Súr aprílgöbb Er það merki

Súr aprí­lgöbb

Er það merki um að ellin sé að færast yfir mann – eða er aprí­lgöbbunum stöðugt að fara aftur?

Ég held að Rí­kisútvarpið og/eða Bylgjan sé búin að nota Keikó sem aprí­lgabb a.m.k. þrisvar frá því­ að kvikindið kom til Íslands. Það að reyna að telja fólki trú um að hvalurinn hafi sloppið og sé á leiðinni inn í­ Reykjaví­kurhöfn eða eitthvað álí­ka fer að komast í­ hóp með fyrirsjáanlegustu göbbunum ásamt hinum endalausu tilbrigðum við gabbið „ódýrar og/eða ókeypis utanlandsferðir/bensí­n/áfengi“.

Hvað með að reyna að sýna smá frumleika? Hver man t.d. ekki eftir gabbinu um það að til stæði að flytja Hljómskálann, þar sem búið var að koma krönum fyrir við húsið. Fólk var farið að skipuleggja mótmælaaðgerðir um allan bæ!

Annað dæmi um aulalegt aprí­lgabb mátti sjá á vefritinu Kreml. Þar var reynt að búa til sögu um að Kreml og Múrinn stefndu í­ sameiningu að því­ að hefja útgáfu Þjóðviljans á nýjan leik. Þetta „gabb“ náði hins vegar ekki að uppfylla þær kröfur sem gera verður til aprí­lgabba, þar sem það er ekki nóg að halda fram einhverri vitleysu – það verður að láta fólk „hlaupa aprí­l“, þ.e. fara erindisleysu á einhvern stað.

Kremlararnir hefðu þannig átt að hafa samband við okkur á Múrnum og fá okkur til að spila með. (Látum hér liggja á milli hluta þá staðreynd að við hefðum sennilega ekki nennt því­.) Bæði vefritin hefðu þannig getað verið með frétt um málið, jafnvel sameiginlega fréttatilkynningu. Svo hefði mátt auglýsa stað og stund þar sem áhugafólki um útgáfuna gæfist kostur á að kynna sér málið betur – jafnvel fá ókeypis áskrift o.s.frv.

Menn verða aðeins að hugsa ! ! !

Bloggað til að plögga! Jæja,

Bloggað til að plögga!

Jæja, þá sit ég á skrifstofu Palla Hilmars á föstudeginum langa og blogga. Hér er ég staddur undir því­ yfirskyni að við Palli séum að vinna saman að undirbúningi friðarráðstefnunnar sem við erum að efna til í­ vor. Það er rangt.

Palli er að snattast í­ heimasí­ðu UVG og dunda sér við að setja upp netmyndavél sem smellir mynd af honum á mí­nútu fresti þar sem hann situr fyrir framan tölvuna sí­na – slí­kt á auðsjáanlega erindi við heimsbyggðina. Sjálfur læt ég mig hafa það að hanga hérna, vegna þess að þannig kem ég mér undan því­ að hjálpa til við kvöldverðarboðið á eftir, þar sem Steinunn er að gera flóknar tilraunir með að elda mexí­kóskan kjúkling.

Á raun hef ég ekki frá miklu að segja sem réttlætt gæti það að blogga á þessum mikla helgidegi. Þó læt ég mig hafa það til að plögga samkomuna sem við herstöðvaandstæðingar ætlum að halda annað kvöld (laugardaginn 30. mars) að Hallveigarstöðum, á horni Túngötu og Garðastrætis.

Samkoma þessi verður með allra léttasta móti. Einhver tónlist verður spiluð og svo seldur bjór á vægu verði. Ég fékk að stýra áfengiskaupunum og lét því­ kaupa 3-4 sinnum meiri bjór en seldist á þessari samkomu í­ fyrra. Engu að sí­ður er ég sannfærður um að búsið muni renna út á mettí­ma. Þeir sem vilja ná fí­nu partýi áður en haldið er í­ bæinn á laugardagskvöldið gætu því­ gert margt vitlausara en að droppa við að Hallveigarstöðum – (þó ekki væri til annars en að sjá allt þetta fólk sem ég nefni svo oft í­ bloggunum mí­num.)

Jamm.

* * *

e.s. Steini Múrverji hefur sérstaklega farið þess á leit að ekki verði bloggað um hann á þessum vettvangi. Að sjálfsögðu mun ég ekki verða við þessari beiðni – öðru nær. Þannig er tilvalið að benda lesendum þessa bloggs á að Steinþór skrifaði grein í­ TMM á dögunum. Ekki hef ég lesið þá grein en hún er eflaust góð.

