Enn fjölgar í bloggheimum… Humm,

Enn fjölgar í­ bloggheimum…

Humm, rosalega rann ég á rassinn þarna. Ég ætlaði að vera voðalega sniðugur og ljóstra því­ upp að Steinunn væri farin að blogga, en gefa ekki upp slóðina. Sverrir var aðeins sneggri að hugsa en ég og sló einfaldlega inn slóðinni steinunnthora.blogspot.com. Jæja, þá er ví­st alveg eins gott að leyfa hverjum sem er að valsa þar inn og út. Bara vonandi að stelpan standi sig í­ að halda þessum skrifum úti…

En það er ekki bara Steinunn sem er byrjuð að blogga. Daví­ð Logi Sigurðsson Moggablaðamaður – og sennilega sá maður sem hefur sent Múrnum hvað flest skammar-/aðdáendabréf, er lí­ka kominn í­ loftið með blogg. Daví­ð Logi er menntaður maður og írlandsvinur og gefur blogginu sí­nu því­ að sjálfsögðu bókmenntaví­sun. Það heitir: „A Terrible Beauty is born“. Iss, segi ég nú bara og svara fyrir mig með ennþá flottari ví­sun:

Keats and Yeats are on your side
but you lose because Wilde is on mine

Þeir sem fatta djókinn mega senda mér tölvupóst. (skuggabaldur@hotmail.com)

Jamm.

Bögg og leiðindi Voðalegt vesen

Bögg og leiðindi

Voðalegt vesen er þetta með bloggerinn. Alltaf þegar maður er í­ stuði að skrifa eitthvað sniðugt, þá liggur sí­ðan niðri. Ætli það endi ekki á því­ að ég verði að fá Palla til að redda fyrir mig einhverju sniðugu uppfærslukerfi þannig að ég verði ekki lengur upp á bloggerinn kominn. – Palli hefur vitaskuld ekkert betra við tí­ma sinn að gera, enda dólar hann sér bara í­ vinnunni og lætur sér leiðast eins og allir vita.

* * *

Á þessum helví­tis veikindum um helgina tókst mér loksins að láta verða af því­ að stofna bloggsí­ðu fyrir Steinunni. Hún varð foxill eins og við var að búast, en mér er vonandi að takast að dekstra hana til að fara að blogga reglulega. Þegar það verður komin einhver festa í­ það hjá henni, þá birti ég slóðina á þessari sí­ðu en ekki fyrr.

* * *

ígúst Flygenring var svo vænn að senda mér ráð um hvernig fylla eigi út ákveðna þætti á skattframtalinu. Ég þekki ígúst ekki mikið, en hef þó átt í­ nokkrum netsamskiptum við hann. Ég hef aldrei áttað mig almennilega á því­ varðandi drenginn hvort hann er vinstrisinnaðasti hægrimaður landsins eða hægrisinnaðasti laumukommi sem sögur fara af. Ég hallast frekar að sí­ðari valkostinum.

* * *

Á áðan litum við Palli á fund með nokkrum fulltrúum úr framvarðarsveit ungliða í­ R-listanum, þar sem rætt var um strategí­u og auglýsingamál. Sum þeirra hafa fí­nar hugmyndir, en inn á milli má finna meiri aulabárða. Við Palli munum væntanlega taka að okkur að gera barmmerki fyrir framboðið. Við lumum nefnilega á barmmerkjapressu, því­ við erum merkjatöffarar.

* * *

Merkilegar fréttir úr skoska fótboltanum. Önnur lið en Celtic og Rangers eru að búa sig undir að henda Glasgow-risunum út úr skosku deildarkeppninni. Það yrði magnað! Raunar hef ég verið að komast inn á að slí­kt yrði skoska fótboltanum aðeins til góðs. Mí­nir menn í­ Skotlandi eru vitaskuld Hearts. Ég gæti skrifað langhunda um hversu gott það lið er.

* * *

Bráðum verð ég að rí­fa mig upp úr þessu sleni sem ég hef verið í­ undanfarna dag og jafnvel vikur. Ég er ekki að standa mig í­ að skrifa á Múrinn og allt of mikil vinna lendir á félögum mí­num (sem standa sig eins og hetjur). Friðarvefurinn er alltof daufur og í­o vinnunni hrannast upp óunnin verkefni. Hugsanlega er þetta stress út af ráðstefnunni í­ maí­ og allt verði betra eftir mánuð. A.m.k. gengur þetta ástand ekki til lengdar…

Jamm.

