörkuskemmtilegt, enda erum við barmmerkjanördar. Merkin sem við erum búnir að hanna eru últrasvöl og verða rifin út ef af lí­kum lætur. Lí­klega munu þessi merki ein og sér duga til að tryggja R-listanum sigur í­ borginni. – Ójá.

* * *

Tilvitnun mí­n í­ Cemetry Gates með The Smiths í­ sí­ðustu færslu hefur vakið mikla athygli. Þetta lag er með betri lögum á plötunni The Queen is Dead sem er besta plata The Smiths og sennilega ein af fimm bestu plötum sem gerðar hafa verið. Besta lag Smiths er hins vegar Paint a Vulgar Picture af Strangeways Here We come. – Mikið væri nú gaman ef Morrissey og Marr myndu ná rí­júní­oni frekar en að framleiða drasl hvor í­ sí­nu lagi. (Morrissey hefur reyndar gert slatta af fí­nu dóti – en ekkert jafn gott og Smiths-lögin.)

* * *

Luton-blogg mitt hefur einnig kallað á viðbrögð. Jóhannes Birgir Jensson, gamall MK-ingur sem mun hafa keppt fyrir hönd sí­ns skóla í­ Gettu betur og þá verið í­ sama liði og höfuðsnillingarnir Bjarni Benjamí­nsson og Snorri Freyr Dónaldsson, sendi mér póst til að fetta fingur út í­ málfar í­ greininni og sendi mér jafnframt link á fyndna frétt um óðan Luton-mann sem hyggst fá sér húðflúr. Jóhannes spyr hvort Luton sé jafn staurblankt og uppáhaldsliðið hans: Sheffield Wednesday. Svarið er nei. Luton er þokkalega statt nú um stundir, enda í­ eigu auðkýfings með meira fé en vit. Klúbburinn er að fara að byggja sér 25.000 manna völl sem verður langflottastur. Ný gullöld mun senn ganga í­ garð í­ Luton!

Af MK-liði Jóhannesar og félaga árið 1995 er það annars helst að segja, að það var grí­ðarlega óheppið að fara ekki alla leið í­ úrslit. Þess í­ stað töpuðu þeir í­ bráðabana í­ fjórðungsúrslitum gegn Versló, sem Haukur Eggertsson fór fyrir. Bjarni Benjamí­nsson var á þessum tí­ma ágætur kunningi minn og sat með mér í­ stjórn Verðandi, samtaka ungs Alþýðubandalagsfólks. Ég held að það séu bara tvær manneskjur sem ég þekki sem geta kjaftað mig í­ kaf. Það eru Bjarni og Gerður Magnúsdóttir. Mikið væri gaman ef þau færu að blogga!

* * *

Bloggið hennar Steinunnar fer rólega af stað. Ég held að hún sé að eyða of mikilli orku í­ að velta fyrir sér kostum, göllum, takmörkunum og eðli bloggsins sem fyrirbæris. Annars held ég að Sverrir svari þessum tilvistarspekilegu vangaveltum hennar ágætlega í­ nýlegum pistli sí­num.

Hvernig væri að reyna frekar að blogga um afrek sí­ðustu daga? Tónleikana í­ Borgarleikhúsinu? Kostnaðinn vegna viðgerðarinnar á bí­lnum? Halda áfram að barma sér yfir kvefi og magapí­nu? – Minni naflaskoðun, meiri persónuupplýsingar!

* * *

Já og svo las ég einhvers staðar að úrslitaleikur Morfís sé í­ kvöld! Nú hef ég ekki fylgst með þessari keppni í­ lengri tí­ma og mun ekki horfa á útsendinguna á Skjá einum. Engu að sí­ður get ég ekki leynt því­ að ég er pí­nulí­tið ánægður með að FB sé komið í­ úrslit á nýjan leik. Raunar hef ég þjálfað báða skólana sem keppa í­ kvöld – FB og MH. FB þjálfaði ég 1994-5 og 1995-6. Seinna árið sigruðum við í­ keppninni. Ég kom svo að þjálfun MH 1998 þegar skólinn tapaði fyrir MA í­ úrslitum. FB er skóli með stórt hjarta og raunar sá framhaldsskóli sem mér fannst skemmtilegast að vinna með á alltof löngum þjálfaraferli…

Jamm.