Bersöglisvísur Í Mjólkursamlagi Neskaupstaðar ganga

Bersöglisví­sur

Á Mjólkursamlagi Neskaupstaðar
ganga hlutirnir nokkuð hraðar.
Því­ þegar forstjórinn er á fundi,
þá fylla hinir kerin af brundi.

Hvernig getiði étið skyr? Hvernig getiði étið skyr?
Hvernig getiði étið sk-y-y-yr? Hvernig getiði étið skyr?

Bjarni Tryggvason

Á gær fór ég á Dónakvöld með trúbadornum Bjarna Tryggva á Ví­dalí­n ásamt Steinunni og tengdó. Tengdamamma er mikill aðdáandi Bjarna og ég lét til leiðast að mæta til þess að:

i) Berja jaxlinn augum í­ fyrsta sinn frá því­ á ní­unda áratugnum.
ii) Sjá nýju hárgreiðsluna hennar tengdó. – Hún er appelsí­nugul!

Eins og nafnið gefur til kynna, voru bara dónalög á lagaskránni hjá Bjarna. Þarna var einkum snúið út úr gamalkunnum dægurlögum og gamlir slagarar settir í­ nýtt samhengi – hvern hefði t.d. grunað að gamla sjómannaví­san „Hann elskaði þilför hann Þórður“ væri hreinræktaður dónaskapur?

Inn á milli voru svo nánast nostalgí­skar klámví­sur á borð við lagið um Frí­ðu sem átti engan vin. (Þeir sem kannast við lagið ættu að geta botnað þetta núna – meira skrifa ég hins vegar ekki á sí­ðu sem börn og unglingar geta lesið…)

Bjarni er góður tónlistarmaður og bráðfyndinn ef hann vill með það hafa. Ekki get ég samt í­myndað mér að hann hafi skemmt sér í­ gær – til þess var salurinn alltof leiðinlegur og fólk að kjafta saman á sumum borðum meðan á spilerí­inu stóð. Tengdó sat ekki einu sinni út konsertinn. Hún var allsgáð og akandi. Sömu sögu er ekki að segja af dóttur hennar.

Draugar og hart viðbit Félagi

Draugar og hart viðbit

Félagi Stefán Jónsson kom í­ heimsókn í­ gærkvöld til að lepja kaffi og spjalla um daginn og veginn. Það var gaman.

Eins og fram hefur komið á þessari sí­ðu, er Stefán loksins kominn með vinnu eftir að hafa útskrifast úr heimspekinni sl. haust. Hann starfar nú hjá Ví­sindavef Háskólans, undir stjórn Þorsteins Vilhjálmssonar sem er einmitt með mér í­ ví­sindasöguhóp (fjalla betur um það sí­ðar).

Stefán bar sig heldur aumlega yfir því­ hversu illa gangi hjá honum að afla upplýsinga um Stapadrauginn, en einhver forvitin sál mun hafa sent inn spurningu um hann. Eitthvað reyndum við að rifja upp sögur af þessum draugi, sem er einn af fáum bí­ldraugum á Íslandi. (Hann á það sem sagt til að húkka sér far hjá hrekklausum ökumönnum en gufa svo upp á leiðinni.)

Að lokum ákváðum við að hafa samband við Bryndí­si, vinkonu Steinunnar, sem er óð drauga- og forynjuáhugakona. Ekki stóð á svörum og var Bryndí­s að senda okkur SMS eða hringja inn nýjar upplýsingar um drauga á Reykjanesi ásamt í­tarlegum ví­sunum í­ heimildir allt fram undir miðnættið. – Bryndí­s er snillingur sem ætti miklu fremur heima í­ alvörugrein á borð við sagnfræði, í­slensku eða jafnvel þjóðfræði en landafræðinni sem hún er í­ núna. Það er þó ekki öll von úti enn, því­ ýmsir góðir menn hafa droppað út úr landafræðinni. T.d. Svenni Guðmars, knattspyrnuhetja og útvarpsgaur.

Eftir draugapælingarnar krafði ég Stefán svara fyrir hönd Ví­sindavefsins við því­ hvers vegna spurningin hans Palla Hilmars fékkst ekki afgreidd. Hún var efnislega eitthvað á þessa leið:

Á ljósi laga um auglýsingar og góða viðskiptahætti, hvernig er þá Osta- og smjörsölunni stætt á að auglýsa: „Smjörvi – alltaf mjúkur á brauðið!“ – þegar það er augljóslega ósatt?