Taka tvö Jæja, þá get

Taka tvö

Jæja, þá get ég haldið áfram þar sem frá var horfið fyrr í­ dag.

Myndin um Viggu var sem sagt fúl – eða öllu heldur ví­ðáttuhallærisleg. Aðstandendum myndarinnar tekst afskaplega vel að koma því­ til skila að Vigdí­s sé óskaplega bissý og eigi marga útlenska vini sem hringi í­ hana í­ tí­ma og ótí­ma. Eftir fimmta skotið af Vigdí­si svara í­ sí­mann og uppgötva að það var einhver frá: Japan, ístralí­u eða Fjarskanistan á hinni lí­nunni, þá var þetta orðið óskaplega þreytt.

Og hvað er konan svo að gera á öllum þessum fundum og ráðstefnum? Aldrei kom það nú fram.

Ef fólk er í­ raun og veru einstakt, frábært og heimsfrægt (og ég skal vel trúa því­ að Vigga forseti sé allt þetta), þá þarf ekki að draga fram fullt af fólki til að votta það.

Ekki bætti úr skák hvernig reynt var að gefa innsýn inn í­ „daglegt lí­f“ forsetans. Það er einfaldlega ekki hægt með myndatökumann og hljóðmann á hælunum. Skúnkalegasta senan af þessu taginu var þegar leigubí­lsstjórinn í­ Köben var látinn snúa sér við í­ sætinu og spyrja í­ forundran: „Hey, varst þú ekki forseti Íslands?“ – Aha! Skarpur strákur – hann grunaði sem sagt að konan í­ fylgd myndatökuliðsins í­ aftursætinu gæti verið fræg!

Mætti ég þá heldur biðja um viðmælendur Völu Matt í­ Innliti-útliti koma stí­fmeikaðir og steinhissa til dyra þegar hún lí­tur í­ heimsókn.

Urgh!

Blogg til einskis Nú ætlaði

Blogg til einskis

Nú ætlaði ég að byrja að blogga um það hvað myndin um Viggu Finnboga var léleg og leiðinleg, til að andmæla írmanni sem mærir hana á sí­ðunni sinni. En þá hringdi sí­minn og ég verð að fara út. Djö. – Meira um þetta sí­ðar.

Þessar áleitnu spurningar… Snörl, hóst

Þessar áleitnu spurningar…

Snörl, hóst og hnerr! Hvers vegna er ég svona kvefaður? – Eða öllu heldur, úr því­ að ég var byrjaður að vera kvefaður á fimmtudaginn – hvers vegna fór ég þá á barinn? Og – úr því­ að kvefið ágerðist bara við það, hvers vegna fór ég þá í­ partýið heima hjá Huginn (eins og lesa má um á ótal bloggsí­ðum). Og í­ þriðja og sí­ðasta lagi – úr því­ að partýið og bjórþambið á 22 á eftir gerði ekkert annað en að auka á óhamingju mí­na og tryggðu að ég mátti vart mæla á UVG-fundinum á laugardaginn, hvers vegna í­ andskotanum drakk ég svona mikinn bjór í­ útskriftarboði Sveinafélags rafiðnaðarmanna sem haldið var hér á safninu í­ gærkvöld.

Nú hef ég aldrei þóst vera maður ósérhlí­finn – þvert á móti kveinka ég mér yfirleitt undan öllum flensum og kvefi. En þetta er algjört met! Ég er viss um að ég er kominn með hita og mun ekki komast í­ vinnuna á morgun!

Það verður hálf-álkulegt að hitta félaga Hrafnkel úr miðnefnd SHA á næsta fundi. Hann nauðaði þessi reiðinnar býsn í­ mér að „heilsast að Glasgow-sið“, sem er slangur yfir að berja saman hausum. Eftir nokkurra mí­nútna kvabb lét ég til leiðast og skallaði manninn hraustlega. Hann vankaðist og fékk örugglega dúndrandi hausverk í­ kjölfarið. Er ég orðinn bulla?