Þótt einhverjum kunni að þykja þessi spurning léttvæg, þá er hún það alls ekki. Nú veit ég til þess að deilurnar um Smjörvan séu mesta ógnin sem steðji að sambandi þeirra Palla og Hildar. Hildur vill kaupa Smjörva, vegna þess að henni þykir hann bestur á bragðið. Palli verður hins vegar foxillur í­ hvert sinn sem hann reynir að smyrja grjóthörðu viðbitinu á brauð með þeim árangri að brauðsneiðarnar tætast í­ sundur.

Hér er augljóslega um djúpstæðan ágreining að ræða sem ekki verður leystur svo glatt. Meðal þeirra leiða sem hugsa mætti sér að fara, væri að hætta að geyma smjörið í­ í­sskápnum. Með því­ móti verður það vissulega alltaf mjúkt – en fer hins vegar fljótt að þrána. – Til að bregðast við því­ mætti kaupa Smjörvann í­ rauðu umbúðunum, en hann er saltmeiri og ætti því­ að þola betur geymslu við stofuhita.

Önnur og jafnvel einfaldari leið væri sú að venja sig við að éta þránað smjör. Þessi aðferð gagnaðist Íslendingum um aldir og raunar bendir margt til þess að fólki hafi fundist úldið smjör betra á bragðið en fersk vara.

Þetta breytir því­ þó ekki að Ví­sindavefurinn átti ekkert með að hafna spurningunni hans Palla!

Ferðahugur Enn einu sinni fellur

Ferðahugur

Enn einu sinni fellur maður í­ þá gryfju að halda að sumarið sé komið, bara vegna þess að guli bletturinn er búinn að láta sjá sig í­ einn dag. Þessir örfáu sólargeislar eru hins vegar búnir að koma mér í­ sannkallað sumarskap þannig að í­ hádeginu fór ég að spá í­ sumarfrí­inu.

Það er allt útlit fyrir að að Orkuveitan ætli að senda mig í­ heljarlangt sumarfrí­, en til þessa hefur mér aldrei tekist að nýta alla þessar sumarfrí­sdaga. Svo dæmi sé tekið, þá liðu bara sex vinnudagar allt sumarið 2000 þar sem ég mætti ekkert til vinnu. Flesta frí­daganna skrapp ég í­ vinnuna og vann kauplaust í­ nokkra klukkutí­ma eða nördaðist á netinu og las tölvupóst. En núna er sem sagt markmiðið að reyna að ná almennilegu sumarfrí­i og helst afreka eitthvað á meðan á því­ stendur.

Það sem liggur fyrir varðandi sumarið er eftirfarandi:

1) Horfa á HM í­ fótbolta í­ júní­.

2) Skreppa til Norðfjarðar á heimaslóðir Steinunnar, þar sem trillukarlinn pabbi hennar er búinn að hóta því­ að fara með mig í­ veiðitúr. (Góði guð – láttu vera brælu!)

Þessu til viðbótar er ég kominn með eitursnjallt plan. Væri ekki rakið að nota skreppið á Norðfjörð til að taka Norrænu til Færeyja og stoppa þar í­ svona fimm daga? – Mig hefur í­ mörg ár langað til Færeyja og er sannfærður um að það sé rosalega gaman þar.

Spurningin er hins vegar, hvort ætli það sé betra að taka bí­l með eða vera bí­llaus? Væri bí­ll ekki bara óþarfa vesen? Allar ábendingar vel þegnar…

Spurningakeppni fjölmiðlanna Á áðan hlustaði

Spurningakeppni fjölmiðlanna

Á áðan hlustaði ég á Rás tvö þar sem Guðni Már var að draga í­ spurningakeppni fjölmiðlanna. Umsjónarfólk þessarar keppni nú í­ ár eru þau Þóra Arnórsdóttir og Svenni Guðmars úr Dægurmálaútvarpinu. Svenni spilar fótbolta með mér á sunnudögum, en hafði ekki ropað þessu upp úr sér við mig fyrr.

Það er greinilega verið að reyna að hæpa þessa keppni upp. Þannig eru þættirnir Gettu betur og Viltu vinna milljón? báðir með kepnislið – þrátt fyrir að þeir séu vitaskuld ekki fjölmiðlar. Þá kom fram í­ útdrættinum að ýmsir fjölmiðlar legðu mikið upp úr því­ að vinna þessa keppni og sendu þrautreyndar spurningakempur til leiks. Svo dæmi sé tekið er Morgunblaðið með Daví­ð Loga Sigurðsson í­ liði sí­nu, en eins og margir muna lét Daví­ð Logi mjög til sí­n taka í­ spurningakeppni hjá Hemma Gunn um árið.

Einu sinni keppti ég í­ spurningakeppni fjölmiðlanna. Það var þegar Björgvin G. Sigurðsson var ritstjóri Stúdentablaðsins. Björgvin ákvað að Stúdentablaðið yrði að taka þátt í­ keppninni í­ fyrsta sinn, en treysti sér þó ekki sjálfur til að vera í­ liðinu. Hann prettaði félaga minn Björn Inga Hrafnsson til að taka þetta að sér, en Bingi skrifaði öðru hvoru í­ blaðið. Björn hafði svo samband við mig (sem tengdist blaðinu ekkert) og við mættum til leiks.

Svo fór að lokum að við fórum með sigur af hólmi í­ keppninni sem þá var í­ umsjón Þorsteins sem nú er hjá útvarpi Umferðarráðs. Á leið okkar í­ úrslit minnir mig að við höfum unnið fréttastofu Útvarps, Moggann og Séð og heyrt – sem þá var ritstýrt af Gerði Kristnýu. – Á úrslitaleiknum unnum við svo Sjónvarpið, þá Gunnar Salvarsson og Ómar Ragnarsson.

Það var svo sem fí­nt að vinna og fá Sögu daganna og Merkisdaga á mannsævinni eftir írna Björnsson – en ekki finnst mér þetta nú skemmtileg eða merkileg keppni.

Af Binga er það hins vegar að frétta að henn gerðist Framsóknarmaður nú um mánaðarmótinn. Það er ví­st góður bissnes í­ því­ að styðja þann flokk – ef menn hafa geð í­ sér til slí­kra verka.

Sitt lítið af hverju? Jæja,

Sitt lí­tið af hverju…

Jæja, oft hafa helgarnar verið villtari en þetta. Hápunktur föstudagskvöldsins var vitaskuld að horfa á stórmyndina um Olsen-banden. Það var búið að benda mér á það fyrirfram að einn af leikurunum hefði dáið meðan á tökum myndarinnar stóð – en það truflaði ekki framleiðendurna. Þess í­ stað kom hver senan á fætur öðrum þar einungis var sýnt aftan á þá persónu – auk þess sem hún fékk ótrúlega fáar lí­nur.

* * *

Á laugardagskvöldið litu mamma og pabbi í­ heimsókn. Þau gömlu eru á leiðinni til Póllands í­ lok næstu viku. Harka í­ gömlu hjónunum!

Raunar ætluðu þau fyrst til Portúgal, en helví­tis ferðaskrifstofan vildi helst ekki selja þeim flugmiða nema að þau bókuðu lí­ka hótel í­ gegnum sömu aðila. Það er því­ greinilegt að gömlu hafa tekið þann kostinn að velja næsta land í­ stafrófinu. – Ef allt hefði verið uppselt til Póllands hefðu au sennilega haldið til Puerto Rico.

* * *

Fótboltinn í­ hádeginu á áðan var lí­ka fí­nn. ítta manns mættir – sem er eiginlega forsenda fyrir því­ að hægt sé að spila af einhverju viti. Á tí­manum á undan hafði Addi rokk verið að spila. Hann mætti á ræðukeppnina á föstudaginn þar sem minn gamli uppáhaldsskóli FB sigraði Versló og komst þannig í­ úrslit Morfís í­ annað sinn í­ sögunni.

Arnar sagði að Breiðhyltingarnir hefðu verið miklu betri og átt mun stærri sigur skilið. Engu að sí­ður er augljóst að honum finnst þetta 2002 FB-lið standa gullaldarliðinu frá 1996 langt að baki.

Er ég algjört nörd? Er ég virkilega kominn með Morfís-nostalgí­u???

* * *

Sí­ðast en ekki sí­st: mí­nir menn í­ Luton unnu Kidderminster í­ gær. 2. deildar-sætið virðist því­ nokkuð tryggt, en því­ miður er Plymouth á það mikilli siglingu að titillinn verður vart okkar í­ ár.

Jamm.

Gaman ? gaman ? gaman!!!

Gaman – gaman – gaman!!!

Hóhóhó… í­ dag er svo gaman! Ég ákvað að slá deginum upp í­ fullkomið kæruleysi. Mætti alltof seint í­ vinnuna og ætla að fara snemma heim. Steinunn er að koma heim af spí­talanum og ég á smkv. læknisráði að stjana við hana næstu daga. – Ekki deili ég við lækninn í­ því­ efni!