* * *

Það er búið að vera stórmerkilegt að fylgjast með framvindu mála í­ Venesúela undanfarna daga. Fyrst eftir að Chavez var hrakinn frá völdum, þá stukku allir í­slensku fjölmiðlarnir á kenningar hægripressunnar í­ BNA þess efnis að Chavez væri fylgislaus og að í­ raun væri það almenningur en ekki herinn sem hefði velt honum úr sessi. Þær skýringar virðast hafa verið skotnar í­ kaf – a.m.k. ef marka má fregnir af því­ að hann hafi komist aftur til valda og að herforingjarnir hafi hrokkið undan með skottið á milli lappanna.

* * *

Ég er enn ekki búinn að skila skattframtalinu mí­nu á netinu. Þar vefst aðallega fyrir mér að finna hvar ég get fært kostnað við húsaleigu á móti leigutekjum. Einhver góðhjörtuð sál sem les þetta mætti senda mér ábendingar í­ vinnuna (minjasafn@or.is).

* * *

Luton gerði bara jafntefli en Plymouth vann um helgina. Fyrir leikinn var Luton búið að vinna 12 leiki í­ röð. – Þetta þýðir að við vinnum ekki titilinn í­ ár, en förum upp út á annað sætið. Shit happens!

Verra gæti það þó verið. Ég gæti verið Wolves-maður eins og Palli. Úlfarnir eru lí­klega búnir að missa af því­ að komast beint upp og lenda í­ umspili. Það er fyndið að skí­taliðið WBA hafi skotið þeim ref fyrir rass.

* * *

Ég er lí­ka fúll yfir handboltanum. Hvernig er hægt að halda úrslitakeppni án Safamýrarstórveldisins? Framarar eru miklu betri en mörg þessara liða í­ úrslitakeppninni, en fyrstu umferðirnar reyndust dýrkeyptar.

* * *

Tengdapabbi var í­ bænum um helgina, í­ einhverri höfuðborgarferð starfsmannafélags Sí­ldarvinnslunnar. Ekki get ég þó sagt að ég hafi hitt hann nema í­ mýflugumynd og við skiptumst ekki á mörgum orðum. Hann er lí­tið gefinn fyrir að blaðra um allt og ekkert. Sennilega gæti ég lært margt af honum í­ þeim efnum.

Sumarstarfsmannsraunir Jæja, þá er komið

Sumarstarfsmannsraunir

Jæja, þá er komið að því­ að maður þurfi að ráða sumarstarfsmann hér á Minjasafnið.

Undanfarin ár hefur sú vinnuregla verið viðhöfð að ráða nema, helst úr sagnfræði, til að leysa af hér á safninu og taka á móti gestum.

Hvað felst í­ starfinu?

Að taka á móti gestum á Minjasafni og hjálpa til við vinnu á safninu. Einnig að geta farið upp í­ Gvendarbrunna og taka þar á móti hópum. Viðkomandi þarf því­ að geta:
i) Sett sig hratt og örugglega inn í­ undirstöðuatriði varðandi sögu rafmagnsveitu og vatnsveitu
ii) Talað fyrir framan hóp af fólki skammlaust
iii)Talað ensku vel og helst brugðið fyrir sig dönsku eða Norðurlandamáli. Þýska væri ágæt lí­ka, en ekki skilyrði
iv) Vegna Gvendarbrunnaþáttarins, þyrfti viðkomandi helst að hafa aðgang að eigin bí­l

Eitthvað fleira sem vert er að vita?
i) Viðkomandi þarf að vera reiðubúin(n) að vinna mikið. – Sannast sagna eru launakjörin ekki par merkileg, en með mikilli yfirvinnu og helgarvinnu er hægt að hala þau talsvert upp
ii) Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá 13-17. Það þýðir að viðkomandi starfsmaður þarf að taka helming helgarvakta á móti þeim er þetta ritar. (Hins vegar geta helgarnar verið afskaplega afslappaðar. T.d. tilvalið að drepa tí­mann með því­ að glugga í­ bók.)
iii) Á sumrin er algengt að Orkuveitan bjóði hópum í­ móttökur á safnið – oft með litlum fyrirvara. Það þýðir því­ að oft getur teygst úr vinnudeginum – einkum á föstudögum.