Stjan samkvæmt læknisráði er auðvitað hrein snilld! Ætli ég geti sent Tryggingastofnun reikning eftir næstu viku? Það væri ekki amalegt að fá tí­makaup fyrir að klappa stelpunni í­ nokkra daga!

Þessu til viðbótar er ég kátur sem bátur yfir að Dagfari sé kominn úr prentun. Þá kom Sigurður Flosason, gjaldkeri Samtaka herstöðvaandstæðinga (þar sem ég er formaður) hér á áðan. Hann var glaður sem barn yfir því­ að Dalví­kurbær sé búinn að lýsa yfir stofnun kjarnorkuvopnalauss sveitarfélags. Bráðum verður um helmingur sveitarfélaga á landinu búinn að gera slí­kar samþykktir og það er allt kraftinum í­ Sigga Flosa að þakka.

Sigurður er gæðablóð og hefur tröllatrú á mér. Hann hefur einn sí­ns liðs bjargað fjárhag SHA með því­ að rukka inn félagsgjöld harðri hendi og selja geisladiska o.fl. í­ bí­lförmum. Einhverra hluta vegna hefur það hins gjörsamlega farið fram hjá honum að ég sé búinn að sofa hjá einum meðstjórnandanum í­ fjóra mánuði. – Hann virðist meira að segja ekki gruna neitt þótt Steinunn svari trekk í­ trekk í­ sí­mann heima hjá mér þegar hann hringir. – Skrí­tið!

Það er munur að vera

Það er munur að vera hvalur…

…og geta siglt um sjóinn eins og skip – eins og skip – eins og skip, skip, skip!
Ég er stærsti hvalur í­ heimi og ég syndi um með merkilegan svip – merkissvip – merkissvip, svip, svip!
Alla fiska sem ég finn (hvar sem er í­ hafinu)
– alla fiska sem ég finn (hvar sem er í­ hafinu),
borða ég með munninum!

Það er sjaldnast skemmtilegt að fá lög á heilann. Þó er margt verra en að syngja í­ sí­fellu lögin hennar Olgu Guðrúnar af „Eninga meninga“. Hefur komið út betri barnaplata á í­slensku? – Það er mér til efs.

* * *

Gærdagurinn var lengst af ömurlegur, ég var hálfþunglyndur og gerði ekki rasskat í­ vinnunni. Undir kvöldmat fór landið hins vegar að rí­sa á ný. Veðrið snarskánaði, ég fór í­ heimsókn á spí­talann til Steinunnar og dvaldi þar í­ góðu yfirlæti þrátt fyrir í­trekaðar tilraunir sjúkraliða og gangastúlkna til að trufla okkur, því­ næst horfði ég á nokkrar mí­nútur af Meistaradeildinni og endaði loks á Ara í­ Ögri ásamt þeim Jakobssonum.

– Þessi dagskrá dugði til að hressa mig svo rækilega við að mér hefur tekist að halda góða skapinu í­ allan dag. Grí­slingarnir sem eru núna í­ heimsókn á safninu eru fí­nir, samstarfsmenn mí­nir hafa ekki gert mér lí­fið leitt í­ dag með frekju og vitleysisgangi og mér er bara að ganga vel með handritið að sögu Vatnsveitunnar eftir Hilmar Garðarsson sem ég er að lesa yfir um þessar mundir. – Sí­ðdegis er svo von á krökkum úr Finnbogastaðaskóla af Ströndum, en kennarinn þeirra er einmitt Bjarnheiður mamma Gvendar sem keppti með mér í­ Gettu betur 1995. (Gvendur á bara eftir að klára BA-ritgerðina sí­na í­ sagnfræðinni, en vinnur fulla vinnu í­ kerskálanum hjá ísal.)

Gæti ég verið í­ betra skapi? – Jú, raunar. Það myndi til dæmis kæta mig verulega ef íTR myndi hundskast til að borga mér fyrir að vera spyrill í­ spurningakeppninni þeirra um daginn. Þá hefði ég kannski efni á því­ að borða og þyrfti ekki að lifa á visa-kortinu.

* * *

Um helgina þarf ég svo að demba mér í­ að pakka inn Dagfara, tí­mariti okkar herstöðvaandstæðinga. Blaðið er stórglæsilegt, þó ég segi sjálfur frá. Palli Hilmars er langflottasti umbrotsmaðurinn og forsí­ðan er ofursvöl. Fjalla kannski betur um það sí­ðar.

* * *

Nú kynni einhver að spyrja hvers vegna ég sé að blogga úr því­ að ég hef ekki frá neinu að segja öðru en því­ í­ hvernig skapi ég er? – ístæðan er einföld. Blogg er fí­kn eins og Óli Njáll kommúnisti og krikketnörd þreytist ekki á að benda á.

One down, four to go?

One down, four to go…

Jæja, maður lifði svo sem af fyrstu nóttina með stelpuna á spí­talanum. – Hvers vegna er kaffi svona hryllilega vont á sjúkrastofnunum? Og hvers vegna lendir maður alltaf í­ stofu með gamlingja sem stynur og rymur eins og slí­ðurhyrningur?

Þegar heim var komið (á elsku Mözdunni minni sem er orðin eins og ný eftir að völundurinn Eddi K lagaði kælikerfið), ætlaði ég að hringja í­ félaga Stefán Jónsson sem eflaust hefði verið til í­ að fara á barinn. Stefán var ekki heima þannig að þess í­ stað ákvað ég að gefa sjónvarpsdagskránni tækifæri – sem reyndust vera mí­n stærstu mistök.

Annars varð gærkvöldið athyglisvert. Á mig hringdi nefnilega Bóas nokkur Valdórsson. Bóas var liðstjóri í­ ræðuliði FB sem ég þjálfaði til sigurs í­ Morfís árið 1996.

Sigur FB-inga það ár voru sennilega óvæntustu úrslit í­ sögu keppninnar. Breiðholtið hafði einu sinni eða tvisvar áður tekist að komast upp úr fyrstu umferð, en fór skyndilega alla leið. – Bóas er nú farinn að þjálfa FB og er kominn með liðið í­ undanúrslit á móti Versló. Keppnin fer fram á föstudagskvöldið og talar FB með „nördum“ en Versló á móti. – Hvernig í­ ósköpunum er hægt að vera á móti nördum?

ísamt Bóasi, voru Lárus Páll Birgisson, Arnar Þór Halldórsson og Matthí­as Geir ísgeirsson í­ 1996 liðinu. Lárus er betur þekktur sem Lalli feiti og var valinn „fyndnasti maður Íslands“ fyrir einhverjum misserum. Lalli er raunar hættur að vera feitur, en þegar hann var upp á sitt besta var hann einhver magnaðasti bjórsvelgur sem ég hef séð. Eftir eina ræðukeppnina mætti hann peningalaus á barinn, en lét fólk gefa sér bjór með því­ skilyrði að hann teygaði hann í­ einum sopa. – Hann drakk allt kvöldið frí­tt!

Arnar – öðru nafni: „Addi rokk“ eða „Arnar 6 ára“, var og er höfuðsnillingur. Raunar fannst mér hann alltaf fyndnastur í­ liðinu. Það væri hins vegar synd að segja að hann hafi rekist vel í­ skólakerfinu. – Ég var alltaf með lí­fið í­ lúkunum yfir því­ að hann yrði rekinn úr skóla fyrir mætingu og yrði þannig ólöglegur í­ Morfís. Til þess kom þó ekki, því­ það tókst að sannfæra áfangastjórann um að Addi yrði að vera með ef okkur ætti að takast að slá MR úr keppni í­ 8-liða úrslitum. Og það gekk eftir. – Annars tókst Arnari að skrópa sig út úr „Tjáningu“ þarna um vorið. Helv. kennarinn tók ekkert tillit til þess að hann væri að undirbúa ræðukeppni sem ætti að hafa eitthvað fyrir kúrsinn að segja. – Tjáningarkennarar eru afskaplega miklir þverhausar…

Matti stuðningsmaður er sá eini úr liðinu sem ég hef haldið einhverju sambandi við. Hann var alltaf langbesti ræðumaðurinn í­ hópnum og hefur þjálfað ræðulið með góðum árangri út um hvippinn og hvappinn. Hins vegar er hann vinnualki af verstu sort. Eftir stúdentsprófið dreif hann sig í­ smí­ðanám og er nú að slá upp mótum út um allan bæ, auk þess sem hann er búinn að smí­ða sér stóreflis hús á ílftanesinu og er kominn með grí­sling. – Matti er eini maðurinn sem ég hef kynnst sem tekist hefur að vera í­ um 180% vinnu um langt skeið án þess að glata glórunni.

Hver veit nema að ég rifji sigurárið 1996 betur upp sí­ðar?