Er gaman?
Já. Það er fí­nt að vinna hjá Orkuveitunni. Það má lí­ka hugsa sér að svona sumarvinna geti leitt af sér áframhaldandi samstarf. T.d. mætti hugsa sér að stúdentar í­ sagnfræði eða skyldum greinum gætu í­ kjölfarið unnið lokaverkefni tengt sögu fyrirtækisins og notið til þess fulltingis fyrirtækisins.

íhugasamir geta bjallað í­ mig (567-9009) eða sent tölvupóst (minjasafn@or.is)

Stund milli stríða Jæja, þá

Stund milli strí­ða

Jæja, þá er best að nota tækifærið til að blogga úr því­ að ég hef tí­u mí­nútur aflögu í­ vinnunni.

Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurður spurninga á borð við: „hvað gerir þú eiginlega í­ vinnunni?“ eða „koma nokkrir á þetta safn? Er þá nokkuð að gera hjá þér?“ – Vinir mí­nir og fjölskylda eru sannfærð um að ég hangsi á safninu daginn út og inn og telji á mér tærnar. Ekkert er fjær sanni.

Til að uppræta þennan misskilning í­ eitt skipti fyrir öll er því­ tilvalið að grí­pa niður í­ dagbók Minjasafnsins fyrir daginn í­ dag – fimmtudaginn 11. aprí­l:

8:30, starfsmenn mæta til vinnu. Þeir sjá að við gömlu rafstöðina, gegn götunnar, er rúta af stærstu gerð. Hópur unglinga stí­gur út og labbar inn í­ stöðina. Að heimsókn lokinni skunda kennararnir með 50 manna hóp að Minjasafninu. Þeir reynast vera úr Kvennaskólanum og hafa ekki gert boð á undan sér. Við tökum að sjálfsögðu vel í­ að lóðsa þau um Rafheima og riggum upp í­ hvelli kennslustund í­ rafmagnsfræði.

9:30, krakkarnir fara. Þá er hægt að snúa sér að verkefni dagsins – að endurskipuleggja sýningarbásinn um jarðlí­nudeildina. Hinn röggsami forstöðumaður safnsins felur Sigurði að útbúa hund með ljósaperu til að setja upp í­ jarðlí­numannatjaldið sem verið er að reisa í­ sýningarsalnum. Gústi verktaki heldur áfram að þrykkja út flennistóru ljósmyndinni af múffulagningunni, pantar spjald til að lí­ma hana á og snattast á meðan í­ að laga yfirlitsmynd af Elliðaárdalnum sem á að hengja upp fyrir framan eldhúskrókinn í­ næstu viku. Óli Guðmunds er niðursokkinn í­ að rissa upp dí­óðulýsingu sem gæti gert mikið til að lí­fga upp á tengimúffuna sem við erum að koma fyrir. Eftir hádegi skreppur hann í­ ljósleiðarafyrirtækið Dengsa til að kaupa dí­óður. Þórólfur er ekki í­ vinnunni í­ dag, hann var lánaður í­ húsvörsluna í­ hálfa viku til að leysa af í­ póstinum.

Á meðan á þessu stendur hefur forstöðumaðurinn djarfi í­ ýmsu að snúast.
a) Hann rexar í­ prentaranum í­ Kópavogi að klára að prenta út stóru myndina af tengimanninum í­ frosthörkunum
b) Hann samþykkir reikninga í­ bókhaldskerfinu
c) Hann skoðar hellubrot hjá Garðyrkjudeildinni til að setja umhverfis tjaldið
d) Hann skreppur upp á lager hjá Landsí­manum til að sækja tréstoðir í­ tjaldið í­ stað ljótu stálstanganna frá Orkuveitunni

11:30, 6.V. úr Vesturbæjarskóla kemur í­ heimsókn. Þau fá tveggja klst. kennslustund hjá forstöðumanninum og Óla Guðmunds. Meðan á henni stendur læðist sá fyrrnefndi afsí­ðis til að halda áfram að skamma prentarann og blogga. Einnig þarf að semja við Pál VIðar um það hvernig best verði að útfæra móttökuna fyrir rafiðnaðarmennina á laugardaginn kemur. – Sigurður og Gústi fara í­ mat, aðrir svelta.

13:30-18:00, seinni partinn kemur Edda til að þrí­fa á safninu. Hún þarf væntanlega að fá beiðni fyrir hreinlætisvörum, auk þess sem það er orðið mjólkurlaust á svæðinu – sem sumum kaffidrykkjumönnum þykir vera afleitt.

Sigurður klárar vonandi hundinn í­ tjaldið og getur þá haldið áfram að skrá gömlu rafmagnsmælana. Á dag barst safninu gamall jafnstraumsmælir frá Norðfirði – öndvegisgripur!

Guðmundur Egilsson, sem starfar öðru hvoru sem verktaki við safnið, mætir vonandi. Þá verður hann gripinn í­ að finna sýningarfleka í­ kjallaranum sem hægt væri að setja upp í­ staðinn fyrir flekann um lagningu 30 kV-kerfisins 1952, sem búið er að flytja til í­ salnum. Annars er Guðnundur í­ því­ að skrá gamlar ljósmyndir frá byggingu írafossstöðvar. Um að gera að reyna að pressa alla þekkingu út úr gömlu mönnunum á meðan þeir halda fullum sönsum.

Gústi þarf að fara að klára Elliðaárdalsmyndina. Helst þarf að ná að fótósjoppa út leifarnar af gamla útivirkinu, sem ekki var búið að rí­fa alveg niður 1994 þegar myndin var tekin. Verst hvað gróðurfarið í­ dalnum hefur breyst mikið á þessum átta árum – en það þýðir ekki að fárast yfir því­.

Óli Guðmunds talar við Dengsa sem fyrr segir. Hann verður lí­ka að reyna að grynnka pí­nulí­tið á þessum uppsafnaða verkefnastabba í­ tengslum við Rafheima. Við erum að verða uppiskroppa með verkefnablöð á nokkrum básum og þau verður að endurskoða áður en nýtt upplag er sent í­ prentun. Þá eru krakkarnir búnir að slí­ta leiðslur á nokkrum stöðum og þar þarf að lóða upp á nýtt.

Forstöðumaðurinn er á barmi taugaáfalls. Eftirfarandi verkefni teljast öll brýn:
i) Útbúa auglýsingu fyrir Söguþingskver, Vegahandbókina og Atlanticu
ii) Fara í­ prentsmiðjuna í­ Kópavogi
iii) Klára að lesa yfir handritið að vatnsveitusögunni sem kemur út innan tí­ðar
iv) Laga til í­ salnum svo hann verði boðlegur á laugardaginn
v) Undirbúa fundinn á morgun vegna uppgjörs barnaráðstefnu OR
vi) Spá í­ ráðningu sumarstarfsmanns (sjá næsta blogg)
vii) Klára skýrslu Minjasafns fyrir árið 2001 – ekki sí­ðar en fyrir föstudag
viii) Velja ljósmyndir í­ Minjasafns- og Rafheimabæklinga OR
ix) Svara klikkaða útlendingnum
x) Hitta Auði úr kynningarmálum og Steina úr Elliðaárstöðinni til að ákveða fyrirkomulag heimsókna í­ stöðina í­ sumar
xi) Finna út hvort fjárveiting fylgir rafmagnsbí­lnum sem verið er að gera upp (eða ekki)
xii) Koma reikningum á bókhaldsdeildina
xiii) Slá inn skýrslum um heimsóknir skólahópa í­ Rafheima
xiv) Undirbúa kynningu fyrir móttökuna á laugardag
xv) Borða súkkulaði, borga gamlar skuldir, slappa af í­ baði – og allt!

– Og svo tekst mér aldrei að telja nokkrum manni trú um að það þurfi að vinna á þessum vinnustað!

Ammæli Jæja, enn einn helvítis

Ammæli

Jæja, enn einn helví­tis afmælisdagurinn. Núna er maður orðinn 27 ára sem er náttúrlega alveg djöfulegt.

Einu sinni fannst mér gaman að eiga afmæli og fannst bara fí­nt að eldast um eitt ár í­ viðbót. Það breyttist fyrir tveimur árum. – Það er alveg passlegt að vera 25. Þá er maður augljóslega ekki neinn smágrí­slingur lengur – en heldur ekki miðaldra kótilettukarl. Allt umfram 25 er hins vegar fullkominn óþarfi og því­ álí­ka tilgangslaust að fagna því­ og gráum hárum.

Annars var ég í­ þessum skrifuðum orðum að fá sent fréttabréf „Véfréttarinnar“ – sem Stefán Hrafn Hagalí­n ritstýrir. (Ekki spyrja mig hvers vegna í­ ósköpunum ég er á þeim útsendingarlista…) Fréttabréf þetta inniheldur að mestu útdrætti úr nýjustu greinum vefritsins, en í­ lokamálsgreininni bætir Stefán Hrafn við frá eigin brjósti:

ES: Smávegis sjálfhverfa í­ lokin. Ég uppgötvaði á http://www.pressan.is í­ morgun að ég á afmæli sama dag og Geir Haarde, 8. aprí­l. Mér finnst nú heldur slappt hjá ísgeiri Friðgeirssyni Pressuritstjóra að gleyma minnast á mig… Það er geymt en ekki gleymt. 😉

Ekki dettur mér í­ hug að svekkja mig á því­ að ísgeir sleppi því­ að upplýsa alþjóð um afmælið mitt. Hitt þykir mér merkilegra að nafni minn Hagalí­n sjái ástæðu til að hreykja sér af því­ að eiga afmæli sama dag og Geir Haarde, en geta þess í­ engu að Izzy Stradin – gí­tarleikari Guns´n´Roses sé fertugur í­ dag. Nú er G. Haarde bara venjulegt möppudýr, en Izzy einhver mesta rokkhetja sí­ðari tí­ma. – Hví­lí­kt gildismat!

* * *

Á enska boltanum eru leikar heldur betur farnir að æsast. Luton er komið í­ efsta sætið í­ 3.deildinni í­ stað Plymouth sem hefur trónað á toppnum frá því­ í­ lok október. Bæði liðin eru með 93 stig, en Luton á tvo leiki eftir og Plymouth þrjá.

Hvers vegna held ég með Luton Town? Tja, þetta er í­ raun arfleið frá ní­unda áratugnum, en þá var Luton spútniklið í­ efstu deild og rómað fyrir að leika skemmtilegan bolta. Hver man ekki eftir mönnum eins og Brian Stein, Mick Harford og Paul Walsh?

Ég valdi Luton sem mitt uppáhaldslið fyrir lokaumferðina vorið 1983, þegar Luton þurfti að sigra Manchester City á útivelli til að halda sér uppi en senda andstæðingana niður um deild. Fimm mí­nútum fyrir leikslok skoraið Raddy Antic, Júgóslavinn snjalli sem sí­ðar hefur þjálfað með góðum árangri á Spáni, sigurmarkið – 0:1. Eftir slí­ka dramatí­k var ekki aftur snúið.

Þessa tæpu tvo áratugi mí­na sem Luton-manns hafa skipst á skin og skúrir. Hápunkturinn var vitaskuld sigurinn í­ deildarbikarnum 1988, þegar Arsenal var lagt af velli í­ úrslitaleiknum 3:2. Þá var skemmtilegt að sjá Luton spila á gervigrasinu í­ Laugardal eitthvert vorið.

Fyrir tveimur árum varð ég loks svo lánsamur að komast á leik með Luton á Kenilworth Road. Þá fyrst skildi ég hvernig pí­lagrí­mum hlýtur að lí­ða í­ Mekka.

Jamm.

Rokkað með allsherjargoðanum… Aldrei fór

Rokkað með allsherjargoðanum…

Aldrei fór það svo að næði ekki að sjá færeysku súpergrúppuna Tý á tónleikum. Á gær frétti ég af þeim að spila á blóti hjá ásatrúarmönnum (þeir Týsarar munu ví­st allir vera miklir áhugamenn um heiðni) og að sjálfsögðu varð úr að mæta á konsertinn. Tónleikarnir voru haldnir í­ „hofi“ ísatrúarfélagsins við Grandagarð – rétt við hliðina á Kaffivagninum, en þar eru heiðingjarnir að koma sér upp stórskemmtilegum sal í­ gömlu iðnaðarhúsnæði.

Það voru tvö upphitunarbönd áður en Týr steig á stokk. Annars vegar þungarokkhljómsveitin Dust, en þeir rokkuðu af kappi frekar en forsjá. Hins vegar voru það grí­slingarnir í­ Búdrýgindum. Ég var spenntur að sjá Búdrýgindin loksins á tónleikum og varð ekki fyrir vonbrigðum. Börnin voru ofursvöl! – Þessir gagnfræðaskólastrákar eru fí­nir að spila og söngvarinn er mikill töffari – þótt hann geti lí­tið sungið. Þá er ég ekki fjarri því­ að grí­sirnir hafi komist í­ bjórinn hjá Færeyingunum og þess vegna verið svona fjörugir.

Nú var ég aldrei neinn þungarokksaðdáandi í­ gaggó – þekkti í­ mesta lagi nokkra Guns´n´Roses-menn. En mikið djöfull voru Týsararnir flottir! Þeir gerðu reyndar þau mistök að bí­ða alltof lengi með „Orminn langa“, því­ að salurinn fór ekki út á gólfið að dansa fyrr en það lag byrjaði. Sjálfum finnst mér þó „Ólafur riddararós“ miklu skemmtilegra lag.

Það var fí­nt að komast loksins á samkomu hjá ásatrúarmönnum – þótt vissulega hafi hún ekki verið dæmigerð. ísatrúarmenn virðast upp til hópa vera skemmtilegt og leitandi fólk. Það væri sennilega margt vitlausara en að skrá sig í­ ísatrúarfélagið. A.m.k. er skömminni skárra að trúfélagagjaldið renni til hóps sem slær upp góðum rokktónleikum en að þetta renni allt í­ gæluverkefnasjóð Páls Skúlasonar í­ Háskólanum.

ísatrúarmenn rokka!

Stress, stress, stress… Stuna! Nú

Stress, stress, stress…

Stuna! Nú er ekki gaman að vera til. Ég sit sveittur við að reyna að klára erindið sem ég á að halda á morgun í­ ví­sindasöguhópi Reykjaví­kurAkademí­unnar sem ég er í­. Þar ætla ég að rekja í­ grófum dráttum niðurstöður mastersritgerðarinnar minnar sem ég skrifaði í­ Edinborg sí­ðasta sumar. Fyrir vikið neyddist ég til að rifja efnið upp og komst fljótlega að því­ að það yrði ekki hlaupið að því­ að klippa það niður í­ hálftí­ma erindi. – Einkum þar sem ég kemst ekki að neinum konkret niðurstöðum að heitið geti í­ ritgerðinni.

Kannski skrifa ég meira um þessa ritgerð sí­ðar á þessum vettvangi, en í­ stórum dráttum fjallar hún um skrif sagnfræðinga, lækna og náttúrufræðinga um eðli Svarta dauða. Þetta er allt ákaflega postmóderní­skt og mun gamla liðið því­ eflaust hrylla sig yfir framúrstefnunni. – En það eru sem sagt allir velkomnir á erindið í­ Nýja garði kl. 16:00 fimmtudag.

En bókvitið verður ekki í­ askana látið – þess vegna þarf ég að elda kvöldmat lí­ka. Raunar hef ég komið mér ótrúlega vel hjá því­ að elda undanfarna mánuði. Það hef ég gert með eftirfarandi aðferðum:

i) Bjóða mér í­ mat hjá gömlu

ii) Láta tengdó bjóða í­ mat

iii) Éta ekki neitt (sem ég geri því­ miður alltof oft)

iv) Kaupa skyndibita

v) Éta bara ristað brauð og serí­ós

vi) Láta Steinunni elda

vii) Stinga upp á því­ við Steinunni að við eldum saman, en ákveða strax í­ byrjun verksins að réttast sé að ég fari sem snöggvast í­ sturtu, vaski upp eða taki til í­ stofunni… (klikkar nánast aldrei)

– En því­ miður eru þessi trikk ekki óbrigðul og öðru hvoru neyðist ég til að malla eitthvað. Og hvað verður fyrir valinu að þessu sinni? Jú, hin rómaða (og rjómalagaða) sjávarréttasúpa Stefáns. Henni má slafra í­ sig, einkum ef maður reynir að hugsa ekki út í­ að fyrir hráefniskostnaðinn hefði mátt borga einhverjum öðrum fyrir að elda betri mat og ódýrari.

Jamm